fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Breski grínistinn Jimmy Carr á leið til landsins – „Ég hef aldrei beðist afsökunar á bröndurunum“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 10. október 2018 08:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski grínistinn Jimmy Carr er orðinn að lifandi goðsögn í heimalandi sínu og Bandaríkjunum og hann túrar stanslaust. Hann kemur nú aftur til Íslands með sýninguna The Ultimate, Gold, Greatest Hits World Tour og flytur hana 26. janúar í Hofi og 27. janúar í Háskólabíói.

Forsala hefst í dag kl. 10 og almenn sala á morgun kl. 12 á Tix.is.

Í þessari nýju sýningu hefur hann safnað sama bestu bröndurunum frá öllum ferlinum og blandað þeim saman við splunkunýtt efni.

„Ég hef aldrei beðist afsökunar á bröndurunum mínum. Ég hef kannski sagt: mér þykir leitt að ég hafi móðgað einhvern, en þetta var brandari! Það besta sem ég veit er að heyra fólk hlæja um leið og þau taka andköf þegar þau fatta að þau ættu ekki að vera að hlæja að þessu,“ segir Jimmy.

Jimmy er þekktur fyrir svartan húmor og einstakan hlátur. Hann hefur verið í bransanum í yfir 20 ár, farið á níu uppselda heimstúra og komið fram fyrir rúmlega tvær milljónir manna í fjórum heimsálfum. Jimmy vann British Comedy verðlaunin fyrir besta uppistands túrinn og var tilnefndur til Perrier verðlauna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“