fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Gerðu þarfir sínar og stunduðu kynlíf fyrir allra augum – Manstu eftir Hallærisplaninu?

Auður Ösp
Laugardaginn 13. október 2018 17:00

Undir vökulum augum fjögurra fílefldra lögregluþjóna er ungur uppreisnarseggur látinn tína upp glerbrot flöskunnar sem hann braut, kannski gegn vilyrði um að þetta yrði eina refsingin að þessu sinni; auðmýkingin.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Unglingar á sjöunda, áttunda og níunda áratug síðustu aldar söfnuðust oft saman á Hallærisplaninu. Þá skipti engu hvernig vindar blésu. Hallærisplanið, þar sem nú er Ingólfstorg, var nokkurs konar félagsmiðstöð unglinga. Þegar mest var voru um fjögur þúsund ungmenni á svæðinu. Áflog og drykkjulæti voru daglegt brauð og eldri kynslóðinni var ekki skemmt. Eins og sagði í DV árið 2004:

„Unglingar stóðu fyrir hefðbundinni uppreisn gegn heimskum heimi hinna fullorðnu, með hefðbundnum aðferðum; drykkju, formælingum, léttum skemmdarverkum og þvíumlíku. Sem sagt hefðbundin og árviss uppreisn unga fólksins. Er fullyrt að þegar mest stóð á hafi unglingar vaðið yfir Grjótaþorpið, gert „þarfir sínar hvar sem var“ og „eðlað sig fyrir allra augum“.“

Eftir því sem leið á níunda áratuginn minnkaði aðdráttarafl plansins. Ungmennin fóru að sækja í félagsmiðstöðvar og sérstaka unglingaskemmtistaði þess í stað. Á þessum árum var skemmtistöðum lokað klukkan þrjú eftir miðnætti og flykktist þá fólk á Lækjartorg og Hallærisplanið. Eftir að opnunartími var gefinn frjáls breyttist skemmtanamenningin. Nú er miðbærinn fullur af mörgum litlum börum þar sem fólk skemmtir sér fram undir morgun.

DV hefur áður fjallað um Hallærisplanið og birtir nú fleiri myndir frá þessum goðsagnakennda stað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“