fbpx
Sunnudagur 17.febrúar 2019
Fókus

Gerður flytur 7 tonn af kynlífsjóladagatölum til landsins

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 16:00

Mynd: Theódór Magnússon.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush selur núna fjórða árið í röð dagatöl fyrir jólin. Tvö dagatöl eru í boði og eru þau eingöngu seld í forsölu.

Mynd: Theódór Magnússon.

„Þetta eru í kringum 2000 dagatöl,“ segir Gerður, „sirka 500 eru þegar seld en forsalan byrjaði fyrir tveimur dögum.

Magnið er talsvert og þyngdin líka, eða um 7 tonn. „Ég held að þetta sé stærsti einstaki innflutningur á kynlífstækjum til landsins,“ segir Gerður.

Í fyrra flutti hún inn og seldi 1300 dagatöl, sem voru um 4 tonn. „Dagatölin seldust öll upp löngu fyrir jól, í lok október og margir sem náðu ekki að festa sér kaup á dagatali. Við hefðum getað selt miklu meira í fyrra en við gerðum.“

Bæði dagatölin koma í takmörkuðu magni og eru eingöngu seld í forsölu. „50 shades er veglegra og meira af vörum í því. Hitt er meira nuddolíur, smokkar, sleipiefni, líka titrarar og svona, en 50 shades er mun veglegra enda dýrara.“

Dagatölin eru hugsuð fyrir pör: „Þannig að það eru aðallega pör sem eru að kaupa dagatölin til að krydda upp á hversdagsleikann í desember og minna sig á að viðhalda góðu og fjölbreyttu kynlífi í amstri dagsins í desember.“

„Heildsalinn minn úti trúir varla að þetta litla land sé að panta þetta magn. Í fyrra seldum við eina tegund og 1300 eintök og það var 10% af framleiðslunni hans fyrir allan heiminn.“

Eins og áður eru dagatölin í ár 2000 og vonast Gerður til að þau seljist öll. „Nú er bara að vona að þeir sem misstu af dagatölum í fyrra verði fyrr á ferðinni í ár.“

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld

Öll tíst á einum stað: Ekki missa af einni mínútu í kvöld
Fókus
Í gær

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?

Seinni undanúrslit söngvakeppninnar í kvöld – Hvert er þitt uppáhald?
Fókus
Fyrir 2 dögum

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip

DV Tónlist kl. 13: Dj flugvél og geimskip
Fókus
Fyrir 2 dögum

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“

Spennt og stressuð fyrir Söngvakeppninni: „Sköpun hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni

Bíóhornið: Vesalings elskendur og vegleg vélmenni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“

Edda Björgvins birtir goðsagnakennt myndband: „Á sunnudögum erum við oftast með smyglað“