AF HVERJU ERU LAUNIN EKKI FELLD NIÐUR?


Í þessari frétt segir að laun handhafa forsetavalds verði lækkuð umtalsvert. Þessir handhafar (forsætisráðherra, forseti Alþingis og forseti Hæstaréttar) hafa hingað til verið á forsetalaunum (samanlagt) þá daga sem forsetinn er í útlöndum.

Jafnvel þó þeir geri svosem ekkert og séu allir á fínum launum.

Það er þjóðþrifaverk að lækka þessi laun.

Þessir þremenningar gera ekkert, nema örsjaldan skrifa þeir undir lög.

Hins vegar hafa þetta verið ágætir vasapeningar fyrir þessa þrjá embættismenn, sér í lagi ef forsetinn er mikið erlendis, eins og raunin hefur verið um Ólaf Ragnar Grímsson.

En með leyfi að spyrja, stóð ekki til að fella þessi laun alveg niður? Ég þykist muna að það hafi verið á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar.

Af hverju að draga í land?

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.