fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

AFS óskar eftir hinsegin skiptinemafjölskyldum: „Í okkar augum þá eru hinsegin fjölskyldur alveg jafn eðlilegar og hinar hefðbundu fjölskyldur“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 11. júlí 2018 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

AFS samtökin á Íslandi vilja geta boðið erlendum skiptinemum sem koma hingað til lands upp á fjölbreyttari fjölskyldugerðir. Þau óska því sérstaklega eftir  hinsegin fósturfjölskyldum. Búið er að taka upp þessa stefnu í flestum Evrópulöndunum.

Í samtali við vef GayIceland segir Kristín Björnsdóttir verkefnastjóri hjá AFS að samtökin vilji stuðla að friði og jafnrétti í heiminum og minnka fordóma.

35 erlendir skiptinemar koma til Íslands á ári hverju en hingað til hefur engin fósturfjölskylda á vegum samtakanna getað flokkast sem hinsegin. Kristín segir þetta löngu tímabært, enda geta fjölskyldur verið af öllu tagi og samanstanda ekki alltaf af foreldrum og tveimur börnum.

Kristín tekur fram að hinsegin fósturfjölskyldurnar séu ekki hugsaðar eingöngu fyrir hinsegin skiptinema sem hingað koma. Þetta verði gert í samráði við foreldra skiptinemanna, og ef foreldrarnir séu mótfallnir því að barnið þeirri dvelji hjá hinsegin fjölskyldu þá verði það að sjálfsögðu virt.

„Í okkar augum þá eru hinsegin fjölskyldur alveg jafn eðlilegar og hinar hefðbundu fjölskyldur og við teljum að gagnkynhneigð ungmenni muni geta víkkað sjóndeildarhringinn með því að dvelja hjá slíkri fjölskyldu.“

Kristín segir að dæmi séu um að hinsegin skiptinemar sæki sérstaklega um að dvelja á Íslandi þar sem þeir viti að hér geta þeir fengið að vera þeir sjálfir, en margir þeirra koma frá löndum þar sem viðhorfið í garð hinsegin fólks er ekki eins frjálslynt.

„Þau hafa heyrt af því að Ísland sé útópía hinsegin samfélagsins. Sum þeirra vilja því koma hingað til að fá staðfestingu á kynhneigð sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki