fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Íslenskur landbúnaður í Laugardalshöll – Stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 15:30

Landbúnaðartækin streyma á Landbúnaðarsýninguna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stórsýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður haldin í Laugardalshöll 12. – 14. október. Síðasta stóra landbúnaðarsýning var haldin í Höllinni árið 1968 eða fyrir 50 árum. Sú sýning var einstaklega vel sótt af borgarbúum og bændum.

„Þetta verður stærsta landbúnaðarsýning sem haldin hefur verið í Höllinni og hafa þegar um 100 sýningaaðilar pantað bása bæði á úti- og innisvæði og allt uppselt,“ segir Ólafur M. Jóhannesson framkvæmdastjóri sýningarinnar.

 
Að sögn Ólafs kemur mest á óvart hversu fjölbreyttur landbúnaður er stundaður á Íslandi: „Það eru ekki bara okkar fjölbreyttu og hreinu matvæli sem streyma frá íslenskum býlum heldur stunda bændur ferðaþjónustu í æ meira mæli og líka skógrækt, orkuframleiðslu og hvers kyns heimilisiðnað og allt verður þetta kynnt á sýningunni. Það verður ekki bara hægt að smakka og kynnast nýjungum í íslenskri matvælaframleiðslu heldur líka nýjustu tækjum og tólum og ýmsu fleiru. Og svo verður afar áhugaverð fyrirlestradagskrá.“
 
Sýningin Íslenskur landbúnaður 2018 verður opin á föstudag 12. október kl. 14-19, laugardag 13. október kl. 10-18 og sunnudag 14. október kl. 10-17. Miðar gilda alla helgina og verð er aðeins 1.000 kr. og frítt fyrir aldraða, öryrkja, námsmenn og börn yngri en 12 ára í fylgd með fullorðnum.
Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“