fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fókus

Verne Troyer, Mini-Me í Austin Powers-Látinn 49 ára gamall

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 22. apríl 2018 00:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Verne Troyer, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt sem Mini-Me í kvikmyndunum um Austin Powers, lést á laugardag. Hann var 49 ára gamall.

Á meðal annarra hlutverka Troyer má nefna Griphook í Harry Potter and the Sorcerer’s Stone (2001), þjálfarinn Punch Cherkov í Myers’ The Love Guru (2008) og Percy í Terry Gilliam’s The Imaginarium of Doctor Parnassus (2009). Hann kom einnig fram í myndbandi lags Madonnu, Beautiful Stranger (1999) og í raunveruleikaþáttum í sjónvarpi.

Troyer glímdi við alkóhólisma og var lagður inn á sjúkrahús fyrr í þessum mánuði. Fjölskylda hans tilkynnti andlát hans í tilkynningu sem birt var á Facebook og Instagram.

„Verne var einstaklega gefandi persónuleiki. Hann vildi fá alla til að brosa, vera hamingjusama og hlæja. Hann gerði allt sem hann gat til að hjálpa þeim sem þurftu á hjálp að halda. Verne taldi að hann gæti gert jákvæða hluti á þeim vettvangi sem hann starfaði á og miðlaði jákvæðni á hverjum degi.“

Tilkynningin gefur ekki upp dánarorsök, en í henni segir ennfremur: „Þunglyndi og sjálfsvíg eru mjög alvarleg málefni. Þú veist aldrei hvaða baráttu aðrir eru að glíma við. Verið góð við hvert annað. Og munið, það er aldrei of seint að óska eftir hjálp.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst

Eiginmaður Katrínar segir þau hafa farið að rífast þegar þau hittust fyrst
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“

Gunnar sat 12 spora fund í morgun þegar eitt vakti áhuga hans – „Ég er sjálfur sekur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir

J. Lo loksins laus við slottið – 7 ár í sölu og verðmiðinn lækkaður um milljónir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Alda vann til verðlauna annað árið í röð

Alda vann til verðlauna annað árið í röð