fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Elín Sif og stóra tækifærið: Varar afa sinn við afrakstrinum

Tómas Valgeirsson
Laugardaginn 18. ágúst 2018 15:00

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elín Sif Halldórsdóttir bíður spennt eftir frumsýningu kvikmyndarinnar Lof mér að falla. Þar fer hún með hlutverk Magneu, fimmtán ára stúlku sem flækist í veröld fíkniefna og undirheima. Þetta hlutverk hefur reynst Elínu gríðarleg áskorun og hefur hún varað afa sinn við því að horfa á lokaafraksturinn.

Þetta er brot úr helgarviðtali DV.

„Ég held að það sé gaman fyrir alla leikara að fá eitthvað krefjandi,“ segir Elín aðspurð hvernig viðbrögð hennar hafi verið þegar henni bauðst hlutverk Magneu. „En fyrir mig, þegar ég var að hugsa mig um, hvort ég ætti að þiggja hlutverkið, þá komu báðar raddirnar; já, þetta verður rosalega erfitt og ég er að fara að setja mitt andlit og minn líkama í Magneu í risastórri bíómynd. Slíkt er ekkert grín, enda er maður að fórna andliti sínu í einhvern tíma.

En á hinn bóginn var önnur rödd sem hugsaði: ég er aldrei að fara að afþakka þetta hlutverk. Mig langaði of mikið til þess að gera þetta. Það hjálpaði líka til hversu vel er talað um Baldvin og meira að segja var fullyrt við móður mína að ég væri í öruggum og góðum höndum hjá honum. Hún þurfti ekki að hafa miklar áhyggjur.“

Elín segir að það hafi einnig hjálpað gríðarlega að hafa Eyrúnu samferða sér í ferlinu, ekki síst vegna þess að hún hafði ekki heldur unnið við kvikmynd í fullri lengd eða tekið að sér svona stórt hlutverk. „Við áttum yfirleitt svipað erfiðar senur og gengum í gegnum þetta allt mjög samstíga. Við gátum alltaf leitað til hvor annarrar, það þótti mér mjög dýrmætt. Við munum alltaf eiga þetta mjög stóra verkefni saman. Þessa reynslu og minningarnar.“

„Svo farið þið í sleik núna, er það ekki í lagi?“

Samkvæmt tímalínunni var Elín ráðin á undan Eyrúnu, en hún segir að það hafi verið til þess að persónan Magnea gæti verið viðstödd hjá öllum þeim sem sóttust eftir hlutverki Stellu.

„Ég sat inni á öllum þeim prufum, til þess að geta skoðað kemistríuna á milli mín og tilvonandi Stellunnar. Baldvin vildi ekki ráða neina leikkonu í þetta sem mér hefði ekki fundist 100% þægilegt að vera í kringum. Hann sá eitthvað í Eyrúnu Björk sem honum fannst vera svipað mínu viðhorfi, útliti og eða hvernig ég tjái mig. Hann sá eitthvað sameiginlegt þarna,“ segir Elín.

Þegar Eyrún gekk fyrst inn í prufu kannaðist Elín samstundis við hana. Þær voru saman í grunnskóla og Eyrún er ári yngri, þrátt fyrir að persónan í myndinni sé þremur árum eldri en Magnea.

„Það var allt mjög fyndið þegar hún kom í prufuna og svo sagði Baldvin mjög vingjarnlega: Já, svo farið þið núna í sleik, er það ekki í lagi?“ En það var bara fallegt,“ segir Elín hress.

Jafnframt tekur Elín fram að heilmikið traust ríki á setti á milli leikstjórans og leikara hans. „Hér höfum við Baldvin, mann á fimmtugsaldri, en mér leið oft og tíðum eins og hann væri jafnaldri minn. Það er ekki lítil orka í honum og þú getur talað við hann um allt og hann er alltaf tilbúinn að ræða um allt í þaula áður en þú mætir á sett. Þú veist alltaf við hverju þarf að búast,“ segir hún.

„Ég hef reyndar ekki unnið með mörgum leikstjórum en miðað við það sem ég hef heyrt get ég skrifað undir að það er aldrei óþægilegt að vera með honum á setti. Mér fannst ég líka alltaf vita hvað hann vildi fá frá mér og út úr myndinni. Manni leið aldrei eins og einhverjum illa gerðum aukahlut á settinu, heldur fengum við að vera með í sköpunarferlinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 20 klukkutímum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið

Hjónabandsráðgjafi segir þetta merkið um að sambandið sé búið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á

Snorri vissi varla hvaðan á sig stóð veðrið þegar Sigmundur Davíð og Bergþór bönkuðu upp á
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?

Bikinímynd Kim Kardashian að athlægi – Sérð þú af hverju?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“

„Það er eiginlega mannréttindabrot að neita sjúklingum á Íslandi um þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana

Jenna Jameson að skilja – Braut mjög mikilvæga reglu sem eiginkonan setti fyrir hana