Veröld Tobbu

Tobba Marinós er landsþekkt fyrir ferskleika í umræðum og óhrædd við að viðra skoðanir sínar og skemmtilegar frásagnir af daglegu lífi. Hún hefur gefið út þrjár bækur, stýrt sjónvarpsþáttum, er annálaður listamaður í eldhúsinu - og einfaldlega skemmtileg! Ath; þetta blogg er ekki fyrir teprur eða fýlupúka.
Veröld Tobbu

LANGAR ÞIG AÐ STARFA VIÐ FJÖLMIÐLA ?

None

Síðustu mánuðir eru búnir að vera bilaðir. Hlutirnir gerast hratt og stundum eiginlega of hratt.


Ný bók, nýr þáttur, ný vinna ....

 

En lífið er gott og tækifærin mörg. Ég hef stundum haldið fyrirlestra og bent ungu fólki á leiðir til að ná markmiðum sínum. Þá sérstaklega í fjölmiðlageiranum. Ekki það að ég viti allt – heldur hef ég náð mörgum af markmiðum mínum á fremur stuttum tíma. Og það er fátt betra en að horfa á drauma sína rætast. Fá volga bók í hendurnar með eigin nafni eða horfa á samningana hrúgast upp  í skúffunni.

 

Mitt helsta ráð ungs fólks sem langar að reyna fyrir sér í fjölmiðlum – hvort sem það er ljósmyndun, blaðamennska, sjónvarp eða hvað sem er, þá er lausnin blogg. Það sem ég tel hvað mikilvægast til þess að verða góð fjölmiðlamanneskja er að læra að koma fyrir sig orði. Einnig er blogg snilld til að koma myndum, vidjóum og hverju sem er á framfæri. Aðalatriði er að það sé eitthvað sem þú hefur einlægan áhuga á – annars verður upplifun þín og þar af leiðandi textinn aldrei neitt spes góður.  Skrifaðu því bara um eitthvað sem þú hefur áhuga á – og passaðu að textinn sé ekki of langur. Fólk nennir frekar að lesa stuttan hnitmiðaðan texta. Og húmor er dásamlegur !

 

Annað sem er mikilvægt – ekki láta berja þig niður. Ég er lesblind og fljótfær. En ég hef selt 5000 bækur. Það er allt hægt ef hjartað fær að ráða. Og ekki vera feimin við að minna á þig, sækja um störf sem eru ekki auglýst og minna aftur á þig. Ég er ekki skyld neinum frægum og mér hefur aldrei verið boðið neitt af fyrrabragði. Hvorki bóka né sjónvarpssamningur. Samt á ég tvo af hvoru.

Bloggið landað mér til dæmis fyrsta bókasamningnum mínum. Bókaútgáfan Salka hafði neitað hugmyndinni minni um Maklaus en ég leitaði fyrst til þeirra því það er jú stelpuforlag. Eftir að hafa fengið nei frá þeim lagðist ég í enn meiri vinnu (email og áminningar) sem skilaði sér á endanum. Öll hin forlögin sem ég hafði samband við buðu mér á fund. Ég fylgdist með hvaða færslur voru mest lesnar - þær sem snúa að samskiptum kynjanna - prentaði út lista yfir þær færslur og notaði sem rökstuðning við hugmynd mína sem ég kynnti svo fyrir forlögunum og endaði á því að skrifa undir hjá JPV stærsta forlagi landsins. Afraksturinn er Makalaus - mest selda íslenska skáldsagan 2010!

Sko lesblindu ljóskuna !

 

Þú ert þinn eigin markaðsstjóri – hafðu það í huga. Ef þú hefur ekki trú á þér – hver ætti þá að gera það ?

 

Koma svo ... berjast!

 

Mynd: Nýja bókin mín sem kemur út í nóvember.

og þúsund þakkir til ykkar allra sem gáfuð mér og Makalaus séns, senduð mér falleg email eða stoppuðum mig á förnum vegi. Það er gott að búa á Íslandi - þar er gott fólk.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.