fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Fann besta vin sinn úti á götu þremur árum eftir að hann hvarf – Sjáðu augnablikið þegar vinirnir sameinuðust aftur

Fókus
Fimmtudaginn 11. október 2018 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki að ástæðulausu að hundar eru stundum kallaðir bestu vinir mannsins. Sú er að minnsta kosti raunin í tilviki Giorgi Bereziani, 62 ára Georgíumanns í höfuðborginni Tblisi.

Árið 2015 strauk hundurinn hans Jorge og þrátt fyrir mikla leit á götum borgarinnar fann Giorgi hann ekki. Hann hafði ítrekað gengið um stræti borgarinnar í þeirri von að finna hann, en allt kom fyrir ekki.

Það var svo á dögunum að Giorgi fékk símtal frá starfsmanni óperuhúss í borginni þess efnis að hundur, sem líktist hundinum hans Giorgi, væri skammt frá. Hafði starfsmaðurinn séð auglýsingu úti á götu þar sem lýst var eftir Jorge.

Giorgi fór á vettvang og viti menn, Jorge lá upp við tré og þegar Giorgi kallaði á hann var hann ekki lengi að átta sig á því að þarna væri eigandinn kominn, hans besti vinur Giorgi.

Óhætt er að segja að miklir fagnaðarfundir hafi orðið í kjölfarið. Jorge lét vel í sér heyra þegar og átti augljóslega erfitt með að leyna ánægju sinni þegar hann komst aftur í traustar hendur Giorgi. Nú er Jorge kominn aftur heim og mun hann eflaust passa sig að fara ekki langt frá eiganda sínum aftur.

Síðar kom í ljós að Jorge hafði verið handsamaður af dýraeftirlitsaðilum. Þeir mátu sem svo að almenningi stafaði engin ógn af honum og var honum því sleppt út á götu eftir að hafa verið bólusettur. Jorge var við ágæta heilsu þegar hann fannst.

Myndbandið má sjá í heild sinni hér að neðan og er óhætt að segja að margir hundavinir hafi fellt tár við að sjá það. Þeir vinirnir hittast aftur þegar um 1:50 mínútur eru liðnar af myndbandinu.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af