Viktor Orri Valgarðsson

Viktor Orri Valgarðsson

Stjórnmálafræðingur við HÍ. Skrökva-ði og Þrasa-ði í Stúdentaráði og Morfís. Kvennskælingur að fornu og nýju. Áttavitinn, Hamragrill, Hreyfingin, UJ, Píratar, SANS og Stjórnlagaþing. Frjálshyggju-krati, andfemíniskur femínisti, með og á móti ESB, realískur friðarsinni, frjálslyndur vinstri-maður, trúgjarn efahyggjumaður og óflokksbundinn framapotari... tek á móti fleiri skoðana-stimplum í athugasemdakerfinu.

 • Bæbæ Bjössi

  Sá vettvangur, sem þessi pistill er ritaður á, er í eigu DV ehf., sem nýverið skipti um meirihluta-eigendur og í kjölfarið stjórn og ritstjóra.  Nú má vel vera að menn hafi réttilega skiptar skoðanir á þeim litríka karakter sem Reynir Traustason er; persónulega hefur mér þótt mikið til hans koma síðan hann réði Jón Bjarka Magnússon aftur á blaðið, eftir að sá síðarnefndi hafði komið honum heldur illa á opinberum vettvangi (með réttu ...

  Skrifa athugasemd

 • Nokkrar lygar ráðherra

  a) "Minnisblaðið sem hefur verið í gangi á ýmsum fjölmiðlum og hér og þar er ekki sambærilegt við nein gögn í ráðuneytinu" - Hanna Birna Kristjánsdóttir, Alþingi, 27. janúar. Nokkur svipuð ummæli fyrr og síðar. Ráðherra hafði þá fengið sent minnisblað í tölvupósti frá skrifstofustjóra sínum 19. nóvember, sem var nákvæmlega eins og það minnisblað sem hafði verið í gangi í fjölmiðlum - fyrir utan eina setningu. Hún ...

  Skrifa athugasemd

 • Trúnaðarbrotið

  Hæstvirtur innanríkisráðherra hefur eins og flestir vita fyrir löngu gefið þjóðinni ærið tilefni til þess að taka orð hennar um lekamálið svokallaða í hvívetna heilög og trúanleg. Geri maður sér það að leik er atburðarásin í því máli nefnilega síst ómerkilegri en ella. Þannig hefur ráðherra skýrt frá því að innanhúsathugun innanríkisráðuneytisins, í samstarfi við rekstrarfélag Stjórnarráðsins, hafi í kjölfar fregna um meintan leka ...

  Skrifa athugasemd

 • 2,5 prósentin

  Allt frá því gömlu stjórnmálaflokkarnir sameinuðust um að stinga stjórnarskrá þjóðarinnar undir stól fyrir síðustu alþingiskosningar, og afturhaldsflokkarnir tóku við völdum í kjölfarið, hefur ótrúlegasta fólk talið sig þess umkomið að afskrifa alla umræðu um breytingar á stjórnarskrá lýðveldisins. Röksemdafærslan, sem virðist á einhvern óskiljanlegan hátt hafa náð fótfestu í almennri orðræðu, er sú að vegna þess að Lýðræðisvaktin hlaut aðeins 2 ...

  Skrifa athugasemd

 • Jæja.

  "Út vil ek" hljómar æ hærra í huga mínum þessa dagana. Sveitarstjórnarkosningarnar, sem ég kallaði fyrir stuttu síðan "lúxusvandamál" vegna þess að kosningabaráttan snerist um málefnalega og vinalega umræðu um áherslumál nokkurra fínna framboða, snerust 23. maí upp í farsa sem engan enda virðist ætla að taka. Farsa sem endaði með því að hatursfullasti þjóðfélagshópur landsins varð að miðpunkti umræðunnar - kosningabaráttan og fjölmiðlaumfjöllunin ...

  Skrifa athugasemd

 • Óvinir velferðarkerfisins

  Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, skrifaði einkar umdeilda og undarlega grein (bls. 22) í Hjálmar, tímarit hagfræðinema við Háskóla Íslands, nýverið, þar sem hann lýsti andstyggð sinni á opinberum heilbrigðistryggingum á grundvelli einkennilegra hagfræðigreininga. Ýmsir hafa þegar svarað grein Ragnars ágætlega, m.a. Katrín Jakobsdóttir, sem lýsti áhyggjum af þýðingu þessarar afstöðu efnahagsráðgjafa ríkisstjórnarinnar fyrir stefnu hennar í heilbrigðismálum. Í svargrein í Fréttablaðinu ...

  Skrifa athugasemd

 • Sjálfhætt

  Leiðtogar ríkisstjórnarinnar hafa undanfarið reynt í örvæntingu að firra sig ábyrgð frá kosningasvikum sínum með því að halda því fram að aðildarviðræðum við ESB hafi verið "sjálfhætt" - þetta sé í raun ekki þeirra ákvörðun heldur bara eitthvað sem við þurfum að sætta okkur við. Fyrst var það pólitískur ómöguleiki fyrir stjórnarherrana að framfylgja vilja þjóðarinnar ef hann stangaðist á við þeirra eigin. Afstaða sem afhjúpar það vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Sérlausnir ESB: Kadmíum-sprengjan

  Símon Örn Reynisson fór vel yfir það í frétt á DV.is hvernig hártoganir um sérlausnir og undanþágur í aðildarsamningum við ESB hafa snúist um orð, miklu frekar en innihald (á svipaðan hátt og umræðan um "aðild" vs. "aðlögun"). Efnislega spurningin er hvort ríki hafi almennt kost á því að festa í aðildarsamninga sína ákvæði sem taka tillit til sérstöðu þeirra gagnvart tilteknum reglum sambandsins; hvort sem það er tímabundi ...

  Skrifa athugasemd

 • Bananinn

  Það er við hæfi að málsvörn kosningasvika og klíkuræðis skuli stökkva fullsköpuð út úr höfði sjálfstæðiselskandi stríðsguðsins í formi banana. Ávöxturinn lýsir enda lýðveldi þar sem valdhöfum þykir í lagi að ljúga sig til áhrifa og snuða fólk um lýðræði þegar þeir vilja ná sínu fram, hvað sem kostar. Gunnlaugur Jónsson hélt því fram nýverið að gengjum við í Evrópusambandið yr ...

  Skrifa athugasemd

 • Hægrihægrið

  Sjálfstæðisflokknum virðist eitthvað vera að fatast flugið eftir ágætis byrjun í ríkisstjórn - þeim sem hafði tekist að sigla svo hljóðir hjá meðan Framsóknarflokkurinn framdi hávaðasamt og hrollvekjandi kamakazi á uppbyggingu og "frjálslyndari stjórnarháttum" eftirhrunsáranna. Nú er hins vegar einhver vinsælasti leiðtogi þeirra kominn í sjálfheldu eftir grunsamlegan leka ráðuneytis hennar á persónuupplýsingum í pólitískum tilgangi, og ekki síður eftir viðbrögðin við fyrirspurnum ...

  Skrifa athugasemd

 • Ómöguleikinn

  Möguleiki gærdagsins er ómöguleiki dagsins í dag - sagði einhver Sjalli. Í kosningastefnu Sjálfstæðisflokksins fyrir alþingiskosningarnar vorið 2013 stendur:"þjóðin tekur ákvörðun um aðildarviðræður við ESB í þjóðaratkvæðargreiðslu á kjörtímabilinu" Í viðtali við Fréttablaðið 24. apríl 2013 sagði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins:„En við höfum haft það sem hluta af okkar stefnu að opna fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu til að útkljá þetta mál og ...

  Skrifa athugasemd

 • Egill Allen

  Ég man eftir Agli Gilzenegger frá því hann hafði sig í frammi fyrir "kallana" í árdaga, með sínum öfgakennda karlrembuhúmor, tappastælum og hnakkamenningu. Augljós karakter en ekkert sérstaklega frumlegur eða innihaldsríkur; aðallega hallærislegir stælar sem virtust fyrst og fremst vera útrás fyrir hóflegri útgáfu karaktersins sem bærðist innra með honum sjálfum. Þó var stundum hægt að hlæja að honum og ég hef meira umburðarlyndi en margir fyrir gr ...

  Skrifa athugasemd

 • Afslöppun á nýju ári

  Mikið afskaplega er gott til þess að vita að forsætisráðherra vor hafi það gott eftir jólahátíðarnar - sé orðinn svona líka afslappaður og kózý tæpu ári eftir kosningastreituna - nýr maður, alveg hreint! Fyrir kosningar virtist honum t.d. eitthvað vera umhugað um hvað almenningi fyndist um aðildarviðræður við ESB; í viðtali á Sprengisandi þann 3. mars í fyrra útskýrði hann í því samhengi að "ég er bara að segja að almenningur eigi ...

  Skrifa athugasemd

 • Morfísvæðingin?

  Á næstu vikum mun Alþingi Íslendinga hefja störf á ný með tilheyrandi argaþrasi, okkur öllum til yndisauka. Íslensk stjórnmál hafa enda verið klofin frá upphafi í heiftarlegar herðar niður, utan um átök um hugmyndafræði, sjálfstæðisbaráttu, hersetu og þau óhugnanlegu völd sem stjórnmálamenn hafa löngum haft yfir íslensku samfélagi. Átök sem hafa ásamt fámenninu stuðlað að menningu skotgrafa-stjórnmála, flokkshollustu og ófagmennsku sem óvíða á sér ...

  Skrifa athugasemd

 • Árið og allt það

  Í upphafi unnum við Icesave, Til hamingju Ísland var spilað í útvarpinu og einhverjir Bretar urðu leiðir. Niðurstöður þjóðaratkvæðanna og úrskurður EFTA-dómstólsins voru víst Ólafi Ragnari og Sigmundi Davíð að þakka svo þjóðin varð þeim skyndilega sammála um allt. Að henda stjórnarskránni, gefa ESB og öðrum útlendingum fingurinn og aumingja auðmönnunum allskonar eða hvernig það var. Vinstristjórnin bugaðist snemma gegn innblásnu íhaldi og málþófi minnihlutans ...

  Skrifa athugasemd

 • Engir peningar

  Nú fer önnur og þriðja umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar OG um fjáraukalög í fullan gang næstu daga og vikur. Erum við ekki spennt? Mig langaði bara að eiga lítið innlegg í þá umræðu - þetta með ímynduðu afarkostina. Það er annað hvort þróunaraðstoð eða heilbrigðiskerfi og barnabætur. Eigum við að fjármagna Landspítalann, Þjóðleikhúsið eða Rúv? Hvort viljum við hafa listir og menningu eða öryggi? Eigum ...

  Skrifa athugasemd

 • Samfó-samsærið hans Simma

  Forsætisráðherra fór mikinn í viðtölum helgarinnar, yfir því sem hann lýsti með leikrænum tilburðum sem átakanlega fyrirsjáanlegum og aumkunarverðum lygavef þingmanna Samfylkingarinnar gegn honum og stóra forsendubrestinum. Í "Stóra Málinu" (18:00) á laugardagskvöldið lýsti hann glaðhlakkalega hvernig spádómar hans um skítugar lygar stjórnarandstöðunnar hefðu ræst um helgina, hann hefði sjálfur séð þetta úr kílómetra fjarlægð! Samfylkingin hefði nefnilega ...

  Skrifa athugasemd

 • Forsendubresturinn hrun

  Frá kosningunum í vor hefur hugtakið "Forsendubrestur" öðlast nokkuð skondinn sess í daglegu orðfæri Íslendinga. Eins gaman og mér finnst að kvarta sáran yfir forsendubrestinum sem ég verð fyrir þegar timburmenn dagsins í dag eru í hróplegu ósamræmi við öldrykkju gærdagsins, þá kemst ég ekki hjá kjánahrollinum þegar þetta hugtak er notað af fullri alvöru í þjóðmálaumræðu. Sérstaklega þegar það er notað til að réttlæta aðgerðir sem að öðru leyti eru borðleggjandi glapr ...

  Skrifa athugasemd

 • Ómar og óhlýðnin

  Það er gamalkunn og góð list að iðka borgaralega óhlýðni; að mótmæla ríkjandi lögum samfélagsins og framkvæmd þeirra með áberandi og friðsamlegum hætti, með því að neita að fylgja þeim fúslega en berjast ekki gegn þeim með valdi. Sú list virðist eitthvað hafa misfarist meginþorra Íslendinga síðustu daga, sem virðast telja hana fela í sér óumdeilanlega kröfu til réttlætis og sjálfsagða forsendu stefnubreytingar stjórnvalda ...

  Skrifa athugasemd

 • Óborganlegt

  Stjórnmálafræðingum er jafnan legið á hálsi fyrir að benda fyrst og fremst á hið augljósa í íslenskum stjórnmálum. Ég ætla að láta þann munað eftir mér. Þrátt fyrir að 15 flokkar væru í framboði til Alþingiskosninganna síðastliðið vor snerust þær um Framsóknarflokkinn og kosningaloforð hans um almenna skuldaniðurfellingu, með mörg hundruð milljarða millifærslu frá vondum kröfuhöfum til þjakaðra heimila. Aðrir flokkar sem náðu kj ...

  Skrifa athugasemd