fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fókus

Snoop Dogg kominn í heimsmetabók Guinnes: Blandaði stærsta ginkokteil jarðar – 180 flöskur takk

Tómas Valgeirsson
Mánudaginn 4. júní 2018 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rapparinn Snoop Dogg, (einnig þekktur sem Snoop Doggy Dogg og Snoop Lion), tjaldaði heldur betur öllu til á tónlistarhátíðinni BottleRock í Napa dal á dögunum og kom sér í heimsmetabók Guinness um leið þegar hann blandaði kokteil sem trompar allt.

Snoop steig á sviðið ásamt rapparanum Warren G með tæplega 500 lítra af gini og safa – með sólhlíf og öllu.

Þetta var gert í tilefni útgáfu nýs lags eftir kappann og í senn til að minnast lagsins, Gin & Juice frá árinu 1993, með heldur viðeigandi hætti.

Ársbyrgðir af hressingu

Glasið mældist rúmlega meter á hæð og fóru 38 fernur af appelsínusafa, 154 ílát af apríkósukoníaki og 180 flöskur af gini við gerð kokteilsins.

Á Instagram-síðu sinni birti Snoop mynd af sér stálhressum með viðurkenningu sinni og áletruninni:

„Stærsti paradísarkokteill heims.”

Þetta kallar maður góða innkomu í stuðið, en ekki er vitað hversu marga aðila þurfti til að klára úr glasinu, eða hvernig ástandið var hjá neytendum eftir á.

In my @djkhaled voice another 1

A post shared by snoopdogg (@snoopdogg) on

Gin and juice world record.

A post shared by snoopdogg (@snoopdogg) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“

Flaug á rassinn á sviðinu – „Lögfræðingurinn minn mun hringja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki

Aðdáendur fá innsýn í ástarlíf Taylor Swift á nýrri plötu – Það kom þó á óvart hvaða maður er þar í aðalhlutverki