fbpx
Fókus

Rut bjó til hálsmen úr endajaxli og gaf kærastanum svo hann geti verið með hluta af henni á sér

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 17. ágúst 2018 20:00

Rut Hrafns Elvardóttir, laganemi, fór til tannlæknis í gær til að láta fjarlægja úr sér endajaxl. Eftir að aðgerðinni lauk ákvað Rut að fá að eiga jaxlinn og bað tannlækninn um að bora gat í gegnum hann miðjan. Því næst útbjó hún hálsmen fyrir kærastann sinn.

„Bjó til hálsmen handa Baldri úr endajaxlinum svo hann gæti verið með hluta af mér með sér alla daga alltaf,“ skrifaði Rut í færslu á Twitter þar sem hún greindi fyrst frá málinu.

Í samtali við DV segir Rut uppátækið meira hafa verið gert til gamans en Baldur, kærastinn hennar sé hins vegar alsæll. „Ég fæ að eiga jaxlinn og tannlæknirinn spyr hvort ég haldi virkilega að kærastinn minn ætli virkilega að ganga með þetta. Ég svara því þannig að ef hann elski mig í alvörunni þá verði hann að vera með hluta af mér á sér,“ segir Rut og hlær.

Gjöfin vakti að sögn Rutar óvænta lukku. „Honum finnst þetta bara geðveikt og hefur ekki tekið þetta af sér síðan,“segir Rut að lokum.

Óðinn Svan Óðinsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Drengirnir eru fundnir

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Þorleifur Örn tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi

Þorleifur Örn tilnefndur sem leikstjóri ársins í Þýskalandi
Fókus
Í gær

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja glæsieign í Fossvoginum

Þorbjörg Helga og Hallbjörn selja glæsieign í Fossvoginum
Fókus
Í gær

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“

Brynjar er viðkvæmur maður: „Mín pólitík snýst um að leyfa fólki bara að njóta sín“
Fókus
Í gær

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar

Sólrún Diego kaupir 320 fermetra höll – Gert ráð fyrir vetrargarði og lítilli tjörn – Sjáðu myndirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hún keypti sér aðhaldsflík til að fá maga eins og Jennifer Lopez – útkoman er bráðfyndin“

„Hún keypti sér aðhaldsflík til að fá maga eins og Jennifer Lopez – útkoman er bráðfyndin“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veist þú hvar þessar gömlu íslensku myndir eru teknar? – Taktu prófið!

Veist þú hvar þessar gömlu íslensku myndir eru teknar? – Taktu prófið!
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ragga nagli – „Sjálfsrækt er sjálfselska“

Ragga nagli – „Sjálfsrækt er sjálfselska“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ásgrímur fékk skothelt ráð frá lækni við hrotum – „Það er bara að hrjóta eða deyja“

Ásgrímur fékk skothelt ráð frá lækni við hrotum – „Það er bara að hrjóta eða deyja“