fbpx
Miðvikudagur 20.febrúar 2019
Fókus

Peter Jackson var 4 ár að lita þessi myndbrot úr fyrri heimsstyrjöldinni – Útkoman er stórkostleg

Fókus
Miðvikudaginn 10. október 2018 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Peter Jackson, leikstjóri Lord of the Rings-myndanna, hefur undanfarin fjögur ár unnið að því að gæða gömul myndbrot af breskum hermönnum í fyrri heimsstyrjöldinni nýju lífi.

Óhætt er að segja að útkoman sé ekkert minna en stórkostleg og fáum við algjörlega nýja sýn á styrjöldina sem stóð yfir frá árinu 1914 til 1918.

Jackson fór yfir hundruð myndbanda sem til eru á Imperial War-safninu í Bretlandi. Verkefnið var býsna tímafrekt enda gömlu myndböndin svarthvít með litlum gæðum. Myndböndin voru færð í lit, þau hreinsuð og má segja að gæðin séu eins og best verður á kosið.

Myndbönd Peters, sem munu birtast í heimildarmynd um fyrri heimsstyrjöldina, verða frumsýnd í BFI Southbank-kvikmyndahátíðinni í London á morgun. Þar mun Peter sjálfur sitja fyrir svörum. Myndin sem um ræðir er 90 mínútur og þar verða meðal annars sýnd viðtöl við hermenn úr fyrri heimsstyrjöldinni sem tekin voru árið 1964.

Fókus
Á Fókus finnur þú umfjöllun um fólk, bæði í fréttamolum og styttri og lengri viðtölum, Tímavélina, umfjöllun um menningu: bækur, kvikmyndir og sjónvarp, leiklist, tónlist og tónleika, viðburði,
próf, gjafaleiki og fleira. Ert þú með ábendingar, hugmyndir eða efni fyrir Fókus, upplýsingar um viðburði, eða annað? Sendu okkur þá línu á fokus@fokus.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Alda Karen gengin út
Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“

Helga Möller sviptir hulunni af sínu vinsælasta lagi: „Þetta er náttúrulega bara klámtexti“
Fókus
Í gær

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við

Rosana er Bom Dia-konan – Varð ástfangin af Íslandi út af Nígeríusvindlara – Reyndi að vara Jón Gnarr við
Fókus
Í gær

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið

Vinsælasta YouTube-stjarna heims gerist Íslandsvinur: „Vá hvað þetta er flott útsýni… nei, gleymið þessu“ – Sjáðu myndbandið
Fókus
Í gær

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur

Íslandi spáð 12. sæti í Eurovision: Rússinn sem tapaði talinn sigurstranglegastur