Fókus

Líkist peru en bragðast eins og banani

Kristinn H. Guðnason skrifar
Sunnudaginn 15. apríl 2018 19:00

Haustið 1972 hóf Sambandið innflutning á avókadó frá Ísrael en ávöxturinn fór illa í landann til að byrja með.

Björgvin Schram stórkaupmaður sagði í samtali við Vísi: „Okkur hefur fundist lítill áhugi ríkja fyrir honum, en hann virðist ákaflega vinsæll í öðrum löndum, sérstaklega sem forréttur.“

Þótti ávöxturinn bragðast eins og banani en minna á stóra peru í útliti. Fékk hann því síðar íslenska heitið lárpera. Tíðkaðist helst að gera úr honum salöt og bera fram í hýðinu.

Í frétt Vísis kom fram að Sambandið væri einnig að íhuga innflutning á svokölluðum kiwi-ávexti sem væri „mjög frísklegur og svipaður appelsínu.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af