fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Heiða Rún lýsir mögnuðu augnabliki sem breytti öllu: „Ég settist niður og fór að gráta“

Auður Ösp
Föstudaginn 12. október 2018 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heiða Rún Sigurðardóttir leikkona, eða Heida Reed, hefur notið mikillar velgengni undanfarin misseri en hún fór með eitt aðalhlutverkanna í bresku þáttaröðinni Poldark og mun fljótlega stíga sín fyrsu skref á sviði á West End. Í viðtali við Daily Mail nú á dögunum rifjar hún upp sérstaka upplifun sem hún varð fyrir árið 2013.

Heiða lærði leiklist í Drama Centre í London og bjó áfram í borginni eftir að hún útskrifaðist árið 2010. Það var ekki alltaf dans á rósum að vera leikari í London enda samkeppnin yfirþyrmandi.

Heiða Rún í hlutverki sínu í þáttaröðinni Poldark

„Fyrir fimm árum gekk ég í gegnum erfiða tíma í London – það gekk ekki vel hjá mér – og ég fékk skyndilega löngun í að leita aftur til uppruna míns,“segir Heiða í viðtalinu en hún hafði þá verið búsett erlendis frá 18 ára aldri.

Heiða fékk hlutverk í íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Hraunið og flaug hingað til lands til að vera við tökur. Þættirnir voru teknir upp á Vesturlandi, í nálægð við einstaka náttúrufegurð svo ekki sé minnst á hin heillandi og kyngimagnaða Snæfellsjökul, sem margir telja að sé ein hreinasta orkustöð jarðar.

Einn daginn, þegar  Heiða var í hlaupatúr við sjóinn fann hún skyndilega fyrir undarlegri tilfinningu.

„Ég settist niður og fór að gráta. Ég var svo gagntekin af fegurð staðarins og svo þakklát fyrir því að vera frjáls, þakklát fyrir uppruna minn og fyrir að geta náð þessari tengingu á þessu tiltekna augnabliki.

Ég dvaldi á Íslandi í nokkra mánuði og það var eins og það voru einhvers konar umbreyting ætti sér stað.  Ég var búin að vera svo lengi í burtu frá Íslandi að ég hafði algjörlega misst tengslin,“

segir Heiða jafnframt en óhætt er að segja að þarna hafi orðið straumhvörf á ferli hennar.

„Tveimur mánuðum síðar fór ég aftur til London og fékk hlutverkið í Poldark.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki