fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
EyjanFréttir

Inga Sæland reið: Níræð sjónskert kona rekin af heimili sínu – „Henni leið illa, var óörugg og hrædd“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 16. apríl 2018 12:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það á að reka þau burt af heimilum sínum nú í haust. Sú elsta í hópnum verður níræð í október og er búin að missa sjónina. Mig langar að segja ykkur stuttlega frá þeirri baráttu sem hún á nú við að etja. Ég hitti hana fyrir tveimur dögum. Ég fann hlýjuna og góðvildina streyma frá þessari smávöxnu og fíngerðu gömlu konu.“

Þetta segir Inga Sæland formaður Flokks fólksins um frétt DV í Morgunblaðinu í dag. DV birti í síðasta helgarblaði viðtal við Svövu Gunnlaugsdóttur leigjandi í Boðaþingi í Kópavogi. Húsið er í eigu Naustavarar ehf sem er félag í eigu Sjómannadagsráðs og er ætlað fólki sem er 60 ára og eldri. DV fjallaði á dögunum um þá staðreynd að fimm leigutakar hefðu fengið bréf þess efnis að þeim væri gert að yfirgefa leiguíbúðir sínar fyrir 1. október næstkomandi. Þar á meðal er Svava, sem verður níræð í október á þessu ári. Staða hennar er þó enn verri því á meðan aðrir leigjendur þurfa að yfirgefa íbúðir sínar í haust þá átti Svava að yfirgefa húsnæðið sitt fyrir 1. apríl. „Ég fékk eins mánaðar frest því ég fór til útlanda til þess að vera viðstödd brúðkaup dóttursonar míns. Ég veit ekkert hvað tekur við,“ segir Svava.  Hún segir að vegna mistaka hafi hún í raun verið leigusamningslaus í mörg ár og að það hafi Naustavör nýtt sér til að henda henni fyrr á götuna en ella.

Upphaf málsins má rekja til deilna varðandi innheimtu húsaleigu sem hófust árið 2011. Naustavör á og leigir 95 íbúðir í Boðaþingi 22 og 24. Um árabil innheimti félagið húsaleigu að viðbættu sérstöku húsgjaldi. Húsgjaldið átti aðeins að fara í að greiða kostnað við rekstur sameignar húsanna en í ljós kom að ýmis annar kostnaður, meðal annars stjórnunarkostnaður, var greiddur með húsgjaldinu. Það fór illa í leigjendur sem kröfðust úrbóta.

Ekki náðist sátt í málinu milli deiluaðila. Það endaði með því að fjölmennur fundur íbúafélagsins ákvað að leita réttar síns fyrir dómstólum. Fimm stjórnarmenn fóru í mál fyrir hönd annarra félagsmanna og svo fór að þeir unnu málið í héraði. Niðurstaðan var sú að Naustavör bar að endurgreiða leigutökum sínum hundruð þúsunda króna á hverja íbúð.

„Ég fékk endurgreiddar um 570 þúsund krónur,“ segir Svava. Nokkrum dögum eftir að dómurinn féll þá var henni, eins og öðrum leigutökum, boðið að skrifa undir nýjan leigusamninginn. Þar kom fram að húsaleigan myndi hækka sem næmi húsgjaldinu ólöglega og að leigjendur yrðu að afsala sér skaðabótunum.

Inga Sæland hitti konuna og segir: „Henni leið illa, var óörugg og hrædd og sagðist lítið geta sofið fyrir áhyggjum,“ segir Inga og heldur áfram: „Þau voguðu sér að mótmæla óréttlætinu og sjálftökunni sem þau máttu þola af hendi leigusalans. Eftir langa baráttu sem engu skilaði sáu þau enga aðra leið en leita réttar síns fyrir óvilhöllum dómstóli. Þau höfðuðu mál gegn leigusalanum. […] Þau höfðu s.s. verið látin greiða ólögmætar greiðslur í hússjóð svo árum skipti.“

Inga Sæland fjallar svo um viðbrögð Naustavarar við dómnum:

„Fljótlega eftir að dómur féll í málinu gengu framkvæmdastjóri Naustavarar og þjónustufulltrúi í allar íbúðir í Boðaþingi 22-24. Meðferðis höfðu þau viðauka við áðurgerðan leigusamning íbúanna. Þau bönkuðu upp á hjá hverjum og einum. Allir vissu að ef þeir skrifuðu ekki undir yrði þeim gert að fara. Þrátt fyrir að með því væri viðkomandi að afsala sér réttinum sem héraðsdómur dæmdi þeim.“

Inga segir að íbúar hafi orðið skelfingu lostnir og ekki þorað annað en að skrifa undir. Þeir sem ekki gerðu það var sagt upp leigunni og gert að yfirgefa heimili sitt eigi síðar en 1. október 2018.

„Þessi framkoma er vægast sagt dapurleg,“ segir Inga og bætir við:

„Eru Hrafnistumenn búnir að gleyma einkunnarorðum sínum? Búum öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis