fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Tsjajkovskíj og Shostakovitsj í beinu streymi

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands á morgun hljómar fiðlukonsert Tsjajkovskíjs í flutningi japönsku fiðlustjörnunnar Sayaka Shoji.

Árið 1999 varð hún yngsti sigurvegari í sögu Paganini-keppninnar og hefur átt farsælan feril allar götur síðan. Á tónleikunum hljómar einnig Sinfónía nr. 10 eftir Shostakovitsj undir stjórn finnska hljómsveitarstjórans Klaus Mäkelä sem er einn eftirtektarverðasti hljómsveitarstjóri Norðurlanda um þessar mundir.

Einungis örfáir miðar eru eftir á tónleikana. Enginn þarf þó að missa af þessum frábæru tónleikum þar sem þeir verða sendir út í beinu myndstreymi á sinfonia.is og á Facebook-síðu hljómsveitarinnar ásamt því að vera útvarpað í beinni á Rás 1.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af