fbpx
Miðvikudagur 16.janúar 2019
Fókus

Þau voru einu sinni pör

Fókus
Föstudaginn 12. október 2018 22:00

Ásgeir Kolbeins og Sunna Elvira

Ásgeir Kolbeinsson var um árabil einn heitasti piparsveinn landsins. Það þótti því ætíð fréttnæmt þegar „dýrið var tamið“ eins og kom svo snyrtilega fram í umfjöllun Vísis í febrúar 2011. Þá hafði ungur laganemi, Sunna Elvíra Þorkelsdóttir, nælt sér í goðið. Samband þeirra varði þó aðeins í skamma hríð. Eins og frægt varð fór umfjöllun um alvarlegt slys Sunnu Elvíru og eftirmála þess sem eldur í sinu um íslenskt samfélag í byrjun árs.

Ásgeir Kolbeins og Sunna Elvía

Margrét Erla Maack og Kristinn Hrafnsson

Fjölmiðla- og kabarettkonan Margrét Erla Maack var um tíma í sambandi við fjölmiðlamanninn Kristin Hrafnsson. Talsverður aldursmunur er á parinu, rúmlega 20 ár, en á móti kemur að þetta baráttufólk á margt sameiginlegt. Margrét hefur gert sig gildandi í metoo-umræðunni undanfarin misseri og greint frá áreiti sem hún hefur orðið fyrir sem skemmtikraftur. Á dögunum var síðan greint frá því að Kristinn væri tekinn við sem ritstjóri Wikileaks.

Margrét Erla Maack
Kristinn Hrafnsson

Sólmundur Hólm og Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Um tíma voru grínistinn Sóli Hólm og fegurðardrottningin Unnur Birna par. Barátta Sóla og sigur hans á krabbameini vöktu mikla athygli fyrir nokkru en síðan þá hefur grínistinn gert það gott sem sjónvarps- og útvarpsmaður auk þess sem uppistandssýningar hans hafa slegið í gegn. Unnur Birna hefur haldið sig frá sviðsljósinu undanfarin ár en gerir það gott í réttarsölum landsins sem útsjónarsamur lögfræðingur.

Sólmundur Hólm
Unnur Birna Vilhjálmsdóttir

Katrín Jakobsdóttir og Davíð Þór Jónsson

Katrín og Davíð voru sambandi í um sjö ár ár og bjuggu saman um tíma. Ástin kviknaði í sjónvarpsþættinum Gettu betur en þar var Davíð Þór spyrill en Katrín stigavörður. Davíð Þór hefur sjálfur látið hafa eftir sér að Katrín hafi gefist upp á honum vegna þeirrar staðreyndar að hann var fársjúkur alkóhólisti á þessum árum. Síðan þá hafa bæði tvö blómstrað á nýjum vettvangi. Katrín sem forsætisráðherra þjóðarinnar en Davíð Þór sem vinsæll prestur í Vesturbænum.

Davíð Þór Jónsson
Katrín Jakobsdóttir,

Engilbert Jensen og Ragnhildur Gísladóttir

Engilbert og Ragga voru par um tíma á síðari hluta áttunda áratugarins. Engilbert var þá þjóðþekktur tónlistarmaður, sérstaklega fyrir sitt framlagt til hljómsveitanna Hljóma, Óðmanna, Tilveru, Trúbrots og Ðe lónlí blú bojs. Á þessum árum var Ragga að stíga sín fyrstu skref sem söngkona, bæði á eigin vegum en einnig með hljómsveitinni Lummurnar. Óþarfi er síðan að rekja feril hennar enda er Ragga ein dáðasta tónlistarkona Íslands. Hún og Engilbert eignuðust dóttur árið 1977.

Ragnhildur Gísladóttir
Engilbert Jensen
Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti

John Legend fagnar fertugsafmæli – 007 þema, rúllettuborð og læti
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun

Michael J. Fox fær sitt fyrsta flúr og greiðir fyrir með frægum leikmun
Fókus
Í gær

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar

Sunna selur slotið – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!

Dagatal írsku bændanna er allt sem þú þarft!
Fókus
Í gær

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“

Stella Blómkvist seld til AMC – „Sannar enn og aftur gæði íslensks sjónvarpsefnis og árangur þess á erlendum mörkuðum“
Fókus
Í gær

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins

Tónlistarverðlaun Reykjavík Grapewine – Ólafur Arnalds listamaður ársins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tvífarar og grínistar

Tvífarar og grínistar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk

Daði Freyr og Berglind Alda sjá um Verksmiðjan – Nýsköpunarkeppni fyrir ungt fólk