fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Nú getur þú fengið borgað fyrir að vera „admin“: Facebook leyfir stjórnendum hópa að rukka meðlimi um mánaðargjald

Margrét Gústavsdóttir
Mánudaginn 25. júní 2018 11:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 21. júní tilkynnti Facebook um nýjung á samfélagsmiðlinum en nú er hægt að rukka fólk um aðgang inn í Facebook hópa.

Fídusinn kallast ‘Subscription Groups’, og gerir þeim sem eru stjórnendur valinna Facebook hópa kleift að rukka fólk um mánaðargjald fyrir að vera með í hópnum.

Að sögn Alex Deve, sem er upplýsingafulltrúi hjá Facebook, hafa stjórnendur hinna ýmsu hópa (groups) á samfélagsmiðlinum lengi leitað leiða til að afla sér tekna með þessum hætti. Þá ýmist með því að rukka alla um gjald eða bjóða upp á sérstakt „svæði“ þar sem notendum býðst aðgangur að ýtarlegri upplýsingum og aðstoð. Til dæmis í formi kennslumyndbanda og þessháttar.

Verkefnið er á tilraunastigi til að byrja með en ef vel tekst til má reikna með að öllum sem stýra Facebook hópum verði boðið að rukka meðlimi um sérstakt meðlimagjald á bilinu 500 – 3000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“

„Ég ætla ekki að ljúga því að ég hafi verið dýrlingur, en ég var ekki nógu heimskur til að eyðileggja fjölskylduna okkar“
Fókus
Í gær

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“

„Ég var kominn á stað þar sem ég vissi að ég myndi valda mér miklum skaða ef ég myndi ekki taka í taumana“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár

Keppandi Írlands í Eurovision í ár er kvár
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“

Grunaði að eiginkonan væri að halda framhjá – „Sannleikurinn var tvöfalt verri“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“

Sviplegt fráfall samfélagsmiðlastjörnu skekur netheima – „Ég skil þetta ekki, ég var með henni á föstudaginn“