Unnur H. Jóhannsdóttir

Unnur er með B.A í kennsluvísindum, diploma í fötlunarfræðum, diploma í Hagnýtri fjölmiðlun og M.A í blaða- og fréttamennsku. Unnur hefur áhuga á samskiptum fólks, samfélagsmálum og bara manneskjunni almennt.
Unnur H. Jóhannsdóttir

OFT STENDUR ILLT AF TYPPAHJALI

Unnur vill að Alheimsrannsóknarstofnun kynfæra, ARKS,  geri samstundis könnun á því hversu djúpar, víðar og blautar píkur konur eru með eftir þjóðerni. Hvernig stendur á því að alltaf sé verið að mæla typpastærð karlmanna? Það er ekki eins og karlþjóðin ríði beinlínis á vaðið með þetta tól! Enn hefur komið í ljós það sem Unni og fjölmargar vinkonur hefur alltaf grunað: Íslenskir karlmenn eru bara með meðalstærð af typpum, ekki stór. Það er því ekki eins og íslenskar konur sitji við þann eldinn sem best brennur. Nei, þá er nú betra að bregða sér til Ghana og Venezúela til þess að finna risatólin, þar sem þau eru hvorki  meira né minna en 17,31 sm og 17,03 sm. Það  munar nú hvorki meira né minna en 2,75 sm eða eins og rúmlega hálfum litla fingri á þeim og íslenska meðalspjátrungnum. Nú kann einhver að segja að stærðin skipti ekki máli en hafið þið prófað 17,31 sm?  Konur, takið bara meðalsleif úr eldhússkúffunni og mælið skaftið! Þá kastar fyrst tólfunum! Ég segi bara það er eins gott að við séum sveigjanlegar ...

Íslensk typpi hafa greinilega setið eftir á hakanum þegar himnafaðirinn úthlutaði typpastærðinni eða þá að faðirinn var ekkert að bregða út af venjunni með þau frekar enn annað á Íslandi, þau eru bara svona meðal. Unnur hefur stundum verið að agnúast út í sérstakar typpaferðir eins og í fyrirtækjum þegar karlarnir fara síknt og heilagt í sána eða veiðiferðir  þar sem píkurnar mega ekki vera með. Formóðir Unnar hafði reyndar þennan vísdóm eftir ömmu sinni:  ,,Oft stendur illt af typpahjali.“ En nú er það Unni svo sem að meinalaustu að typpin hjali hvert við annað, oftast í valdaströggli sínu, því hún veit sem er að þau verða aldrei meira en meðal og ef til vill minni. Það er hins vegar píkan sem hefur alltaf haft aðlögunarhæfnina, stækkunarmöguleikana og dýptina – svo ekki sé minnst á skilninginn! Typpin íslensku sigla því áfram krappan sjó og láta ljúga að sér, a.m.k. þar til Alheimsrannsóknarstofnun kynfæra geri sams konar könnun á píkum!

    

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.