Vilhjálmur Ari

Vilhjálmur Ari

Ég er er heimilislæknir (1991) og starfa nú á Heilsugæslunni Firði, Hafnarfirði. Eins starfað á Slysa- og bráðamóttöku LSH sl. 30 ár, nú sem lausráðinn. Doktorspróf frá Læknadeild HÍ 2006 og klínískur dósent við Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins (HH) frá 2009. Læt mér sérstaklega annt um gott og réttlátt heilbrigðiskerfi og skynsamlega notkun lyfja.

 • Eins og að tala endalaust við sálfan sig

  Umræða um niðurskurð í ríkisútgjöldum, m.a. til heilbrigðismála, hefur verið áberandi og sem sumir stjórnmálamenn telja áfram nauðsynlegan. Forgangsröðun verkefna er hins vegar oft ansi málum blandin í þjóðfélaginu og sitt sýnist hverjum. Munur milli ríkra og fátækra hefur sjaldan verið meiri, á sama tíma og umræðan um einkavæðingu heilbrigðisþjónustunnar á ýmsum stigum er háværari. Ríkisstjórnin telur að á því svi ...

  Skrifa athugasemd

 • Kikkhóstinn gamli í sókn

  Ástæða er að vera mikið  betur á verði gagnvart einkennum kíghósta (pertussis) hér á landi og sem bakterían Bordetella pertussis veldur. Sjúkdómurinn gekk reyndar undir heitinu kikkhósti hér á landi á öldum áður, sennilega þar sjúklingurinn kikknar oft í verstu hóstakviðunum og ungbörn eiga oft í verulegum öndunarerfiðleikum.Tilfellum meðal ungbarna undir 3 mánaða aldri og áður en þau fá bólusetningu, hefur fjölgað mikið víða í nágranalöndunum sl. ár ...

  Skrifa athugasemd

 • Forsendubrestir og skuldaleiðréttingar

  Ætlar Ríkisstjórn Íslands að styðja við þá ákvörðun seðlabankastjóra sem tilkynnt var alþjóð á þjóðhátíðardaginn sjálfan, að afnumdir verði einhliða á komandi mánuðum samningar almennings um lífeyrissparnað í erlendri mynt og þar með lífeyrisréttindi tugþúsunda Íslendinga og sem Seðlabankinn sjálfur hefur talið löglegan gjörning hingað til? Afleiðingarnar verða mikið uppnám í sparnaði almennings og væntanlegum lífeyristekjum þeirrar kynslóðar sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Grátur í heilbrigðiskerfinu

  Fram kom í fréttum í vikunni að á Akureyri vantaði 6 heimilislækna. Heilsugæslan þar er á forræði sveitafélagsins með samning við ríkið, undir hatti Heilbrigðisstofnunar Norðurlands. Þar láta sveitastjórnarmenn a.m.k. nú í sér heyra þegar fjársvelti gerir stofnuninni erfitt fyrir og illa gengur að ráða lækna vegna lélegra kjara. Á höfuðborgarsvæðinu þar sem heilsugæslan heyrir beint undir Heilbrigðisráðuneytið, er ástandið samt öllu verra. Ef Akureyringar gráta ...

  Skrifa athugasemd

 • "Grettistak" Reykjavíkurborgar

  Rök íbúanna við Grettisgötu og þröngra stræta í miðborg Reykjavíkur að fá að halda græna reitnum sínum og stóra aldargamla silfurreyninum sem stendur nú til að fella vegna þéttingar byggðar, eru gild og mjög skiljanleg að mínu mati. Öllum er mikilvægt að fá smá andrými í sínu nærumhverfi og sem oft sárlega vantar í gömlum hverfum. Að akkúrat á þessum reit þurfi að þétta byggðina enn frekar og ...

  Skrifa athugasemd

 • Landneminn blái

  Tilefnið nú er sumarbláminn á heiðunum kringum höfuðborgarsvæðið og reyndar meðfram þjóðvegum landsins sem ég held að enginn getur verið ósnortinn af. Landnemanum nýja sem vill samt vaða hratt yfir lággróður á melunum og hæðum og sumir líta á sem skaðvald í íslenskri náttúru sem gjörbreytt getur ásýnd landsins í framtíðinni. Almenningur er því hálf ruglaður og margir sjá ástæðu til að bregðast við útbreiðslunni me ...

  Skrifa athugasemd

 • Ljósið og lækningar, Eir VI

  Í grein í Fréttablaðinu fyrir 2 árum, Bláu augun þín, varaði Jóhannes Kristinsson, augnlæknir, við útfjólubláum geislum sóar. Bláeygðir eru taldir viðkvæmari fyrir geislum sólarinnar á augun en dökkeygðir, ljós kynstofn sem hefur aðlagast gegnum árþúsundin við takmarkaða birtu yfir vetrarmánuðina á norðursóðum. Tjáningu genanna okkar og svörun þeirra gagnvart umhverfinu, ljósið í sortanum í öðrum skilningi. Á sumrin er birtan hins vegar mikil og ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað ætlar íslenska þjóðin að gera í "sínum málum".

  Eins og fram kemur á forsíðu Fréttablaðsins í dag og í viðtali við Guðmund Löve, framkvæmdastjóra SÍBS, að þá verja fá vestræn ríki jafn litlu til forvarna og heilsugæslu og Ísland. Heildræna stefnu vantar og heilsugæslan er á fallandi fæti. Reiknað hefur verið út að 68 þúsund góð æviár gætu verið glötuð í dag vegna aðgerðarleysis sl.ár. Nýjar rannsóknir hafa nú verið birtar sem sýna að Íslendingar ...

  Skrifa athugasemd

 • Kjósum heilsugæslu

  Eftir að hafa kynnt mér  málefnalista framboðanna til sveitarstjórnakosninganna nú á höfuðborgarsvæðinu og hlustað á umræður frambjóðenda, finnst mér að stefnu vanti í að tryggja heimilislæknisþjónustu á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjunum og Akureyri sérstaklega, sem og vaktþjónustu í heimabyggð. Þróunin er alla vega sú að verulega hefur molnað undan þeirri þjónustu og sem höfum kallað sjálfsagða svo langt sem ég man. Löng bið getur nú veri ...

  Skrifa athugasemd

 • Skógarmítlar og heilabólgur

  Í gær var rætt við Erling Ólafsson, skordýrafræðing sem oftar á Bylgjunni, og nú um nýjan landnema, skógarmítlana illræmdu og sem ég skrifaði síðast um sl. sumar á Eyjunni og rétt er að rifja upp af þessu tilefni. Mikil umræða er um þessi máli í Skandínavíu og málið mér líka skylt vegna eigin kynna, nú síðast um páskana. Gæludýr, svo sem hundar eru t.d.mikið bitnir ...

  Skrifa athugasemd

 • Sumarflensa og flensubróðir

  Sennilega er ekkert jafn svekkjandi og leggjast í flensu þegar nálgast mitt sumar, enda flestir með hugann við útivist og ferðalög. Að sumarfríið gæti nú farið í að liggja í rúminu heima dögum saman, ómögulegur og illa haldinn eða sinna öðrum veikum fjölskyldumeðlimum. En því miður virðist þetta vera útlitið í ár fyrir margra og betra að vera á varðbergi og vel undirbúinn því óvænta. Umræða sem að sumu leiti á skylt við fyrri ...

  Skrifa athugasemd

 • Fingurmeinin okkar (Eir V)

  Eins og fyrri pistlar í flokknum Eir, fjallar þessi (fimmti) um samanburðinn á nálgun læknisfræðilegra vandamála í dag og fyrir meira en öld. Oft virðist sem okkur eru nú meira mislagðar hendur í skipulagi heilbrigðisþjónustunnar en þá og horfum langt yfir skammt. Hátæknilækningar í stað þess að standa nú vörð um grunnþjónustuna sem er að molna á höfuðborgarsvæðinu og mörg ár getur tekið að byggja upp aftur. Kaflinn um, Fingurmein í alþýðuritinu ...

  Skrifa athugasemd

 • Eru menn vitrari eftir á, eftir hrun?

  Nú fyrir sveitastjórnarkosningar er gott að vita um afstöðu manna til heilsugæsluþjónustunnar í sveitafélögunum í nágrenni Reykjavíkur. Undir sameiginlegum hatti Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) og sem blætt hefur mikið sl. áratug, eftir sameiningu stöðvanna. Sumir tala nú um hrun og að sumar stöðvar í úthverfum sé varla mannaðar læknum lengur, en hins vegar gríðarlegt álag á vaktþjónustur (Læknavaktina og Branalæknavaktina) og Bráðamóttöku LSH. Afsta ...

  Skrifa athugasemd

 • Reiðhjólaöryggi, takk

  Sumarið er loks komið og margir tekið fram hjólið sitt úr geymslunni eftir langan vetur, ekki síst börnin. Ekkert kemur betur í veg fyrir reiðhjólaslysin en að varlega sé farið fyrstu daganna og að fullorðnir sýni börnunum gott fordæmi. Hjólin séu yfirfarin, bremsur vel athugaðar og að nýlegur hjólahjálmur sé alltaf tiltækur. Hjólreiðar njóta í dag vaxandi vinsælda meðal fullorðinna, sem hluti af nýjum ...

  Skrifa athugasemd

 • Útkall!

  Fáir starfsmenn njóta jafn mikils trausts og góðvilja hjá almenningi og "björgunarsveitarmaðurinn", "sjúkraflutningsmaðurinn" og "lögreglumaðurinn". Þegar slíkur maður bankar upp á, á hann erindi til þín eða þjóðarinnar allrar í miklum hremmingum. Þegar ég heyrði af fyrirhuguðum aðferðum Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) til að ná inn samanburðarsýnum úr þriðjungi þjóðarinnar í gagnabrunninn þeirra nú, setti mig þó hjóðan. Þótt slík skimun á erfðaupplýsingum heillar þjóðar ...

  Skrifa athugasemd

 • Hættur í nærumhverfi Íslands!

  Flestir gera sér ekki grein fyrir öllum þeim hættum sem við erum að skapa framtíðinni í okkar nærumhverfi með neysluvenjum okkar og stóriðju í dag. Neysluvenjur sem við teljum svo sjálfsagðar, en sem eru heilsuspillandi á margan hátt og enn alvarlegri fyrir komandi kynslóðir að öllu óbreyttu. Áhugi fjölmiðla snýr síðan meira að afleiðingum hlýnunar jarðar og náttúruspjöllum í framtíðinni, en afleiðingum sem þegar hafa orði ...

  Skrifa athugasemd

 • Gamla góða magnýlið, alveg magnað

  Fyrsta lyfjatilraun sem undirritaður tók þátt í fyrir um 30 árum, sem tilraunadýr og læknanemi fyrir smá borgun, var frásogsrannsókn á nýjum íslenskum magnyl töflum sem þá voru að koma á  markað. Teknir voru inn nokkuð stórir skammtar og magnýlið mælt í blóði síðan á nokkra klukkustunda fresti. Óþægindalítil en mögnuð rannsókn, enda eyrasuðið talsvert... Fá skráð lyf hafa komið á lyfjamarkað í heiminum (1899) sem breytt hefur jafn miklu fyrir sjúklinga almennt talað og ...

  Skrifa athugasemd

 • Skinnsokkslausu stúlkurnar - Eir IV

  Nú í tilefni sumardagsins fyrsta á morgun, birti ég hér kafla úr Eir frá árinu 1900 eftir Dr. J Jónassen, lækni um tíðateppu; Stúkurnar mega ekki standa á votengi skinnsokkalausar. Kvilli sá, sem nefndur er "tíðateppa", er hér á landi mjög svo algengur og leiðir margt ilt af sér. Ég þori óhætt að fullyrða, að mjög oft er því um að kenna, að stúlkurnar standa í votu á sumrin við heyvinnu. Ef læknirinn, sem stúlkan ...

  Skrifa athugasemd

 • Í tilefni páskahátíðar, Eir III

  "Bólusetning er orðin það gömul, að menn eru hættir að meta hana svo mikils sem hún á skilið. Það er farið að gleymast, að bólusóttin er óttalegri, en allar aðrar landfarsóttir, ef hún fær að ráða sér- ef ekki er bólusett. Árið 1707 er mælt að bólan hafi drepið 18.000 manns her á landi af 50.000. Síðast kom hún hingað 1839, fór um suðurland, en ...

  Skrifa athugasemd

 • Tóbakið í borgunum, víti til að varast, Eir II

  Það er nokkuð áhugavert að bera saman umræðuna í dag og fyrir rúmlega hundrað árum þegar ekki var enn vitað um skaðsemi tóbaksreyks á sjálf lungun. Lungnateppuna og krabbamein, auk auðvitað áhrifa á sjálft blóðrásarkerfið og æðakölkunina sem síðar átti etir að koma betur í ljós. Helstu langtímaáhrifa tóbaksreyks á heilsuna. Enn samt var af nógu að taka varðandi heilsuspillandi áhrif tóbaks og íslenski ruddinn (neftófakið sem notað er mest í v ...

  Skrifa athugasemd