fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Tekst ófrísk á við krabbamein – „Fjölskyldan er að ganga í gegnum erfitt tímabil og þarf á stuðningi og aðstoð að halda“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 20. ágúst 2018 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Thelma Rut Svansdóttir stendur næsta laugardag fyrir styrktarviðburði í Sporthúsinu. Þar verður safnað fyrir Fanney vinkonu hennar, sem gengst nú undir krabbameinsmeðferð, gengin 23 vikur á leið með sitt annað barn.

Í júlí síðastliðnum fékk parið Ragnar Snær og Fanney bestu og verstu fréttir lífs þeirra með stuttu millibili, þau fóru í mæðraskoðun og fengu að vita að þau ættu von á syni og dóttir þeirra var spennt að verða stóra systir. Stuttu seinna var hringt í þau og þau kölluð í viðtal, Fanney var greind með leghálskrabbamein. Þrátt fyrir að hafa samviskulega og reglulega mætt í krabbameinsskoðanir var eins og frumubreytingar hefðu algerlega yfirsést í þeim skoðunum og meinið því komið lengra en ella  og líf bæði móður og barns í hættu. „Þetta þýðir að meinið er talsvert lengra komið en vonir stóðu til og nú er staðan bara það alvarleg að þetta snýst ekki bara um að reyna að bjarga barninu, heldur er líf Fanneyjar einnig í mikilli hættu. Meinið er komið á það stig að það er ekki lengur skurðtækt, sem þýðir að það þarf að hefja lyfjameðferð um leið og hún kemst að,“ skrifar Ragnar Snær í Facebook færslu, sem vakið hefur mikla athygli og viðbrögð.

Ræktarfjölskyldan verður önnur fjölskyldan þín

„Mér varð fljótlega ljóst að þetta yrði erfitt fyrir fjölskylduna, þau eiga þriggja ára gamla dóttur fyrir. Ég fór strax að hugsa hvað ég gæti gert til þess að sýna þeim stuðning og hjálpa þeim í gegnum þetta, eitthvað meira en að vera til staðar,“ segir Thelma Rut í samtali við DV. „Það fyrsta sem mér datt í hug var að tala við hann Robba sem er þjálfari í Boot Camp Sporthúsinu, ég og Fanney byrjuðum saman í BootCamp fyrir sirka þremur árum síðan þegar BootCamp flutti í Sporthúsið og við höfum verið að æfa saman í Sporthúsinu í að verða níu ár núna. En það sem er svo frábært við BootCamp er það að þetta verður eins og önnur fjölskyldan þín, það á líka við um Sporthúsið. En það þurfti ekki nema eitt símtal í Robba, ég spurði hvort við gætum ekki haldið styrktaræfingu fyrir þau og svarið sem ég fékk var „ekki spurning.“ Ég mæti svo á æfingu nokkrum dögum seinna þá er Robbi búinn að setjast niður með hinum BootCamp þjálfurunum og búinn að fá Sporthúsið og CrossFit sport til að taka þátt í þessu með okkur.“

Fanney byrjuð í lyfjameðferð

Fanney hóf sína fyrstu lyfjameðferð í þar síðustu viku, þá komin 23 vikur á leið. Í færslu Ragnars Snæs talar hann um að fyrir meðferð hafi þegar verið rætt um áframhaldandi lyfjameðferð og geisla strax að meðgöngu lokinni, en áætlað er að taka son þeirra með keisara á 35.-39. viku meðgöngu. „Ómögulegt að segja til um núna hvernig það mun ganga og vonandi þarf ekki að grípa inn í mikið fyrr. Við trúum bara að það blessist og ég vona, veit og trúi að ástirnar mínar komi sterkari út úr þessu öllu saman,“ segir Ragnar Snær í færslunni.

„Það er því ljóst að fjölskyldan er að ganga í gegnum erfitt tímabil og þarf á stuðningi og aðstoð að halda. Þau eru sjálf mjög opin með veikindin og þakklát fyrir allan þann stuðning sem þeim er veittur. Við viljum stíga upp og leggja okkar af mörkum í þessari baráttu með það markmið að hjálpa þeim að sigrast á þessu meini,“ segir Thelma Rut.

Fjöldi stöðva, skemmtileg dagskrá og allir velkomnir á viðburðinn

Styrktarviðburðurinn verður sem fyrr segir næsta laugardag frá kl. 9-12. Skemmtileg dagskrá verður í boði með fjörugum stöðvum þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi:
• 5km skemmtihlaup með tímatöku
• Hetjuáskorun í boði Boot Camp
• Nýtt „stelpu-WOD“ sem Crossfit Sport semur sérstaklega fyrir Fanney
• Útileikir fyrir krakkana
• Léttar og skemmtilegar þrautir sem hægt er að spreyta sig á
• „Eiginkonukapphlaup“ – stuttur sprettur þar sem hlaupa þarf með eiginkonuna á herðunum

„Við hvetjum alla til að leggja fjölskyldunni lið en tekið verður á móti frjálsum framlögum. Einnig verður sölubás styrktur af Hámark, Powerade, Aquarius, Svala og fleirum þar sem salan rennur óskert til fjölskyldunnar,“ segir Thelma Rut, sem lætur vel af sér leiða aðra helgina í röð, en hún hljóp í maraþoninu á laugardag fyrir Kraft. „Ég hljóp í fyrsta skipti og safnaði um 133 þúsund krónum, eitthvað sem ég átti alls ekki von á. Alveg ómetanlegur stuðningur og gott að geta hjálpað þeim sem þurfa á hjálpinni að halda.“

Þeir sem komast ekki á styrktarviðburðinn geta styrkt fjölskylduna með því að leggja inn á reikning 0536-26-170487, kennitala 100387-2209.

Styrktarviðburður á Facebook.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Í gær

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall

Segir að meðlimur bresku konungsfjölskyldunnar hafi boðið henni í kynsvall
Fókus
Fyrir 2 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi

Einkaþjálfari Taylor Swift varpar ljósi á það sem hún gerir til að halda sér í formi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham

Kryddpíurnar með endurkomu í rosalegu fimmtugsafmæli Victoriu Beckham
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“