Skáklandið

Stefán Bergsson er framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur sem stendur fyrir skákkennslu í grunnskólum Reykjavíkur. Sjá nánar á skakakademia.is/um-felagid/starfsmenn/
Skáklandið

AFMÆLISMÓT ALDARINNAR!

Afmælismót aldarinnar í dag: Skákveisla við allra hæfi

Fischer Spassky Um 250 börn eru nú þegar skráð til leiks á Afmælisskákmóti aldarinnar, sem fram fer í Laugardalshöll í dag kl. 13. Keppendur eru minntir á að mæta að minnsta kosti hálftíma fyrr. Allir fá sérhannaða boli í tilefni dagsins og hægt verður að skoða ýmsa muni sem tengjast einvíginu.

Stefán Bergsson framkvæmdastjóri Skákakademíunnar og mótsstjóri segist hlakka til dagsins:

,,Þetta stefnir í frábæra skákhátíð í Laugardalshöll. Um 250 börn eru skráð til leiks og fjölmargir skákmenn 60 ára og eldri. Þá verður ekki síður spennandi að fylgjast með málþinginu, sem hefst klukkan 11. Þar verður farið yfir einvígið frá mörgum hliðum. Það er ánægjulegt að sendimenn Bandaríkjanna og Rússlands taki þátt í málþinginu, auk meistaranna Helga Ólafssonar og Friðriks Ólafssonar. Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra flytur setningaávarp og Kjartan Magnússon formaður undirbúningsnefndar og Óttarr Proppé lýsa sinni sýn á einvígið."

Keppt verður í 4 flokkumm barna og ungmenna, og auk þess sérstökum flokki 60 ára og eldri.

Stefán hvetur skákáhugamenn á öllum aldri og fjölskyldur til að fjölmenna í Höllina.

,,Þetta verður margrétta og skemmtileg skákveisla við allra hæfi!"

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.