Serrano - ferskleikinn farinn

Jákvætt

+ Hröð afgreiðsla, maturinn er afhentur strax. Það getur verið mikill kostur þegar skyndibiti er annars vegar.

+ Mjög snyrtileg og auðétin burrito. Það er mjög gaman að fylgjast með starfsfólkinu vefja matnum snyrtilega inn í álpappírinn. Ég hef reynt þetta margoft heima en aldrei haft árangur sem erfiði.

+ Maturinn er mjög saðsamur, þ.e.a.s. það er mjög gott og þægilegt sadd í honum.

Neikvætt

- Ferskleikinn sem Serrano auglýsir sig fyrir að búa yfir er ekki til staðar. Kjúklingurinn er oftar en ekki þurr, steikta grænmetið er sveitt og ferska salsað er sósað.

- Það er öllu til sparað þegar að kemur að því að gefa manni kjöt á vefjuna sína. Rétt rúm ein matskeið af kjúklingi er bara níska og ekkert annað.

- Ég gef mínus fyrir að selja aðeins gos frá ölgerðinni, ég vil fá mitt kók!

- Viðmót starfsfólksins er ekki til að hrópa húrra fyrir, ég fæ oft á tilfinninguna að ég sé í mötuneyti í bandarískri unglingamynd, þjónustan er keimlík þeirri sem þar finnst. Ópersónuleg.

- Verðið er ekki alveg nógu gott, eða um 1500 kr. fyrir vefju og gos. Einnig eru engin tilboð sem hægt er að grípa í þegar buddan er þröng. Hinsvegar er ágætis háskólaafsláttur og einnig er hægt að ná sér í afsláttarkort en það er ekki nóg fyrir plús.

Niðurstaðan: - 2 stig.

 

Serrano hefur farið niður sama stíg og American Style að mörgu leyti. Þegar staðurinn var nýkominn á markaðinn þá var ferskleikinn í fyrirrúmi og ég sótti staðinn með bros á vör. Upp á síðkastið hefur hinsvegar horft til verri tíma. Hráefnið sem einu sinni var það ferskasta í bransanum liggur sveitt í borðinu og bíður eftir því að setjast í vefjuna þína. Einnig hafa kjötskammtarnir minnkað með hverju árinu og nú er vefjan hrísgrjón að meirihluta. Hugmyndin að staðnum er hinsvegar góð og ég fagna henni, enda er enginn staður sem ég veit um sem er Serrano hliðstæður.  Bragðið af matnum er hið þokkalegasta og í raun er þetta ágætis máltíð, en ekkert meira.

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.