fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Fangelsuð í Dubai eftir að hafa drukkið rauðvínsglas í flugvél: „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa“

Auður Ösp
Þriðjudaginn 14. ágúst 2018 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

44 ára gömul þriggja barna móðir upplifði martröð þegar hún ferðaðist til Dubai í seinasta mánuði. Segist hún hafa verið handtekin á flugvellinum ásamt fjögurra ára gamalli dóttur sinni í kjölfar þess að hún tjáði landamæraverði að hún hefði innbyrt rauðvínsglas í flugvélinni. Lögin eru ströng varðandi áfengisneyslu í Dubai en ekkert mælir þó á móti því að einstaklingar drekki áfengi á leiðinni til landsins.

Ellie Hollman starfar sem tannlæknir í bænum Sevenoaks. Í seinasta mánuði ferðaðist hún með fjögurra ára dóttur sinni Bibi til Dubai þar sem þær mæðgur ætluðu að heimsækja vinafólk Ellie. Mæðgurnar flugu með Emirates flugfélaginu til Dubai þann 13.júlí síðastliðinn en í samtali við Mail Online segist hún hafa hafa fengið sér eitt rauðvínsglas um borð í vélinni. Hún segir að martröðin hafu byrjað þegar þær  mæðgur lentu á flugvellinum en þar hafi starfsmaður hjá landamæraeftirlitinu tjáð henni að vegabréfsáritun hennar væri aðeins gild fyrir staka heimsókn til landsins. Henni hafi í kjölfarið verið meinað að koma inn í landið og gert að fljúga aftur heim þegar í stað.

Ellie segist áður hafa heimsótt Sameinuðu Arabísku Furstadæmin og þar sem að vegabréfsáritun hennar hafi ekki verið útrunnin þá hafi hún ekki átt von á því að lenda í vandræðum við komuna til landsins.

Kveðst hún hafa þrætt við starfsmann landamæraeftirlitsins um að fá að sækja um nýja áritun á flugvellinum, enda hafi þær mæðgur verið útkeyrðar eftir langt ferðalag og tilhugsunin um að fljúga strax til baka hafi verið henni ofviða. Segir hún starfsmanninn hafa brugðist við með eintómum kætingi og pirringi og síðan spurt hvort hún hefði innbyrt áfengi á leiðinni til Dubai.

„Ég sagði honum þá að ég hefði fengið mér vínglas um borð í vélinni, sem mér var boðið ókeypis,“ segir Ellie og bætir við starfsmaðurinn hafi þá tjáð henni að það væri ólöglegt að koma með áfengi til Dubai, og að það gilti líka þegar viðkomandi væri búinn að innbyrða það. Hún segir starfsmanninn hafa verið mjög æstan á þessum tímapunkti og hún hafi þá  byrjað  að taka af honum myndskeið á símann sinn. Örskömmu síðar birtust vopnaðir lögreglumann og tilkynntu henni að það væri lögbrot að mynda flugvallarstarfsmenn við vinnu sína. Mæðgurnar voru í kjölfarið fluttar í fangaklefa á flugvellinum, og síðan í fangaklefa á lögreglustöð þar sem Ellie var sagt að gefa blóðsýni. Áfengismagn í blóði hennar reyndist aðeins vera 0.04 prósent. Þá segir hún lögregluþjón hafa tekið af henni skartgripina og einnig reynt að rífa úr henni hárlengingar sem hún var með.

Hún segir engan hafa talað ensku og þá var þeim mæðgum neitað um að fara á salerni. Þá var þeim neitað um kodda og fengu ekki að skipta um föt. Kveikt var á ljósum allan tímann og engin loftkæling var í klefanum. Hitinn var að sögn Ellie steikjandi og lyktin viðbjóðsleg. Segist hún hafa reynt að snúa við dýnunni í klefanum með miklum erfiðsmunum á meðan fangaverðirnir fylgdust með og hæddust að henni.

Hún segir þær mæðgur hvorki hafa borðað eða drukkið í rúmlega þrjá sólarhringa á meðan þær voru í varðhaldi. „Maturinn lyktaði eins og myglað rusl. Ég svaf ekki í þrjá sólarhringa.“

Eiginmaður Ellie og hin börnin hennar tvö voru eftir í Englandi og segir hún þau hafa verið viti sínu fjær af áhyggjum, enda fengu þau ekkert að vita um afdrif þeirra mæðgna. Þá var vinafólki hennar í Dubai meinað að heimsækja mæðgurnar í fangelsið. Eiginmaður Ellie flaug til Dubai eftir að hann frétti af handtökunni og að lokum fékk dóttir þeirra að yfirgefa landið í fylgd hans. Ellie var hins vegar flutt í handjárnum á flugvöllinn þar sem hún var látin laus gegn tryggingu. Vegabréf hennar er ennþá í vörslu þarlendra yfirvalda en hún þarf að bíða í að minnsta kosti ár eftir því að mál hennar verði tekið fyrir dóm.

Segist hún vera rúmlega fjórum milljónum fátækari eftir lögfræðikostnað og ýmis útgjöld auk vinnutaps. „Ég þurfti að láta loka tannlæknastofunni minni. Allt mitt sparifé er gufað upp,“ segir Ellie sem vonast til að vera sameinuð fjölskyldu sinni sem fyrst. Hún undrar sig jafnframt á því að Emirates flugfélagið skuli yfirhöfuð bjóða upp á áfengi í flugferðum til Dubai.

Í samtali við The Sun hafa yfirvöld í Dubai þó aðra sögu að segja af atvikinu. Fram kemur í yfirlýsingu að Ellie hafi ekki verið vísað til baka vegna útrunnar vegabréfsáritunar enda mega Evrópubúar dvelja í landinu í 30 daga án vegabréfsáritunar. Hún hafi verið handtekin fyrir að hafa tekið starfsmann upp á myndband án leyfis, en ströng viðurlög eru við slíku í Dubai. Þá kemur fram að hegðun hennar í garð flugvalalrstarfsmanna hafi verið móðgandi. Þá kemur einnig fram í yfirlýsingu frá saksóknaraembættinu að mæðgurnar hafi aðeins verið í haldi í rúmlega sólarhring.

Ferðamenn í Dubai geta neytt áfengis á hótelum, veitingastöðum og börum sem hafa tilskilin leyfi. Það er hins vegar bannað með lögum að vera drukkinn á almannafæri, og á það líka við þegar einstaklingur kemur drukkinn inn í landið, eftir að hafa neytt áfengis annars staðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla