fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Framhaldsgrein um hinsegin sögu: Plató og félagar, samkynhneigðir í anda – 1. hluti

Margrét Gústavsdóttir
Þriðjudaginn 15. maí 2018 20:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftirfarandi samantekt birtist fyrst í 8. bls grein í tímaritinu Bleikt og blátt árið 2000. Orðalagið hefur nú verið uppfært og greininni skipt í nokkra kafla. 

 Í þessum framhaldsgreinum ætlum við að fræðast aðeins um samkynhneigð í mannkynssögunni og tengingar hennar við samfélag og trúarbrögð… (nei, þetta er ekki eins leiðinlegt og það hljómar kæri „bolur“).

Samkynhneigð hefur, eins og allar aðrar hvatir sem hafa með kynlíf og kynferði að gera, alltaf verið til í mannlegu samfélagi.

Oftast hefur þó verið litið framhjá þessari hneigð, eða hún hefur verið bæld niður og gerð að refsiverðu athæfi (og er enn í sumum löndum).

Í sumum tilfellum hefur samkynhneigðin verið tekið föstum tökum og úr henni hefur verið soðið saman einhverskonar kerfi sem hefur þá verið viðurkennt innan þess samfélags sem á í hlut.

Þá hefur í 90% tilfella verið um samkynhneigð á milli karlmanna að ræða.

Í þessari framhaldsgrein ætlum við að skoða nokkur dæmi:

Hómí hómí, dónt jú nó mí? „Óspjallaðir“ Maya strákar

Ríkar fjölskyldur í samfélagi Maya indíána sköffuðu ungum sonum sínum karlkyns kynlífsþræla til að koma í veg fyrir að þeir hefðu samfarir við ungar ógiftar Maya stúlkur.

Með þessu móti gátu þeir semsagt enn verið “óspallaðir” áður en þeir gengju að eiga hina einu sönnu og það þótti mjög eftirsóknarvert. –Hinsvegar er það alveg spurning hvernig hjónabandið og samlíf þessara nýbökuðu Maya hjóna gekk eftir að búið var að hrista svona upp í drengjunum fínu?

Kannski urðu þeir bara meira spjallaðir en ekki eftir þessa upplifun?

Samkynhneigðir í anda, – og lærum

Grikkir til forna voru frekar hrifnir af innilegum samböndum á milli karlmanna og hófu þau upp á sérstakan stall þó að þeir væru á lítt hrifnir af endaþarmsmökum.

Plató á góðri stund: Læri læri, tækifæri

Um leið litu þeir svo á að þeir sem stunduðu slíkt kynlíf færu niður á stall til kvenna og innflytjenda, en það fólk þótti ekki eins göfugt og karlmaðurinn hvíti í öllu sínu veldi.

Grikkir álitu að eina sambandið þar sem tveir jafningjar ættu í hlut væri samband á milli tveggja karla og var því skipt þannig að annar tók að sér að vera elskhuginn en hinn –elskandinn, eða The Lover and the Beloved eins og það heitir á ensku.

Elskandinn var oftast töluvert eldri en elskhuginn og hlutverk hans var að gera elskhugann “siðferðislega fullkominn” með því að mennta hann og upplýsa um ýmsar göfugar dyggðir, m.a um töfraheima ástarinnar.

Samfarir þeirra fóru þannig fram að annar klemmdi lim hins á milli læranna og horfðust félagarnir í augu á meðan.

Þetta átti að lyfta báðum á háan stall og gera þá fullkomna í jafnræði sínu.

Elskhuginn lét ekki undan vilja hins eldri og þó að honum gæti þótt ákaflega vænt um elskanda sinn þá var honum ekki ætlað að láta undan þeim stjórnlausa losta sem gæti fylgt í kjölfar

Undarleg manndómsvígsla

Sambíu ættbálkurinn í Nýju Gíneu leit svo á að sæði karlmanna væri töfrasafi sem byggi í líkömum kynþroska karla og að þennan undravökva væri hvorki hægt að framleiða né glata.

Af þessum ástæðum voru ungir drengir látir hafa munnmök við kynþroska drengi eða eldri menn til þess að þeir gætu sjálfir orðið að karlmönnum.

Um leið fengju þeir í sig göfugan anda forfeðranna, en þetta fólk trúði því að andar þeirra settust að í „töfravökvanum”.

Það var samt ekkert eins og menn væru eitthvað að taka þessu létt því eldri karlmenn sem reyndu að fá unga drengi til að endurtaka leikinn voru álitnir skrímsli og þurftu að sæta viðeigandi refsingu.

Það þarf varla að orðlengja neitt um hvað svona athæfi myndi kallast í dag.

Urðu að körlum eftir eina nótt

Keraki ættbálkurinn í Nýju Gíneu hafði ámóta hugmyndir um áhrifamátt sæðisins en þeir trúðu því að strákar yrðu að karlmönnum um leið og þroskaðir karlar hefðu við þá endaþarmsmök.

Þessum athöfnum var haldið mjög leyndum frá konum og börnum og ef upp komst um athæfið urðu vitin að gjalda með lífi sínu.

…framhald á morgun.

 Helstu heimildir í þessari greinaröð koma úr bókinni Sex and spirit e. Clifford Bishop.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“

„Maður þarf stundum að standa með sjálfum sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“

Sigríður lýsir lækningamætti Einars – „Gleymi aldrei svipnum á læknunum þegar þeir skoðuðu nýjar myndir af hnénu“