fbpx
Laugardagur 23.febrúar 2019
Fókus

Anna Sigríður setur á sig skikkjuna og hleypur fyrir Stígamót

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 17. ágúst 2018 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Anna Sigríður Helgadóttir hefur nokkrum sinnum hlaupið fyrir Stígamót í Reykjavíkurmaraþoninu, en árið 2016 varð hún fyrir því óláni að snúa sig daginn fyrir hlaupið og gat því ekki tekið þátt það ár.

En af hverju velur hún að hlaupa og það fyrir Stígamót?

„Á meðan ég get gert þetta, ég hleyp nú ekki hratt og labba bara stundum,“ segir Anna, „en á meðan ég get þetta þá er ég hraust og þarf ekki að örvænta um heilsufar mitt.“

„Þetta er svo gaman, stemningin er einstök og maður fer miklu lengra, í margri merkingu þess orðs, en maður hefði trúað vegna stemningarinnar. Þetta er svo mikil upplifun.

Þarna kemur fólk saman í alls konar ásigkomulagi, sem gerir þetta samt. Fyrir ári eða tveimur þá mættu nokkrir fótboltastrákar ásamt vini sínum, sem er í hjólastól. Þeir fóru allir hringinn í hjólastólum og svo í marki stigu allir upp úr stólunum nema hann.

Anna Sigríður nefnir að það er annar hópur, sem er ekki síður mikilvægur, en hlauparnir. „Fólkið sem er að fagna manni skilur ekki hvað þetta gerir mikið fyrir mann. Maður fyllist af eldmóði og bara: „Vá ég get þetta, þau eru hérna að hvetja mann.“

Auk þess að hlaupa fyrir Stígamót í maraþoninu og safna áheitum, þá er Anna Sigríður einnig staðarsamkoma Stígamóta og hefur margoft sungið opinberlega fyrir samtökin þegar mikið liggur við.

Síðasta vetur kom hún einnig fram í fjölmiðlum undir #metoo merkinu vegna prests sem áreitti hana og aðrar konur í söfnuðinum sem hún vann fyrir. „Þetta má alls ekki viðgangast í kirkjunni, frekar en annars staðar.“

„Ég vil styrkja og styðja þessi Stígamót eins og ég mögulega get,“ segir Anna Sigríður. „Mér finnst leitt að það þarf, en fyrst að það þarf þá vil ég leggja mitt af mörkum. Ég þekki marga sem hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi og hafa þurft á þjónustu Stígamóta að halda. Starfsfólkið þar er frábært, þetta er bara ekki venjulegt fólk, sem starfar þar og aðstoðar þá sem þurfa á þekkingu þeirra og leiðsögn að halda.”

Heita má á Önnu Sigríði og Stígamót í maraþoninu hér.

Stígamót er staður fyrir fólk sem hefur verið beitt kynferðisofbeldi og vill vinna úr afleiðingum þess.  Boðið er upp á sjálfshjálparviðtöl og þátttöku í sjálfshjálparhópum og er öll þjónustan ókeypis.  Gerðar hafa verið gæðamatskannanir á þjónustunni sem benda sterklega til þess að sjálfsvirðing stígamótafólks aukist og að þunglyndi, streita og kvíði minnki eftir að minnsta kosti fjögur viðtöl.  Það getur því sannarlega verið þess virði að leita sér hjálpar.

Í kjölfar metoo og mikillar umræðu um ofbeldi jókst aðsóknin gífurlega á síðasta ári eða um 30%.   Þannig leituðu 484 einstaklingar til okkar í fyrra vegna nýrra mála, heildarfjöldi þeirra sem nýttu þjónustuna var 969 manns.  Fjöldi viðtala var rúmlega 3000.  Ekkert lát er á aðsókninni og því brýnt að bæta við starfsfólki til þess að halda uppi þjónustustiginu.

Ragna Gestsdóttir
Ragna Gestsdóttir er umsjónarmaður Fókus á DV. Hún hefur starfað hjá DV síðan 2014 og vann einnig á Séð og Heyrt 2016.
Ragna skrifar almennar fréttir, viðtöl, greinar um menningu, viðburði, fólk og fleira.
Hún er forvitin um menn, málefni og menningu og með minni á við bestu leitarvél.
Netfang: ragna@dv.is.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Veðrið gerir allt vitlaust á Twitter: „Þetta eru ekki þrumur og eldingar. Þetta er Randver í Spaugstofunni að grilla“

Veðrið gerir allt vitlaust á Twitter: „Þetta eru ekki þrumur og eldingar. Þetta er Randver í Spaugstofunni að grilla“
Fókus
Í gær

Gómuð: Fangamyndir af frægum

Gómuð: Fangamyndir af frægum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma

Leitaði í áfengi til að þola frægðina sem fylgdi Harry Potter: Drakk til að gleyma
Fókus
Fyrir 2 dögum

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu

Einn sterkasti maður heims spókar sig í Bláa lóninu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þessir koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum

Þessir koma fram á Þjóðhátíð í Eyjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“

Ingó Veðurguð náði botninum: „Fjórtán bjórar, átta tópasskot og tveir sígarettupakkar“