fbpx
FókusLífsstíll

Ortlieb hjólatöskur: Þýsk hágæðavara – ómissandi í langar hjólaferðir

Kynning
Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. apríl 2018 08:46

Fjalli.is er allt í senn útivistarverslun að Bæjarlind 6 Kópavogi, netverslun með útivistarvörur og heildsala til annarra útivistarverslana. Þekktar verslanir á borð við Markið og Útilíf  selja vörur frá Fjall.is enda um að ræða heimsfræg gæðamerki.

Fjalli.is býður upp á alls konar útivistarvörur en það sem hjólafólk sækir helst til verslunarinnar eru hinar frábæru Ortlieb-hjólatöskur. „Þetta er þýsk hágæðavara með fimm ára ábyrgð, 100% vatns- og rykheldar. Svo erum við með alla varahluti í þetta, hingað eru að koma menn með allt að 20 ára gamlar töskur sem eru farnar að slitna og fá bætur í þær, smellur og allar læsingar,“ segir Þórhallur H. Þórhallsson, starfsmaður Fjalli.is.

Þó að margir láti gera við töskurnar þegar þær eru orðnar mjög gamlar er það ekki mikil fjárfesting að endurnýja þær en algengasta verð er frá 12.500 krónum og upp í 20.900.

„Fólk sem fer í langar hjólaferðir er gjarnan með þessar töskur hangandi á bögglaberanum og stýrinu, já, jafnvel að framan og aftan. Það er afar auðvelt og þægilegt að festa töskurnar hvar sem er og festa þær saman. Þær eru með svokölluðum Snap-it-festingum þannig að þetta er fest með einu handtaki á stýrið eða bögglaberann, læsist á hjólið og situr þar,“ segir Þórhallur en töskurnar eru með endurskini.

Töskurnar þola slagveðursrigningu og í raun hvaða veður sem er og þarf aldrei að breiða neitt yfir þær eða skýla þeim, en aftur á móti eru þær fyrirtaks skjól fyrir allan farangur.

„Stýristöskurnar eru rosalega vinsælar, það er hægt að læsa þeim á stýrið eða taka þær með og þá er axlaról með. Einnig er  hægt er að fá ljósafestingar á þær,“ segir Þórhallur og segir líka lítillega frá nýju línunni frá Ortlieb:

„Nýja línan heitir Bike Packing og hentar þeim sem eru ekki með bögglabera á hjólunum sem er algengt á fjallahjólunum. Töskurnar eru þá festar í sætisfestingarnar og liggja eins og bretti. Geta þær tekið tæplega 20 lítra. Í þessari línu er líka ný gerð af 15 lítra stýristöskum og ný lína af töskum til að festa á slá á hjólinu, eru þær til í nokkrum stærðum.“

Fjalli.is rekur öfluga vefverslun á vefsíðu með sama nafni, fjalli.is. Vörurnar eru sendar um allt land. Þeir sem búa á höfuðborgarsvæðinu eða eiga leið í höfuðborgina koma hins vegar gjarnan við í versluninni að Bæjarlind 6, njóta þess að skoða allt úrvalið og fá faglega ráðgjöf. Verslunin er opin virka daga frá kl. 12 til 17.

Ágúst Borgþór Sverrisson
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira

Mi Iceland: Borgaðu minna fyrir meira
Lífsstíll
Fyrir 2 dögum

Náttúruafurðir nýttar í andlitskrem

Náttúruafurðir nýttar í andlitskrem
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið

Þvottakompaníið: Þvottahús á uppleið
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Eldhestar: Jólahlaðborð í sveitakyrrð

Eldhestar: Jólahlaðborð í sveitakyrrð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

RB rúm: Vönduð verðlaunaframleiðsla og 75 ára reynsla

RB rúm: Vönduð verðlaunaframleiðsla og 75 ára reynsla
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

ÞrifX – framsækið hreingerningafyrirtæki

ÞrifX – framsækið hreingerningafyrirtæki
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Jólahlaðborð Stracta Hótels: Veisla í sunnlenskri náttúrufegurð

Jólahlaðborð Stracta Hótels: Veisla í sunnlenskri náttúrufegurð
Lífsstíll
Fyrir 1 viku

Möndlugrauturinn – Jólahlaðborð Messans: Bókaðu dýrlega skemmtun í desember

Möndlugrauturinn – Jólahlaðborð Messans: Bókaðu dýrlega skemmtun í desember