Veröld Tobbu

Tobba Marinós er landsþekkt fyrir ferskleika í umræðum og óhrædd við að viðra skoðanir sínar og skemmtilegar frásagnir af daglegu lífi. Hún hefur gefið út þrjár bækur, stýrt sjónvarpsþáttum, er annálaður listamaður í eldhúsinu - og einfaldlega skemmtileg! Ath; þetta blogg er ekki fyrir teprur eða fýlupúka.
Veröld Tobbu

VÆNDISKONA KAUPIR SÉR KARLHÓRU!Ég hef verið veik fyrir bresku  leikkonunni Billie Piper síðan að ég bjó í Bretlandi og uppgötvaði hversu dásamleg hún er. Hún er svo sjarmerandi og svona girl next door týpa. Er reyndar vændiskona og rithöfundur - ég veit ekki alveg hversu next door það er!

En ég er allavega að byrja að skrifa Makalaus 2 og er að hressa upp á hugmyndarflugið með því að horfa á þættina Secret diary of a call girl með henni á Skjá einum. Ég á nefnilega erfiðast með að skrifa um kynlíf (ég er tepra í leynum) og þá kemur Bella eins og Billie heitir í þáttunum að góðum notum. Enginn tepruskapur þar - enda er varla hægt að vera tepra í hennar starfi.

Í næsta þætti fer hún og kaupir sér karlhóru en hún vill prufa að vera kúnni sjálf .... jiii hvernig ætli það sé ?

Hér er trailerinn ef einhver vill kynnast Bellu:

http://www.youtube.com/watch?v=wj4E3j8d8PI

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.