fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fókus

Magnað myndband: Þetta gat hann á þremur mánuðum og svona fór hann að því

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 19. apríl 2018 17:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það tók Bandaríkjamanninn Hunter Hobbs aðeins þrjá mánuði að ná undraverðum árangri í ræktinni. Hann tók myndir af sér á hverjum degi í þessa þrjá mánuði og á myndbandinu hér neðst í fréttinni má sjá breytinguna. Óhætt er að segja að sjón sé sögu ríkari.

Á þessum þremur mánuðum ákvað Hunter að taka mataræði sitt rækilega í gegn auk þess sem hann stundaði ræktina af kappi. Hobbs vinnur í dæmigerðu skrifstofustarfi og er 24 ára.

„Í hreinskilni sagt þá gerði ég þetta til að athuga hvað myndi gerast ef ég myndi einbeita mér 100% að þessu markmiði í tólf vikur,“ segir hann í samtali við Independent.

Á þessum þremur mánuðum léttist Hobbs um tæp tuttugu kíló. Eins og sést á meðfylgjandi myndbandi jókst vöðvamassi hann talsvert á sama tíma.

Hann segist hafa farið í ræktina fimm til sex sinnum í viku þar sem hann lyfti lóðum af krafti. Hann lauk svo hverri æfingu á léttri brennslu í um tuttugu til þrjátíu mínútur. Er þá átt við hlaup, hjólreiðar eða hreyfingu á skíðavél svo dæmi séu tekin. Mataræðið tók hann einnig rækilega í gegn enda er gott og hollt mataræði forsenda breytinga sem þessara.

Hann segir að matseðillinn þessa þrjá mánuði hafi að mestu leyti verið skipaður kjúklingi, sætum kartöflum, salati, höfrum og eggjum. „Ég reyndi að forðast alla sykraða drykki og áfengi.“

„Þetta var vissulega dálítið öfgakennt en þú getur klárlega náð góðum árangri með minni fyrirhöfn,“ segir hann. Myndbandið sýnir, svo ekki verður um villst, að allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi.

 

My 12 Week Body Transformation Time-lapse

My 3 Month Body Transformation Time-lapse: one picture everyday-202lbs to 160lbs.

Posted by Hunter Hobbs on 15. apríl 2018

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Í gær

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar

Einn dáðasti leikarinn á leið í hnapphelduna eftir að unnustan fór á skeljarnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“

Bjútífilterar á samfélagsmiðlum orðnir svo lúmskir – „Þetta er ekki raunveruleikinn“