fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Aretha Franklin er látin

Auður Ösp
Fimmtudaginn 16. ágúst 2018 14:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska söngkonan Aretha Franklin, einnig þekkt sem „drotting sálartónlistarinnar“ er látin, 76 ára að aldri. Ekki hefur verið greint opinberlega frá dánarorsök en fram hefur komið að heilsu söngkonunnar hafi hrakað verulega síðustu ár.

Aretha kom fyrst fram á sjónvarsviðið undir lok sjöunda áratugarins en hún er einn söluhæsti listamaður allra tíma og vann 18 sinnum til Grammy verðlauna.

Fjölmiðlafulltrúi hennar staðfestir andlátið í samtali við AP fréttastofuna en í samtali við People segir náinn vinur að Aretha hafi verið „veik í langan tíma“ og að andlát hennar hafi verið yfirvofandi. Hún hafi lagt sig fram við að halda veikindum sínum leyndum.

Fullt nafn hennar var Aretha Louise LaTundra Franklin en hún fæddist í Tennessee í Bandaríkjunum árið 1942 og ólst upp í Detroit. Hún söng í kirkjukór á yngri árum áður en hún fékk plötusamning hjá Columbia en það var ekki fyrr en árið 1967,þegar hún fékk samning hjá Atlantic Records, að ferill hennar komst almennilega á skrið. Meðal þekktustu laga hennar voru Respect, You Make Me Feel like a Natural Woman, I Say a Little Prayer og Think.

https://www.youtube.com/watch?v=KtBbyglq37E

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“

„Ég er í dag ekki vitund hrædd við dauðann. Það kom eftir þessa lífsreynslu.“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar

Þetta var uppáhalds skyndibiti Elísabetar drottningar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“

Harmsaga systkinanna Rakelar og Heimis – „Ég man eftir mömmu á þessum tíma, annað hvort öskrandi eða sofandi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“