Fókus

Afmælisbörn dagsins: Hrútarnir sem eyða stundum um efni fram

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 17. apríl 2018 11:26

Ef þú komst í heiminn 17. apríl þá segja himintuglin að þú, kappsami hrútur, sért haldin mikilli metnaðargirnd sem orsakast meðal annars af hreinræktuðu eirðarleysi. 

Á sama tíma býrð þú yfir töluverðri sjálfsstjórn og þolinmæði sem er nokkuð mikil þversögn við eirðarleysið. Þú ert mjög skapandi og frumleg/ur og að öllum líkindum býrð þú yfir góðum leiðtogahæfileikum og átt mjög gott með að sjá tækifærin í hlutum og aðstæðum.

Þú býrð líka yfir ótal kostum en einn af göllum þínum er hinsvegar sá að þú tekur sjálfri/um þér heldur alvarlega. Þú getur líka verið full hreinskilinn og svo áttu það til að eyða um efni fram.

Þú ert ákaflega kærleiksrík manneskja og þú leggur þig virkilega fram um að skilja það fólk sem þú átt í samskiptum við.

Hrúturinn sem fæddist 17. apríl á yfirleitt ekki í neinum vandræðum með að ná sér aftur á strik ef hann dettur af baki, enda er hann bæði auðmjúkur og ábyrgur.

Ef dagurinn í dag er afmælisdagurinn þinn þá þarft þú bara að halda áfram á sömu braut og þú hefur verið hingað til en reyndu samt að hætta að taka sjálfri/um þér svona alvarlega. Lífið verður svo miklu skemmtilegra þegar maður lærir að hlægja að sjálfum sér.

Frægir hrútar sem fæddust 17. apríl

Victoria Beckham – fatahönnuður og fyrrum poppstjarna

Birgitta Jónsdóttir – ljóðskáld og fyrrum stjórnmálakona

Eyjólfur Kristjánsson – tónlistarmaður

Díanna Dúa Helgadóttir – markaðskona

Tamara Beckwith – leikkona

Jennifer Garner – leikkona

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Dauði Denise
Fókus
Fyrir 2 dögum

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“

15 ára stúlka fór í partý með vinum sínum – Þessi ljósmynd var tekin nokkrum klukkutímum síðar: „Þetta gæti auðveldlega komið fyrir þig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina

Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt EKKI að skola diskana áður en þú setur þá í uppþvottavélina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“

Ugla Stefanía – „Ég bókstaflega skelf af reiði, vonbrigðum og undrun“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý

Plágan komin til höfuðborgarinnar: Bítur til blóðs – Þetta þarft þú að vita til að losna við lúsmý
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“

Sunneva Ása Weisshappel: „Við böðuðum hljómsveitina upp úr kindablóði í plastsundlaug… Algjört white trash, súrt og skrítið, fáránlega gaman“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“

Halldór Blöndal vann á sumrin í hvalstöðinni: „Skrýtið hvernig staðið var að banninu á sínum tíma og mér fundust rökin fyrir því ekki standast“