Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor var kjörinn á stjórnlagaþing haustið 2010. Hann sat í stjórnlagaráði sem afhenti Alþingi frumvarp til stjórnskipunarlaga þann 29. júlí 2011.

 • Vetur í Moskvu

  Ef Moskva væri kona, þætti mörgum hún vera hið mesta glæsikvendi. Borgin skartar fagurlega lýstum byggingum og minnismerkjum í vetrarmyrkrinu líkt og Liz Taylor og Za Za Gabor báru glitrandi skartgripi. Anita Ekberg, sem er nýfallin frá á níræðisaldri, þurfti enga skartgripi. Um hana sagði Bob Hope, að foreldrar hennar hefðu fengið Nóbelsverðlaun í arkitektúr. Nema þegar ég horfi á hluta herlegheitanna út um hótelgluggann minn hér í Moskvu – Kreml og dómkirkju ...

  Skrifa athugasemd

 • Að slíta sundur friðinn

  Nú hallar svo mjög á lýðræðið í landinu, að til ófriðar horfir. Lítum yfir sviðið. Alþingi valtar yfir vilja kjósenda í hverju málinu á eftir öðru og skeytir í engu um þá staðreynd, að kjósendur eru yfirboðarar Alþingis og ekki öfugt. Þessi lykilstaðreynd lýðræðisins er að vísu óskráð í gildandi stjórnarskrá frá 1944, en hún stendur skýrum stöfum í nýju stjórnarskránni, sem tveir þriðju hlutar kjósenda sam ...

  Skrifa athugasemd

 • 1848 og 2008

  Þegar byltingin breiddist út um Evrópu 1848, létti yfir álfunni. Loksins virtist franska stjórnarbyltingin, sem hófst 1789, ætla að bera fullnaðarárangur. Frjálslyndir menn héldust þessa vor- og sumardaga í hendur við friðsama þjóðernissinna. Kóngar og keisarar þurftu að víkja fyrir lýðkjörnum fulltrúum. Lýðveldi leystu konungdæmi af hólmi. Þegar leið á haustið 1848, áttuðu burtrækir kóngar, keisarar og furstar sig á því, að engir hausar höfðu ...

  Skrifa athugasemd

 • Olíusögur um áramót

  Rússar brynja sig með bröndurum. Nú segja þeir við eldhúsborðin heima hjá sér, að nýtt ár stefni á töluna 63. Olíuverð á heimsmarkaði stefnir á 63 dali fatið (var 120), gengi rúblunnar stefnir á 63 rúblur fyrir hvern dal (var 33), og Pútín verður 63. Þegar olían kostar 120 dali fatið, segja þeir, er Rússland górilla; 63 dalir, simpansi. Það segir sína sögu um muninn á orkubúskap Norðmanna og ...

  Skrifa athugasemd

 • Háreistar hallir

  Hvers var að vænta fyrir 40 árum af örlitlu eyðimerkurlandi, lítilli spildu, þar sem aðeins 25 karlar höfðu lokið háskólanámi? – og engar konur. Varla mikils. En nú er öldin önnur í Dúbaí og öðrum borgum við sunnanverðan Persaflóa. Þar ber nú háreistar hallir úr marmara, stáli og gleri við heiðbláan himininn líkt og í Singapúr og Sjanghæ. Dúbaí státar af hæsta húsi heims, Burj Khalifa ...

  Skrifa athugasemd

 • Borgunarmenn

  Hvers vegna eru íslenzkir vinnuveitendur ekki borgunarmenn fyrir betri launum en raun ber vitni um? Hvers vegna standast kaup og kjör íslenzkra launþega upp og niður launastigann ekki samanburð við önnur Norðurlönd? Hvers vegna þurfa íslenzkir launþegar yfirleitt að vinna myrkranna á milli til að ná endum saman? Hvers vegna tapa Íslendingar fleiri dögum í verkföll en flestar aðrar þjóðir um okkar slóðir? Þessar spurningar brunnu á vörum margra löngu fyrir hrun, t.d. 1995 ...

  Skrifa athugasemd

 • Ákall atvinnulífsins

  Samtök atvinnulífsins hafa nú sent út neyðarkall. „Launakröfur margra hópa ... valda áhyggjum því fyrir þeim er engin innistæða. Verði gengið að þessum kröfum verður verðbólgunni hleypt af stað, óbeislaðri með tilheyrandi tjóni.“ Þetta segir Björgólfur Jóhannsson, formaður samtakanna og forstjóri Icelandair Group í pistli á Eyjunni. Misskipting hefur afleiðingarLítum yfir baksviðið, og drögum handann djúpt. Skv. upplýsingum ríkisskattstjóra jukust tekjur þess ...

  Skrifa athugasemd

 • Markviss eyðilegging

  Í bók sinni The Wrecking Crew: How Conservatives Ruined Government, Enriched Themselves, and Beggared the Nation (2009) lýsir bandaríski blaðamaðurinn Thomas Frank markvissri eyðileggingu ýmislegrar almannaþjónustu í Bandaríkjunum í stjórnartíð George W. Bush forseta 2001-2008. Eyðilegging var skipuleg aðferð til einkavæðingar. Ronald Reagan forseti 1981-1988 hafði lagt línuna: Sveltum dýrið, sagði hann um ríkisbúskapinn og átti þá aðallega við velferðarkerfið, ekki varnarmál. Á nýlegum lista US News ...

  Skrifa athugasemd

 • Bandaríkin og Ísland

  Tvö lönd skera sig að einu leyti úr hópi „gömlu“ iðnríkjanna. Þessi tvö lönd eru einu löndin í hópnum, sem sökuð eru af fullum þunga heima fyrir um að hafa leyft lýðræði að víkja fyrir fáræði, fyrir auðræði. Með fáræði er átt við það, sem á ensku er kallað oligarchy, veldi fárra, í andstöðumerkingu við fjölræði (e. pluralism), veldi fjöldans, sem fylgir virku lýðr ...

  Skrifa athugasemd

 • Að hlera síma

  Ómar Ragnarsson fréttamaður sagði nýlega á Facebook: „Ég hef nokkrum sinnum lýst yfir rökstuddum grun um að sími minn hafi verið hleraður að minnsta kosti frá árinu 2005 án þess að það virðist hreyfa við nokkrum manni, að við búum í slíku þjóðfélagi.“ Tilefni ummæla Ómars var örleiðari Jónasar Kristjánssonar ritstjóra á jonas.is um störf Ögmundar Jónassonar innanríkisráðherra á síðasta kjörtímabili. Í ráðherrat ...

  Skrifa athugasemd

 • Hleraðir símar: Eitt enn

  Hér er greinin mín frá vorinu 2008, sem ég vitnaði til í DV í gær, um tilboð ritstjóra Morgunblaðsins til fv. ritstjóra Þjóðviljans  um kaup kaups: Þið játið, og þá skulum við kannski játa líka.

  Skrifa athugasemd

 • Hleraðir símar: Enn meira

  Í bók Guðna Th. Jóhannessonar sagnfræðings Óvinir ríkisins (2006) birtust nýjar upplýsingar um hleranir á símum meintra andstæðinga Sjálfstæðisflokksins, sem fóru fram skv. dómsúrskurði 1949-1968. Þessar upplýsingar voru gamlar fréttir handa sumum þeirra, sem voru hleraðir. Sumir þeirra hafa æ síðan sagt margar skemmtilegar sögur um málið. Ein sagan er svona. Í símtölum sín á milli 1968 þóttust meintir kommúnistar ætla að halda sellufund á tilteknum ...

  Skrifa athugasemd

 • Hleraðir símar: Meira

  Hér er frekari upprifjun um hleranir og njósnir frá haustinu 2006. Þá upplýsti Þór Whitehead prófessor í tímaritsgrein, að lögreglustjórinn í Reykjavík hefði 1976 fargað gögnum, sem “lögreglan hafði komið sér upp um kommúnista“. Gefum Þór Whitehead orðið: "En nú gerðist það skyndilega 1976, að Sigurjón Sigurðsson sótti um starf hæstaréttardómara og taldi sig fá vilyrði fyrir því embætti. Um leið taldi hann t ...

  Skrifa athugasemd

 • Hleraðir símar

  Ómar Ragnarsson fréttamaður segir í nýlegri færslu á Facebook: „Ég hef nokkrum sinnum lýst yfir rökstuddum grun um að sími minn hafi verið hleraður að minnsta kosti frá árinu 2005 án þess að það virðist hreyfa við nokkrum manni, að við búum í slíku þjóðfélagi.“  Ummæli hans gefa mér tilefni til að rifja upp fyrri skrif mín um símahleranir eins og til að hita upp fyrir pistilinn, sem ég mun birta ...

  Skrifa athugasemd

 • Skammgóður vermir

  Ein algengasta hagstjórnarvilla í heimi er að fella gengi gjaldmiðils og bjóða verðbólgunni síðan til borðs til að éta upp ávinninginn.  Þegar þannig er farið að, ýfir gengisfellingin bara upp verðbólguna án þess að skila nokkrum varanlegum árangri í auknum útflutningi, minni innflutningi, hagstæðari viðskiptum við útlönd og léttari skuldabyrði.  Ísland var þessu marki brennt áratugum saman, og sama máli gegnir um mörg þróunarlönd.  Vandinn undir niðri var ...

  Skrifa athugasemd

 • Ríki í ríkinu

  Ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur 60% sæta á þingi í krafti 51% atkvæða kjósenda í kosningunum 2013.  Þær kosningar hefðu að réttu lagi átt að vera hinar síðustu, sem haldnar eru eftir gildandi kosningalögum, þar eð 2/3 hlutar kjósenda höfnuðu þessum lögum með því að lýsa stuðningi við jafnt vægi atkvæða í þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá 2012.  Næstu alþingiskosningar munu orka ...

  Skrifa athugasemd

 • Einar Benediktsson

  Í dag eru liðin 150 ár frá fæðingu Einars Benediktssonar, höfuðskálds Íslands eftir fráfall séra Matthíasar Jochumssonar 1920 allt til dauðadags 1940. Framtaksmaðurinn og skáldiðEinar Benediktsson var margir menn.  Hann var ekki bara skáld, heldur einnig ritstjóri, lögfræðingur, embættis- og athafnamaður.  Hann var framtaksmaður, það sem Englendingar og Frakkar kalla entrepreneur.  Hann stofnaði fyrsta dagblað Íslands, Dagskrá, 1896, var sjálfur ritstjóri blaðsins í tv ...

  Skrifa athugasemd

 • Sarajevó, lýðræði og mannréttindi

  Fyrir hundrað árum og fjórum mánuðum reyndu sjö ungir Serbar í Sarajevó að myrða Franz Ferdinand stórhertoga og ríkisarfa austurrísk-ungverska keisaradæmisins. Tilræðið virtist ætla að fara út um þúfur. Tveir úr fylgdarliði hertogans slösuðust. Hann bað þá bílstjóra sinn að aka sér á spítalann, svo að hann gæti vitjað hinna slösuðu fylgdarmanna sinna. Bílstjórinn villtist af leið og ók með hertogann og Soffíu konu hans beint ...

  Skrifa athugasemd

 • Aukin misskipting í hnotskurn

  Aukin misskipting auðs og tekna um heiminn er staðreynd. Hlutfall launa bandarískra forstjóra og venjulegra starfsmanna hækkaði úr 30 1960 í 270 2008 (heimild: Economic Policy Institute 2011). Hlutdeild 10% tekjuhæstu í þjóðartekjum Bandaríkjanna hækkaði úr 40% 1920 í 50% 1929 og aftur frá 1990 til 2008 borið saman við 20% á Norðurlöndum og 25% á meginlandi Evrópu (heimild: Thomas Piketty, Capital in the Twenty-first Century, 2014). Meðfylgjandi myndir af misskiptingu í Bandaríkjunum og Íslandi ...

  Skrifa athugasemd

 • Nóbelsverðlaun í hagfræði

  Nú eru 45 ár liðin síðan Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt fyrir rannsóknir í hagfræði. Það var 1969. Þá hlutu verðlaunin Norðmaðurinn Ragnar Frisch og Hollendingurinn Jan Tinbergen, tímamótamenn báðir tveir, frumkvöðlar í tölfræðilegri hagfræði. Það er sá hluti hagfræðinnar, sem ber fræðin við raunveruleikann eins og hann birtist í hagtölum til að greina rangar tilgátur frá réttum líkt og tíðkast t.d. í eðlisfræði og ...

  Skrifa athugasemd