Valur Gunnarsson

Valur Gunnarsson

Valur Gunnarsson trúir því að Ísland geti auðveldlega fullnægt þörfum allra. En ekki græðgi sumra.

 • Stutt tilraun til að útskýra ISIS

  Staðan í Miðausturlöndum er flókin sem aldrei fyrr. Bandaríkin vilja ráðast á Isis án þess að senda hermenn á vettvang. Tyrkir vilja ráðast á Assad en enn frekar á Kúrda. Sádí-Arabía vill ráðast á Isis en líka á Íran. Íran vill hinsvegar ráðast á Isis eins og Sádí-Arabía. Og þá er enn ónefnt hvað samtökin sem ráðist skal á heita; Isis, Isil, IS, Íslamska ríkið, Daesh eða hið RÚV-lega „Samtökin sem kenna ...

  Skrifa athugasemd

 • Fórnarlömb eftirhrunsáranna

  Og þá eru allir orðnir fórnarlömb. Jafnvel helstu ráðamenn þjóðarinnar keppast við að útmála sig sem fórnarlömb afla sem erfitt er að nefna en virðast þó hafa burði til að klekkja á sjálfri ríkisstjórn landsins. Hér má þó að minnsta kosti sjá mun góðæris-Íslandi og hinu nýja. Á tímum góðærisins voru þeir sjálfkrafa settir út í horn sem töldu sig hafa undan einhverju að kvarta, en nú keppast allir vi ...

  Skrifa athugasemd

 • Lokastig lýðræðisins

  Á heimili nokkru er búið að safna saman í nammikrukku og er ætlunin að hægt sé að veita nammi á hverju laugardagskvöldi allt árið um kring. Sumir krakkarnir fara hinsvegar að orga og fá úr krukkunni strax, með þeim afleiðingum að ekki er nóg til fyrir alla það sem eftir lifir árs. Sem myndlíking fyrir þjóðarbúið virkar þetta ekki reyndar ekki alveg, því á meðan sumir fá meira nammi fá aðrir ekki kvöldmat yfirhöfuð. Við erum hinsvegar ...

  Skrifa athugasemd

 • Barnaníðingar háloftana

  Í ágætum pistli á Vísi bendir Hildur Sverrisdóttir á að hjá sumum flugfélögum séu karlmenn látnir skipta um sæti ef þeir sitja við hliðina á ókunnugum börnum. Í fyrstu virðist þetta skjóta skökku við, til dæmis færi allt í háaloft (ef svo má að orði komast) ef svörtum væri meinað að setja við hliðina á hvítum eða múslímum við hliðina á kristnum, svo dæmi sé tekið. En ...

  Skrifa athugasemd

 • Síðasta hægristjórnin

  Flestar skoðanakannanir frá síðustu kosningum mæla Framsóknarflokkinn á kunnuglegum slóðum, með rúmlega tíu prósenta fylgi. Hinn mikli sigur hans 2013 er líklegast kominn til af sögulega einstökum viðburði, það að Icesave dómurinn féll í tæka tíð fyrir kosningar og ólíklegt að eitthvað álíka muni endurtaka sig. En þetta eru fréttir fyrir fleiri en Framsóknarmenn. Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið um 25 prósenta fylgi allt frá hruni ...

  Skrifa athugasemd

 • Bandaríkin og Íran saman í liði

  Nú virðist það staðfest sem mörgum var löngum ljóst, að það að ráðast inn í Írak er einhver versta ákvörðun sem tekin hefur verið í lýðræðisþjóðfélagi. Afraksturinn hefur verið skelfilegur fyrir Íraka og hinn mikli kostnaður sem af þessu hefur hlotist fyrir Bandaríkjamenn í mannslífum, dollurum og missi á trúverðugleika hefur flýtt fyrir hnignun þess sem stórveldis. Þegar Bush var kjörinn forseti voru margir sem töluðu ...

  Skrifa athugasemd

 • Hitler og handboltinn

  Maður segir vondan og vanhugsaðan brandara. Hann biðst afsökunar. Málið er dautt. Eða hvað? Hafa afsökunarbeiðnir enga merkingu lengur? Eða er það alltaf svo að vanhugsaðir brandarar segja miklu meira um hinn innri mann en einlæg afsökunarbeiðni? Og er þá opinberlega orðið bannað að grínast með nasisma? „Í hvert sinn sem ég hlusta á Wagner langar mig til að ráðast á Pólland," segir Woody Allen í myndinni „Manhattan Murder Mystery." Er Allen h ...

  Skrifa athugasemd

 • Var Kristur góður kærasti?

  Nýja Testamentið segir harla fátt um ástarlíf frelsarans, og það þrátt fyrir að vera ævisaga. Eða öllu heldur ævisögur. Sú fyrsta hefst í besta Íslendingasögustíl á ættartölu hans, sú næsta byrjar strax á ferlinum, hin þriðja tilhugalífi foreldranna og fjórða á orðinu hjá guði sem var guð. Við fáum hinsvegar ekkert um unglingsár hans, ekkert um vandræðalega tilburði til að nálgast stelpur (eða stráka) í Galíleu ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað gerir forsetinn næst?

  Þegar Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði ákvæðið um málskotsrétt forseta árið 2004 með því að neita fjölmiðlalögum staðfestingar var ljóst að hér hafði blað verið brotið í íslenskri stjórnmálasögu. Í Icesave deilunni vísaði hann lögum síðan tvisvar í þjóðaratkvæðisgreiðslu. Í þessum þrem tilfellum sem ákvæðið hefur verið nýtt hafði honum borist undirskriftalistar með á bilinu 32-37 þúsund undirskriftum, en 57 þúsund þegar mest var. Hér ...

  Skrifa athugasemd

 • Kostir þjóðaratkvæðis

  Þegar þetta er skrifað hafa næstum 15% atkvæðabærra manna krafist þess að fá að kjósa um breytingar á veiðileyfagjaldi, sé ætlunin að breyta því. Erfitt er að finna rök gegn slíku. Ólafur Ragnar Grímsson hefur á undanförnum áratug virkjað beint lýðræði á Íslandi, og er það vel. Það eru ekki mörg mál sem ná þeim áfanga að rúm 10 prósent þjóðarinnar allrar krefjist þess að fá að kjósa um þau, en ...

  Skrifa athugasemd

 • Fyrstu stóru mistökin

  Hægri stjórnin kom til valda staðráðin í að gera ekki sömu mistök og vinstrimenn. Á meðan vinstrimenn eyddu dýrmætum tíma framaf í að reyna að semja við stjórnarandstöðu í stað þess að styrkja eigið bakland (og misstu bæði) láta hægrimenn strax sverfa til stáls. Enda virtist niðurstaða síðustu kosninga benda til þess að þeim leyfðist hvað sem er. En þeir gengu of langt. Það að skera niður heilsug ...

  Skrifa athugasemd

 • Verður Bjarni nokkurn tímann forsætisráðherra?

  Útlitið fyrir Bjarna Ben er ekki bjart þessa daganna. Vissulega eru miklar líkur á því að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur í ríkisstjórn, þar sem þeir og Framsóknarmenn eru einu flokkarnir sem gætu myndað tveggja flokka stjórn miðað við kannanir. En það hlýtur að vera niðurlægjandi fyrir formann Sjálfstæðisflokksins að þurfa að verma annað sætið og sitja undir forsæti Framsóknarmanns. Að fráskildum tímabundnum hrossakaupum Davíðs og Halldórs þar ...

  Skrifa athugasemd

 • Versta ákvörðun sem tekin hefur verið á friðartímum

  Eitt af helstu deilumálunum hérlendis það sem af er öldinni var bygging Kárahnjúkavirkjunar. Margir mótmæltu henni á sínum tíma á grundvelli náttúruverndar og hefur eyðilegging umhverfisins verið gríðarleg. Auk þess mikla svæðis sem nú er hulið vatni liggur Lagarfljótið dautt. Þetta hefði ef til vill mátt segja sér, en ekki síður alvarlegar eru efnahagslegar afleiðingar virkjunarinnar. Hefði náttúran verið eyðilögð til þess a ...

  Skrifa athugasemd

 • 10 ára stríðið

  Þær voru ekki fallegar, fréttirnar í tilefni tíu ára afmælis innrásarinnar í Írak sem sýndu tíu ára stúlku með stórskaddað andlit af völdum sprengju Bandaríkjamanna. Margir vöruðu við innrásinni á sínum tíma, en undarlega margir studdu hana þó, Davíð og Halldór og sjálf Hillary Clinton, sem er ein ástæða þess að hún tapaði fyrir Obama á sínum tíma. Tíu árum síðar eru fáir sem telja ...

  Skrifa athugasemd

 • Kosningar í anda Forrest Gump

  Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum vill meirihluti þjóðarinnar að ríkisstjórnin fari ekki frá og er á móti einkavæðingu Landsvirkjunar og RÚV. Meirihluti þjóðarinnar virðist því staðsetja sig nokkru vinstra megin við miðju. Og samt er næsta víst að Sjálfstæðisflokkurinn muni leiða næstu ríkisstjórn. Hvað veldur? Í fyrsta lagi má nefna þá hefð að ganga óbundinn til kosninga. Í nágrannalöndum, svo sem Noregi, mynda menn kosningabandalög fyrir ...

  Skrifa athugasemd

 • Hvað segir Icesave okkur um ESB?

  Nú þegar dómarinn hefur flautað og leiknum er lokið er tímabært að fara yfir stöðuna og skoða hver vann pólitíkina, þó ljóst megi vera að við unnum öll dómsmálið. Ótvíræður sigurvegari er Ólafur Ragnar Grímsson. Eftir hrun var hann einhver óvinsælasti forseti í sögu lýðveldisins, en með miklum klókindum tókst honum að endurhæfa sig í augum stórs hluta þjóðarinnar með því að hafna Icesave II. Hann hef ...

  Skrifa athugasemd

 • Verstu pólitísku mistök seinni ára

  Líti maður á niðurstöður nýjustu skoðanakannanna virðist næsta ríkisstjórn liggja fyrir. Eina mögulega ríkisstjórnin sem myndi ekki innihalda Sjálfstæðisflokkinn er stjórn allra hina fjögurra flokkanna sem komast á blað. Það væri vissulega áhugaverð tilraun ef svo færi, en hætta á að sú stjórn yrði varla langlíf. Hinn möguleikinn er þá ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks -og hverra? Augljósasti kosturinn væri Framsóknarflokkurinn ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegar Russell Crowe kom í bæinn

  Stjörnur hafa sést svo víða á Íslandi á björtum sumarnóttum að varla telst til stórtíðinda lengur. Á meðan Tom Cruise deildi við fyrrum eiginkonu sína símleiðis frá hlíðunum utan við Akureyri og fór í taugarnar á norðlenskum bændum, og Ben Stiller varð hvers manns hugljúfi á austfjörðum fengu Reykjavíkingar á menningarnótt að berja sjálfan Russell Crowe augum. Stjarna með grátt skegg Það reyndist rétt sem sagt hafði veri ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjörnur yfir Íslandi I

  Líklega eru fá fyrirbæri í seinni tíð íslenskari heldur en menningarnótt. Vanir listamenn jafnt sem viðvaningar undirbúa sig allt árið og spretta síðan allir í einu á þessu jólabókaflóði síðsumarsins þar sem enginn veit hvað hann á að skoða og óhjákvæmilega endar þetta með allsherjarfyllerí og flugeldasýningu. Flest gleymist fljótt og oftast er það flugeldasýningin sem er rædd í þynnkunni daginn eftir, en í þetta sinn átti sér stað heimsviðburður á menningarn ...

  Skrifa athugasemd

 • Saga sjónvarpsfjölskyldunnar II

  Árið 1999 kom Sopranos fjölskyldan fram, og var fjölskyldufaðirinn mafíuforingi. Ef frá er talið krónískt framhjáhald fjölskylduföðurins sýndi fjölskyldan mikla tryggð þeim sem voru teknir inn í hana, svo lengi sem þeir brugðust henni ekki. Ein skemmtilegasta sjónvarpsfjölskylda síðasta áratugar er svo Bluth fjölskyldan í Arrested Development, þar sem ríkur fjölskyldufaðir lendir í fangelsi fyrir fjármálamisferli, en helsta áhyggjuefni barnanna er að kreditkortum þeirra er lokað. Ég-kynsl ...

  Skrifa athugasemd