fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Af Viðreisn fæðist ReisVið, ,,varnarþingin verða haldin á Kiki”

Babl.is
Laugardaginn 13. október 2018 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í mars þessa árs var hinsegin félag Viðreisnar stofnað, en það heitir að sjálfsögðu ReisVið! Kjartan Þór Ingason einn stofnandi félagsins segir að hugmyndin að félaginu hafi komið í skyndi.

,,Stófi (Kristófer Alex Guðmundsson) bar fram hugmyndina að stofnun félagsins á flokksþingi Viðreisnar sem var haldið í mars á þessu ári. Þá höfðum við á þinginu verið að ræða hvernig við ætluðum að móta hinsegin stefnu flokksins, hvaða markmið við ætluðum að setja í jafnréttisbaráttunni og þar fram eftir götum,” segir Kjartan í viðtali á Babl.is.

Þó baráttan fyrir jafnrétti sé að sjálfsögðu fúlasta alvara þá má ekki gleyma gleðinni. ,,Þó ReisVið ætli að beina sjónum að stjórnmálalegum hliðum hinsegin málanna þá er líka gleði. Varnarþing félagsins er til dæmis staðsett á Kiki og stofnfundur félagsins var haldinn í karókí herbergi Rokksafnsins.”

,,Ég hlakka rosalega til að vinna í ReisVið og er mjög heppinn að vinna með yndislega fólkinu sem er þar,” en formaður félagsins er Gulli Kristmundsson og opinber dramadrottning ReisVið er María Rut Kristinsdóttir. ,,Okkur hlakkar öll til að leggja okkar á vogarskálarnar í baráttu hinsegin fólks.”

En hvað ætlar ReisVið að leggja til málanna?

,,Við ætlum til dæmis að berjast fyrir einu af stefnumálum Viðreisnar sem er að koma hinsegin fræðslu inn í skólakerfið. Það þarf líka að bæta verulega úr löggjöf um hinsegin fólk.” Nefnir Kjartan sem dæmi stöðu intersex fólks á Íslandi og umdeilda heimild lækna og foreldra til að ákveða hvors kyns intersex börn eiga að vera þegar þau fæðast.

Samkvæmt mælingum ILGA (International Lesbian, Gay, Bisexual, Trans and Intersex Association) mælist Ísland aðeins með 13% af löggjöf sem tryggir réttindi hinsegin fólks. ,,Við erum komin ágætlega langt félagslega séð en við erum ekki að standa okkur á lagalegu hliðinni. Þessvegna er mikið sóknarfæri að hafa hinseginfélag innan stjórnmálaflokks sem getur verið í nánum samskiptum við löggjafa, ráðherra og fulltrúa á sveitastjórnarstigi.”

Annað dæmi um umdeilda löggjöf um réttindi hinsegin fólks er svo blóðgjöf homma sem hefur lengi vel verið bönnuð á Íslandi. Hinsvegar segir í Farsóttafréttum, tímariti sem Landlæknir gefur út, að Sóttvarnarlæknir hyggst leyfa hommum að gefa blóð gegn því að þeir stundi ekki kynlíf í sex mánuði en slík krafa myndi sumum þykja óraunhæf, allavega fyrir suma homma. Ástæðan fyrir kröfu um kynlífsbindindi væri sú að minnka áhættu á HIV og lifrabólgu B og C smiti með blóðgjöf.

Fyrir utan það eru málefni hinsegin eldri borgara áhersluatriði hjá ReisVið. ,,Við héldum umræðufund um þau málefni um daginn, en félagsmaður frá Samtökunum ‘78 sem er mjög fróður um málefni hinsegin eldri borgara kom og hélt fyrirlestur.” Kjartan segir að það sé mikilvægt að vinna náið með Samtökunum ‘78 enda mikið sameiginlegt með markmiðum og starfsemi.

,,Þessi samtök eru hornsteinn jafnréttisbaráttu hinsegin fólks. Þau hafa náð að sýna fram á að hugtakið hinsegin er risa stór regnhlíf og undir henni er mjög fjölbreyttur hópur.”

Samtökin ‘78 hafa líka barist fyrir sæti að borði ákvarðana löggjafans um hinsegin fólk, undir slagorðinu ,,ekkert um okkur án okkar”.

Kjartani finnst mikilvægt að til séu óháð samtök til að berjast fyrir réttindum hinsegin fólks. ,,Samtökin ‘78 eru opin öllum félagsmönnum og krefjast ekki ákveðina stjórnmálaskoðana.”

En eins og áður sagði ætlar ReisVið að nota stöðu sína innan stjórnmálaflokks vel. Það verður eflaust áhugavert að mæta á næsta varnarþing félagsins á Kiki!

Greinin birtist á Babl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum

Hún segir þetta vera „náttúrulegt Ozempic“ og margir eiga það nú þegar í eldhússkápnum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á