fbpx
Fókus

Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll – Stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 15:30

Landbúnaðartækin streyma á Landbúnaðarsýninguna.
Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. – 14. október. Síðasta stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni árið 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.

„Þetta verður stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar um 100 sýningaaðilar pantað bása bæði á úti- og innisvæði og allt uppselt,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

 
Að sögn Ólafs kemur mest á óvart hversu fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Íslandi: „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá íslenskum býlum heldur stunda bændur ferðaþjónustu í æ meira mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað og allt verður þetta kynnt á sýningunni. Það verður ekki bara hægt að smakka og kynnast nýjungum í íslenskri matvælaframleiðslu heldur líka nýjustu tækjum og tólum og ýmsu fleiru. Og svo verður afar áhugaverð fyrirlestradagskrá.“
 
Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður opin á föstudag 12. október kl. 14-19, laugardag 13. október kl. 10-18 og sunnudag 14. október kl. 10-17. Miðar gilda alla helgina og verð er aðeins 1.000 kr. og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Ragna Gestsdóttir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“

„Frekar spænska ríkið sem ætti að krefja mig um að borga skatt hér, en ekki íslenska ríkið að banna mér að borga skatta heima ef ég bý ekki þar“
Fókus
Í gær

Hafþór og Kelsey opinbera hjónabandið – Sjáðu myndina

Hafþór og Kelsey opinbera hjónabandið – Sjáðu myndina
Fókus
Í gær

Kristinn missti bróður sinn í flugslysi – Íhugaði að taka eigið líf

Kristinn missti bróður sinn í flugslysi – Íhugaði að taka eigið líf
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu

Sara Riel opnar einkasýningu á laugardag – Freistar þess að treysta innsæinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leikur – Við gefum SOSO salt

Leikur – Við gefum SOSO salt