fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fókus

Er þetta draugur á Hellisheiði? Sjáðu myndina

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Marín átti sér einskis ills von þegar hún hugðist taka mynd af tunglinu á leið sinni yfir Hellisheiðina síðasta vetur. Henni brá þó í brún þegar hún skoðaði afraksturinn. Líkt og sjá má á myndinni hér fyrir neðan, þá verður ekki betur séð en hún hafi náð að ljósmynda draug á einni þeirra.

Sumir segjast sannfærðir um að þarna megi sjá ýmis hokinn göngumann, mögulega af nítjándu öld, eða jafnvel draug á hjóli. Aðrir telja nokkuð víst að þetta sé glampi eða jafnvel ryk sem féll fyrir linsuna.

Anna Marín segir í samtali við DV að hún hafi verið á leið frá Reykjavík til Hveragerðis, þar sem hún á heima. „Tunglið var svo rosalega flott að ég ákvað að taka mynd. Það má náttúrulega ekki nota símann og keyra, þannig að ég ýtti bara á „taka mynd“ takkann og tók myndir út í loftið,“ segir Anna Marín.

Þegar hún var komin heim fór hún svo að skoða afraksturinn. „Ég hringi í Jónínu vinkonu mína á meðan ég er að skoða myndirnar, og sá þá þetta á einni myndinni. Engri annarri. Ég fór svo út daginn eftir til að skoða gluggann, hvort þetta gæti hafa verið skítur á rúðunni en svo var sko ekki,“ segir hún.

Nokkrar sögur eru um draugagang á Hellisheiði. Flestar sögur tengjast ákveðnu sæluhúsi á norðanverðum Hvannavöllum. Á vefsíðu Ferla, sem stóð upphaflega fyrir „Ferðahóp rannsóknardeildar Lögreglunnar í Reykjavíkur“, er draugaganginum lýst:

„Skömmu áður en komið er að fjallinu, sést lítill kofi, hlaðinn úr hraungrjóti, en hefur verið með torfþaki. Hann var ætlaður þeim, sem ferðast þarna á vetrardegi, og kallaðist sæluhús. Margir hafa dáið í þessum kofa, því oft hafa þeir ekki fundið hann fyrr en þeir voru örmagna af hungri og kulda. Kofi þessi var illa ræmdur fyrir draugagang, og mynduðust meðal manna hinar fáránlegustu sögur um kofa þennan. Ýmsar sagnir eru um menn sem hafa tekist á við drauga í kofa þessum, t.d. um Grím á Nesjavöllum en hann var á ferð þar um 1820 og kljáðist við afturgöngur þriggja manna sem höfðu orðið þar úti nokkrum árum áður. Þar kemur fram að bálki hafi verið í suðurenda kofans. Árið 1845 var kofinn í Svínahrauni fluttur upp á Kolviðarhól.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“

Snýst ekki um að taka sviðsljósið frá körlum heldur beina því einnig að konum – „Þetta er mjög karllægur bransi og hefur alltaf verið“
Pressan
Í gær

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða

47 ár frá upphafi tveggja tímamótageimferða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar

Katrín Myrra keypti miða aðra leið út til Taílands og það breytti lífi hennar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín

Simmi Vill um árshátíðardrama Landsvirkjunar – Segir að önnur stórfyrirtæki megi frekar skammast sín
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“

Guðbjörgu var útskúfað fyrir að tala um 47 ára aldursmun föður síns og barnsmóður hans – „Ætla ekki að þegja og taka þátt í þessum leik“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla

Er fyrsta vara lífsstílsmerkis Markle algjört flopp? – Sultukrukkan skilar sér ekki á samfélagsmiðla