fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Lífið í borginni sem bannaði bíla – „Algjör paradís“

Fókus
Þriðjudaginn 18. september 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Áður en að ég varð borgarstjóri fóru fjórtán þúsund bílar um þessa götu á hverjum degi – fleiri bílar en íbúarnir sem hér búa,“ segir Miguel Anxo Fernández Lores, borgarstjóri Pontevedra í Galisíu á Norðvestur-Spáni.

Nokkuð er liðið síðan borgaryfirvöld bönnuðu alla bílaumferð í miðborginni og hefur það reynst vel, að sögn þeirra sem breska blaðið Guardian ræddi við. Íbúar Pontevedra eru rúmlega 80 þúsund og hefur Miguel verið borgarstjóri frá árinu 1999. Óhætt er að segja að hann hafi verið fljótur að koma sinni hugmyndafræði á framfæri, að minnsta kosti hvað varðar samgöngumál í borginni. Hugmyndafræði hans er í raun einföld og er í grunninn þessi: Það að eiga bíl gefur þér ekki rétt á að taka frá svæði sem er í almenningseigu.

Miðborgin var steindauð

Miguel varð borgarstjóri eftir tólf ár í stjórnarandstöðu og innan fyrsta mánaðarins í embætti hafði hann breytt nær öllum umferðargötum í miðborginni í göngugötur. *

„Miðborgin var steindauð. Hér var allt morandi í eiturlyfjum og allt fullt af bílum – þetta var jaðarsvæði í borginni. Borgin var á hraðri niðurleið, mengun var mikil og umferðarslys voru tíð. Borgin var stöðnuð og flestir þeir sem gátu flutt burt gerðu það. Þannig að við ákváðum að taka almenningssvæðin til baka – í þágu fólksins – og til að gera þetta ákváðum við að losa okkur við bílana.“

Jákvæðar afleiðingar

Miguel segir að auk þess að loka bílastæðum og götum í miðborginni fyrir bílaumferð hafi verið byggð bílastæðahús neðanjarðar, utan við miðborgina. Umferðarljós hurfu smátt og smátt í skiptum fyrir hringtorg á svæðum þar sem bílaumferð er enn leyfð en hámarkshraði var lækkaður verulega, eða í 30 kílómetra á klukkustund.

Þessi breyting hefur haft margt jákvætt í för með sér. Á einni götu í borginni létust 30 manns í umferðarslysum á árunum 1996 til 2006 en næstu tíu árin þar á eftir, til 2016, hafa þrír látist og enginn frá árinu 2009. Loftgæði borgarinnar hafa einnig batnað til muna og hefur koltvísýringslosun minnkað um 70 prósent. Og það sem meira er þá hefur íbúum í miðborginni fjölgað um 12 þúsund, öfugt við þá fækkun sem hefur átt sér stað í bæjum og borgum í nágrenninu.

Ekki þarf að koma á óvart að til eru þeir sem eru ósáttir við þetta fyrirkomulag. Miguel segir að sumir telji það til sjálfsagðra réttinda að geta komist allra sinna ferða á bíl en hann vill sjálfur meina að fólk sé að kalla eftir ákveðnum forréttindum.

Frábær staður fyrir börn

En hvað segja íbúar um þetta fyrirkomulag? Blaðamaður Guardian ræddi við nokkra íbúa sem höfðu þetta að segja.

„Helsta vandamálið er á morgnana á þeim götum þar sem umferð er leyfð. Það geta myndast miklar umferðartafir,“ segir Ramiro Armesto og bætir við að stundum þurfi að ganga lengi til að komast á áfangastað frá bílastæðahúsunum í útjaðri miðborgarinnar. „En á móti kemur þá hef ég búið í borgum eins og Valencia og Toledo og af þeim borgum er auðveldast að búa í Pontevedra.

Raquel García segir: „Ég hef búið í Madrid og fleiri borgum og fyrir mig er þetta algjör paradís. Þó það sé rigning þá labba ég alltaf. Það er líka frábært að vera með börn hérna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki