fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fókus

Uppskeruhátíð og afmæli hjá Hertex: „Salan margfaldaðist þegar við fluttum í Grafarholt“

Fókus
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 16:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fata-og nytjamarkaður Hjálpræðishersins við Vínlandsleið í Grafarholtinu fagnar þriggja ára afmæli á Laugardaginn en markaðurinn var áður til húsa úti á Granda.

Dorthea Dam, talskona markaðarins sem gengur undir nafninu Hertex, segir að salan hafi rokið upp úr öllu valdi eftir að þau fluttu og að fólk sé mikið duglegra að heimsækja markaðinn í Vínlandsleið, bæði til að kaupa varning en einnig til að gefa.

„Það breyttist mikið þegar við fluttum. Fólk er mikið duglegra að koma hingað og alltaf miklu meira að gera,“ segir Dorteha sem er spennt fyrir laugardeginum næstkomandi en þá verður opið frá klukkan 12 til 17 og allskonar kræsingar í boði.

Hin færeyska Dorthea Dam starfar fyrir Hertex í Vínlandsleið.

Styðja við efnaminni fjölskyldur á Íslandi

Hertex er einnig með markaði í Garðastræti og á Akureyri en allur ágóði nytjamarkaðarins rennur til hjálparstarfs innanlands.

„Við styðjum starf eins og aðstoð við efnaminni fjölskyldur, mat til heimilislausra og gjafir og stuðning við fanga í fangelsum Íslands. Í raun leitumst við við að finna út hvar aðstoðarinnar er þörf og svo beinum við kröftunum í þá átt,“ útskýrir Dorthea og bætir við að til að sækja um aðstoð frá Hjálpræðishernum sé einfaldast að setja sig í samband við skrifstofuna.

Sækja hluti sem þau reikna með að hægt sé að selja

Í Hertex í Grafarholtinu má finna fjölbreyttan varning, bæði húsgögn, bækur, tónlist, myndbönd, ferðatöskur, tímarit, gjafavöru, skrautmuni og margt fleira.

Þá er einnig gott úrval af fatnaði á markaðnum en Hertex er í samstarfi við verslanir Krónunnar sem hafa sett upp endurvinnslugáma fyrir fatnað fyrir framan flestar verslanir keðjunnar.

Dorthea bendir líka á að starfsmenn Hertex séu tilbúnir til að koma og sækja stærri muni ef þau reikna með því að hlutirnir muni seljast á markaðnum. Til dæmis hluti úr dánarbúum og þess háttar.

„Allt sem selst ekki hjá okkur fer nefnilega í Sorpu og við þurfum að borga fyrir það. Því reynum við að sigta aðeins úr það sem við reiknum með að þurfa ekki að losa okkur við aftur,“ segir Dorthea að lokum og bætir við að hún vonist til að sjá sem flesta á markaðnum á Laugardag:

„Við stefnum á að vera með allskonar uppákomur og tilboð svo þetta ætti að verða mjög skemmtilegur dagur.“

Á þessum myndum má sjá dæmi um varning sem dúkkar uppi hjá Hertex en hér má fylgjast með Hertex á Facebook.

Hertex í Vínlandsleið

Opið mán-föst kl 11-18
Laugardaga kl 12-17
Sunnudaga lokað

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“
Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti

Sjáðu senuna sem er sögð sú fyndnasta í Saturday Night Live frá upphafi – Enginn náði að halda andliti
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs

Hrím og Skrímslavinafélagið tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“

Tinna er líklega búin að finna móður sína – „Ég þarf að vera tilbúin til að fara út til þegar kallið kemur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar