fbpx
Fókus

Klámstjarnan Stefan trúlofaðist kærastanum: „Ég er eins og Homeblest, góður báðum megin“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 15:00

„Þetta var draumi líkast. Við erum ástfangnir upp fyrir haus,“ segir Stefan Octavian Gheorghe í samtali við DV. Stefan, sem er  þekktasta íslenska klámstjarnan, trúlofaðist kærastanum sínum, Devin Dickson, um helgina. Turtildúfurnar hafa verið saman í rúmt hálft ár en þeir kynntust í gegnum starf Stefans sem klámmyndaleikari. Þeir voru staddir í stuttu fríi hér á landi þegar Stefan Octavian fór niður á skeljarnar í Hörpu. Devin, sem er bandarískur, sagði samþykkti umsvifalaust bónorðið. Hirðljósmyndari Stefans, Geirix, myndaði bónorðið í bak og fyrir enda er Stefan einn allra vinsælasti Íslendingurinn á samfélagsmiðlunum Instagram og Snapchat.

„Við skáluðum í kampavíni og nutum stundarinnar. Síðan fórum við bara að sofa,“ segir Stefan þegar blaðamaður DV náði sambandi við hann. Hann og Devin voru þá staddir í Leifsstöð og voru á leið til Bandaríkjanna. „Við erum að fljúga til Los Angeles og förum þaðan til Las Vegas þar sem Devin er búsettur,“ segir Stefan.

Stefan hefur verið að færa sig upp á skaftið í klámiðnaðinum undanfarna mánuði. Hann byrjaði sem leikari en hefur í æ meira mæli verið að vinna bak við myndavélarnar. Þannig hefur hann verið í því að finna efnilega leikara og veita þeim tækifæri sem og að koma að framleiðslu á efni. Hann og Devin eru nú að kanna möguleika á eigin rekstri í þessum stóra iðnaði. „Það eru mörg spennandi verkefni framundan. Ég er ekki hættur að leika en ég kann ágætlega við mig bak við myndavélina líka. Ég er eins og Homeblest, góður báðum megin,“ segir Stefan léttur.

 

Sjáðu myndbandið af trúlofun Stefans og Devins

 

Ritstjórn DV
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

„Haldið er fast í þá staðreynd að fíklar eru ekki sérstök „tegund“, heldur eru þau venjulegt fólk sem fíknin og heimurinn í kringum efnin hefur breytt, gert þau siðlaus og sjálfselsk“

„Haldið er fast í þá staðreynd að fíklar eru ekki sérstök „tegund“, heldur eru þau venjulegt fólk sem fíknin og heimurinn í kringum efnin hefur breytt, gert þau siðlaus og sjálfselsk“
Fókus
Fyrir 8 klukkutímum

„Norræna goðafræðin eins og við höfum aldrei séð hana áður“

„Norræna goðafræðin eins og við höfum aldrei séð hana áður“