fbpx
Fókus

Útlendingar kvarta yfir því að Íslendingar prumpi og ropi á almannafæri

Fókus
Miðvikudaginn 5. september 2018 12:48

Íslendingar eru margir hverjir með þann slæma ávana að prumpa og ropa á almannafæri og það án þess að skammast sín nokkuð. Þetta er meðal þess sem má lesa út úr fjörugum umræðum sem hafa skapast í Facebook-hópnum Away From Home – Living in Iceland.

Málshefjandi umræðunnar spyr einfaldlega hvers vegna Íslendingar prumpi hátt og snjallt í vitna viðurvist án þess að hika. Spyr hann hvort þetta sé einfaldlega hluti af íslenskri menningu. Tæplega tuttugu þúsund manns eru í hópnum og síðan þráðurinn var settur inn í gær hafa fjölmargir lagt orð í belg.

Vill ekki dæma Íslendinga

Einn þátttakandi í umræðunni, sem er íslenskur ef marka má nafnið hans, segir að það sé vissulega hluti af eðlilegri líkamsstarfsemi að losa loft. Annar Íslendingur í hópnum segir að gamalt fólk geri þetta og hann sjálfur stundum – þegar hann vill grínast í félögunum.

Einn, Luis að nafni, bendir á að þó það lýsi ekki beint kurteisi að prumpa og ropa á almannafæri ætti enginn að dæma ef einhver gerir það. „Þetta er eðlilegt á Íslandi og við ættum ekki að dæma neinn. Þeir (Íslendingarnir) samþykkja okkur sem eitt af þeim og við búum í þeirra landi.“

via GIPHY

Eðlilegt út af legu Íslands?

Ung kona af erlendum uppruna sem virðist vera búsett á Íslandi segir að enginn sé að fella dóm. Staðreyndin sé sú að þetta sé eitthvað sem fáir höfðu vanist áður en þeir fluttu til Íslands. „En þetta er kannski ekkert skrýtið því þetta land er svo einangrað frá öllum hinum.“

Ung íslensk kona leggur orð í belg og svarar þessu. Hún segir að það sé skrýtið að halda því fram að Íslendingar prumpi og ropi á almannafæri vegna þess hversu einangruð við erum. „Hefurðu komið til Indlands? Öll líkamshljóð eru litin jákvæðari augum þar! Þetta er misjafnt milli landa. Þetta er ekki eitthvað sem telst eðlilegt að gera á almannafæri en þar sem þetta er fullkomlega náttúrulegt og eðlilegt þá skilur fólk að maður þarf stundum að losa loft úr líkamanum.“

Ropararnir síst skárri

Kona af erlendum uppruna blandar sér svo í umræðuna og segist aldrei hafa orðið vitni að því að einhver prumpi hátt á almannafæri.

„En ég hef hitt nokkra ropara“ segir hún og bætir við að þetta hafi gerst á veitingahúsum hér á landi. Hún segir að það að ropa hátt og snjallt á veitingastað sé dónaskapur. „Ég meina, það er fólk að borða við hliðina á þér. Hafðu hljótt, í guðanna bænum. Þetta er ógeðslegt!“

Ljóst er af umræðunum að það togast á tvö meginatriði þegar kemur að því að ropa og prumpa á almannafæri. Annars vegar virðingin fyrir náunganum, þá lyktin sem stundum fylgir, og svo heilsusjónarmið þess sem prumpar. Ein ung kona bendir á að við ættum að hætta að skammast í þeim sem prumpa á almannafæri. „Það er mjög óhollt að halda prumpinu inni. Þú prumpar og segir afsakið. Það er líka eðlilegt að ropa. Af hverju skömmumst við í fólki fyrir að gera eitthvað sem er fullkomlega eðlilegt?“

Svo eru einhverjir sem benda á þetta sé eitthvað sem tíðkast víða og einskorðast ekki við Ísland. Eru það einna helst Íslendingar sem taka upp hanskann fyrir landa sína.

„Fólk gerir þetta ekki undir venjulegum kringumstæðum þó þú hafir kannski rekist á einhverja dóna sem gera þetta. Eða að einhver hafi prumpað óvart. Ég er viss um að þú getir fundið fólk sem hefur enga mannasiði allsstaðar.“

via GIPHY

Fókus
Fókus er fyrir fólk sem kýs litla flokka, fólk sem kýs stóra flokka, fólk sem fílar hunda betur en ketti, ketti betur en hunda, páfagauka betur en fiska, fiska betur en allt annað á jörðinni. Fókus er fyrir fólk með fléttur, fólk sem á of mikið af jakkafötum, fólk sem langar í fleiri jakkaföt, fólk sem borar í nefið þegar það heldur að enginn sjái til. Fókus er fyrir fólk sem þarf gleraugu og líka fyrir fólkið sem sér alltaf allt í fókus. Fókus er fyrir þig.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 21 klukkutímum

Móðir annars piltsins sem var myrtur í Glerá: „Ég hef aldrei borið kala til Ara“

Móðir annars piltsins sem var myrtur í Glerá: „Ég hef aldrei borið kala til Ara“
Fókus
Fyrir 22 klukkutímum

Haustmarkaður og stemning í Árbæ á sunnudag

Haustmarkaður og stemning í Árbæ á sunnudag
Fókus
Í gær

Stephen King mælir með Þrír dagar og eitt líf

Stephen King mælir með Þrír dagar og eitt líf
Fókus
Í gær

Svona læra konur að verja sig fyrir ofbeldismönnum: „Ég held að flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim“

Svona læra konur að verja sig fyrir ofbeldismönnum: „Ég held að flestir karlmenn yrðu smeykir við að mæta þeim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Grínamman María stígur á stokk með burlesque uppistand

Grínamman María stígur á stokk með burlesque uppistand
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Sólveigar var myrtur – „Þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á samviskunni“

Sonur Sólveigar var myrtur – „Þetta fólk hefur örugglega verið mjög hrætt alla ævi, að vera með morð á samviskunni“