Fókus

Winston Churchill á ögurstund

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson fjallar um The Darkest Hour

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 18. febrúar 2018 15:00

Í upphafi seinni heimsstyrjaldarinnar hvíla örlög hins frjálsa heims á öxlum nýkjörins forsætisráðherra Bretlands, Winstons Churchills.

Hann stendur frammi fyrir því að þurfa að semja við Hitler, eða að þrauka og berjast áfram þar til yfir lýkur. Myndin gerist öll í maí 1940 og lýsir fyrstu dögum Churchills í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðinum eftir að króa Bandamenn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma.

Réttur maður á réttum stað

Ögurstund, eða The Darkest Hour eins og hún heitir á frummálinu, er virkilega áhrifarík mynd en í sögunni eru raktir atburði sem skiptu gríðarlega miklu máli fyrir allan hinn vestræna heim.

Ef Winston Churchill hefði ekki verið réttur maður á réttum stað og tíma eru talsverðar líkur á að heimsmyndin væri önnur en sú sem við þekkjum í dag. Á þessum örlagaríku dögum vorið 1940 tókust á tvær fylkingar; þeir sem vildu semja við Hitler og þeir sem vildu ekki semja við Hitler, eða töldu það sama og tap að gera friðarsamninga við hann. Ekki þarf að taka fram að Churchill var í síðarnefndu fylkingunni. Þótt Churchill hafi verið glámskyggn maður að sumu leyti, yfirsást honum aldrei hvaða mann Adolf Hitler hafði að geyma. Hann varaði við honum í ræðu og riti allt frá því hann komst til valda. Gary Oldman leikur Churchill af mikilli snilld enda hlaut hann Golden Globe-verðlaunin fyrir sitt framlag sem besti leikari í dramamynd.

Við semjum aldrei við Hitler, við gefumst aldrei upp!

Höfundur handritsins tekur sér skáldaleyfi við að segja söguna, en það gerir hana ekki minna hrífandi. Senan þar sem Churchill tekur sér far með neðanjarðarlest er sérlega eftirminnileg. Þar tók hann púlsinn á þjóðinni og niðurstaðan var einróma: Við semjum aldrei við Hitler. Við berjumst gegn þeim á höfunum, við berjumst gegn þeim með síauknum þrótti í loftinu, við verjum eylandið okkar, hvað sem það kostar. Við munum berjast á ströndunum, við munum berjast á flugvöllunum, við munum berjast á engjunum og götunum, við munum berjast í fjöllunum; við gefumst aldrei upp!

Að lokum er gaman að geta þess að það var hugmynd Churchills að fá báta og fley til að bjarga hermönnunum sem voru fastir í Dunkirk en um þá viðburði var gerð samnenfd verðlaunamynd sem var nýverið sýnd í kvikmyndahúsum.

Einróma lof gagnrýnenda

Darkest Hour hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og er tilnefnd til sex Óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og Gary Oldman er tilnefndur sem besti leikarinn í aðalhlutverki. The Darkest Hour er einnig tilnefnd til fjölda Bafta-verðlauna eða átta. Hún fær til að mynda tilnefningu sem besta myndin og Oldman er tilnefndur sem besti leikarinn. Þá var hann valinn besti leikari í dramamynd á Golden Globe. The Darkest Hour er sýnd í Sambíóunum.

Sigurgeir Orri Sigurgeirsson

Margrét Gústavsdóttir
....er félagi nr. 241 hjá Blaðamannafélagi Íslands.
Hún hefur m.a. starfað við sjónvarp og útvarp og verið vinsæll bloggari í gegnum árin.

margret@dv.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fókus
Í gær

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur

Tannlæknirinn sem tryllti netnotendur
FókusFréttir
Í gær

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“

Frá Akureyri í innflytjendafangelsi í Bandaríkjunum – Hlekkjuð á höndum og fótum – „Eins og að vera dýr í búri“
Fyrir 2 dögum

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“

Syni Kristínar var vísað úr meðferð á Vík: „Fyrr drepst ég en að ég standi hjá og horfi á barnið mitt drepa sig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”

Skaut sig í höfuðið og fór í andlitsígræðslu – „Lífið hefur gefið mér annað tækifæri”
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“

Tara fordæmir peysu UN Women: „Ég er hætt að vera meðvirk með fatamerkjum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna

Jólin komu snemma í ár á skrifstofu DV – Steinn Kári byrjaður að borða jólatertuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“

Einar Darri lést í rúmi sínu aðeins 18 ára gamall – „Að jarða ungan dreng er eitthvað sem ég vil ekki að neinn upplifi“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“

Katrín Sif neitar þöggun um fíkniefni og slagsmál á Fiskideginum mikla – „Fyrirmyndir unglinganna okkar plöntuðu sér á tjaldsvæðið og dreifðu eiturlyfjum í mjög miklu magni og gortuðu sig af því“