fbpx
Fókus

Nýuppgerðar upptökur leyfa þér að skyggnast meira en 100 ár aftur í tímann

Ari Brynjólfsson
Miðvikudaginn 25. apríl 2018 16:00

Fyrir utan nokkra methafa man enginn hvernig það var að lifa árið 1911 og fylgjast með samfélaginu.

Það er líklegast ekki hægt að komast nær því en að sjá þessar nýuppgerðu upptöku frá New York-borg. Mannlífið í borginni var tekið upp af sænsku teymi sem ferðaðist víða, þar á meðal til Parísar og Feneyja.

Gott ástand filmunnar gerir það að verkum að auðvelt var að koma upptökunum yfir á stafrænt form, hreinsa þær og bæta við umhverfishljóðum, en eins og allir vita þá var þetta tími þöglu myndanna.

Eins og sjá má á upptökunum er mannlífið ansi svipað þá og það er í dag

Hreinsunin var fjármögnuð af nútímalistasafninu í New York og var frumsýnd á safninu síðasta haust. Útkoman er nokkuð dáleiðandi og ansi svipuð því að fara aftur í tímann til New York árið 1911.

Eins og sjá má á upptökunum er mannlífið ansi svipað þá og það er í dag. Það eina sem hefur í rauninni breyst er fatatískan og tæknin. Þó má reka augun í eitt og annað sem bentir til þjóðfélagsbreytinga, til dæmis þeldökka bílstjórann með efnuðu fjölskylduna á fjórðu mínútu.

New York-borg var ein tæknivæddasta borg heimsins, þrátt fyrir að hestvagnar hafi enn verið á götunum má sjá bíla og sporvagna.

Einnig skal hafa í huga að á þessum tíma var búið að grafa neðanjarðarlestarkerfi undir borgina.

Ari Brynjólfsson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Kristian gefur út sína elleftu bók Hrafnaklukkur

Kristian gefur út sína elleftu bók Hrafnaklukkur
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

Lady Gaga kaupir gullfallegt hús í New York – Sjáðu myndirnar

Lady Gaga kaupir gullfallegt hús í New York – Sjáðu myndirnar
Fókus
Í gær

Hörður Torfason: „Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“

Hörður Torfason: „Ég set stórt spurningarmerki við Samtökin ’78 í dag og spyr hvað er þetta félag í dag?“
Fókus
Í gær

Fyrsta borgaralega giftingin þvinguð upp á landsmenn

Fyrsta borgaralega giftingin þvinguð upp á landsmenn
Fókus
Í gær

5 hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið

5 hlutir sem flestir bjuggust við að myndu þurrka út mannkynið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hugmynd á skemmtiferðaskipi við Flatey verður að plötu

Hugmynd á skemmtiferðaskipi við Flatey verður að plötu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Salmonellusmitaðir kjammar

Salmonellusmitaðir kjammar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Verk í náttúru Þeystareykja – Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlýtur fyrstu verðlaun

Verk í náttúru Þeystareykja – Jón Grétar Ólafsson arkitekt hlýtur fyrstu verðlaun