Skáklandið

Skáklandið

Stefán Bergsson er framkvæmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur sem stendur fyrir skákkennslu í grunnskólum Reykjavíkur.
Sjá nánar á skakakademia.is/um-felagid/starfsmenn/

 • Íslandsmótið í skák framundan: Jóhann Hjartarson

   Jóhann Hjartarson varð landsþekktur er hann lagði Viktor Kortsnoj í áskorendaeinvígi sem fór fram í Saint John í Kandara árið 1988. Hann var um árabil hluti af sterkasta skáklandsliði sem Íslendingar hafa átt, rétt eins og Jón L. Árnason sem einnig tekur þátt í Íslandsmótinu. Þátttaka Jóhanns er mikið fagnaðarefni, en hann var síðast með árið 1997 á Akureyri þegar hann varð Íslandsmeistari. Afar spennandi verður að sjá hversu vel hann mun koma út úr m ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Hannes Hlífar Stefánsson

  Rétt eins og Hannes Hlífar er um það bil á toppi Esjunnar á myndinni hefur hann verið á toppnum í íslensku skáklífi síðasta áratuginn og gott betur en það. Hann er tólffaldur Íslandsmeistari og leitt landslið Íslands um árabil en fyrst tefldi Hannes Hlífar á Ólympíuskákmóti árið 1992 þar sem hann náði gríðarlega góðum árangri. Hannes hefur átt gott skákár, stóð sig m.a. glimrandi vel á Evrópumóti einstaklinga og er nú ekki nema ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Sigurður Daði Sigfússon

  Sigurður Daði Sigfússon kemur inn í Landsliðsflokk 2015 eftir góðan árangur í Áskorendaflokknum 2014 þar sem hann tryggði sér sætið. Hann er fæddur árið 1972 og er af afar sterkri kynslóð skákmanna sem eru fæddir á árunum öðru hvoru megin við 1970. Hann hefur lítið teflt á árinu en er þó taplaus á eina mótinu sem hann hefur teflt á, Wow-Air móti Taflfélags Reykjavíkur. Forvitnilegt verður að sjá hvernig honum mun ganga á mótinu en ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Héðinn Steingrímsson

  Héðinn Steingrímsson hefur verið einn allra sterkasti skákmaður Íslands síðustu árin. Hann varð fyrst Íslandsmeistari árið 1990 á því rómaða móti sem haldið var á Höfn í Hornafirði, og síðast Íslandsmeistari á Eiðum 2011; titlarnir eru sumsé tveir og báðir unnust fyrir austan!. Hann var aðeins 15ára gamall árið 1990 og árangurinn ansi merkilegur. Héðinn er til alls líklegur í ár, teflir öruggt og erfitt að vinna hann. Héðinn hefur ásamt taflmennsku ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Bragi Þorfinnson

  Bragi Þorfinnsson hefur ansi oft verið nálægt Íslandsmeistaratitlinum í skák og aldrei eins nálægt eins og árið 2012 þegar hann tapaði í bráðabana fyrir Þresti Þórhallssyni eftir ótrúlega spennandi einvígi. Bragi hefur síðustu tíu árin eða svo verið einn af sterkustu skákmönnum landsins og átti um skeið  fast sæti í landsliði Íslands. Síðustu árin hafa verið annasöm við nám, by SalePlus" href="#"> starf og barneignir en Bragi reynir þó a ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Björn Þorfinnsson

  Björn Þorfinnsson var einn af Ólympíumeisturum Íslands 16ára og yngri árið 1995. Síðustu árin hefur hann smám saman tekið jöfnum en öruggum framförum sem má best sjá á tveimur stórmeistaraáföngum sem hann hefur náð síðustu tvö árin. Þeim fyrri náði hann einmitt í Landsliðsflokki árið 2013 þar sem hann tapaði einvígi fyrir Hannesi Hlífari Stefánssyni um Íslandsmeistaratitilinn. Björn er ýmist í ökkla eða eyra, á köflum nær hann ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Lenka Ptacnikova

  Lenka Ptacnikova var mikill hvalreki fyrir íslenskt skáklíf þegar hún flutti hingað fyrir um það bil einum og hálfum áratugi síðan. Hún hefur síðan þá leitt íslenska kvennalandsliðið með miklum sóma og teflt á öllum stórmótum, munar um mikið að hafa jafn sterkan fyrsta borðs mann. Lenka er einn öflugasti skákkennari landsins og lætur verkin tala. Lenka hefur oftsinnis náð afar góðum árangri við skákborðið og hefur t.d. alla ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Henrik Danielsen

  Henrik Danielsen hefur átt gott skákár; hann er nýkominn frá Danmörku hvar hann vann glæsilegan sigur á Skákáskorun Kaupmannahafnar með árangur upp á 2599 stig og fyrr á árinu lagði hann Tékkann David Navara, sem er einn af sterkari skákmönnum heims. Ennfremur hefur hann gefið út bók um skákbyrjun sem hann hefur þróað, sjálfan Ísbjörninn eða Polar Bear System. Í sumar stefnir Henrik á að taka fjölskylduna með sér á skákm ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Jón L. Árnason

  Nafn: Jón L. Árnason.           Aldur: 54. Stig: 2499. Hvenær varstu fyrst með í Landsliðsflokki? 1977.                      Besti árangur í Landsliðsflokki? Þrefaldur Íslandsmeistari, 1977, 1982 og 1988. Jón L. Árnason snýr nú tilbaka í Landsliðsflokk eftir um það bil 20ára fjarveru. Jón varð landsfrægur árið 1977 þegar hann varð heimsmeistari 17ára og yngri. Þá var m.a. annars meðal keppenda Garrí nokkur Kasparov! Jón var hluti af fjórmenningarklíkunni svokölluðu sem skipaði besta landsli ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Guðmundur Kjartansson

   Guðmundur Kjartansson hefur í nokkur ár verið virkasti skákmaður Íslands. Hann hefur síðustu árin teflt vel yfir 100skákir á ári sem er gríðarlegur fjöldi. Til samanburðar taldi Mikhail Botvinnik faðir rússneska skákskólans að 60skákir væri hæfilegur fjöldi. Guðmundur hefur ferðast um allan heim til að tefla á skákmótum og oft á tíðum haldið til í S-Ameríku í nokkra mánuði í einu. Á myndinni má sjá hann í Dubai, en þar ...

  Skrifa athugasemd

 • Íslandsmótið í skák framundan: Hjörvar Steinn Grétarsson

    Íslandsmótið í skák - Landsliðsflokkur hefst eftir tólf daga í Hörpu. Flokkinn má telja þann sterkasta frá upphafi; allir helstu landsliðsmenn síðustu ára eru meðal þátttakenda og þar af hvorki færri né fleiri en átta stórmeistarar en alls eru keppendur tólf talsins og tefla allir við alla.  Endurkoma Jóns L. Árnasonar og Jóhanns Hjartarsonar hefur vakið mikla athygli en þeir voru síðast meðal þátttakenda á tíunda áratugnum. Þeir munu síðar á árinu tefla ...

  Skrifa athugasemd

 • Frábært krakkamót á sunnudaginn!

  Taflfélag Reykjavíkur og Hrókurinn: MS Afmælismót Jónasar Hallgrímssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur Hofundur: Tómas Veigar Sigurðarsonin Ekki missa af þessu, Fréttir, Hvað er að gerast?, MS afmælismót 68 Views Jónas Hallgrímsson (1807-1845) Mót fyrir börn á grunnskólaaldri - Sunnudagur 16. nóvember kl. 14 - Mjög vegleg verðlaun - Skráið ykkur sem fyrst! Skákfélagið Hrókurinn og Taflfélag Reykjavíkur standa fyrir MS Afmælism ...

  Skrifa athugasemd

 • Teflt á Everest!

  Myndin sýnir Arnar Þorsteinsson og Jóhönnu Fríðu Dalkvist taka eina snarpa skák í sirka 5600 metrunum á Everest hvar þau eru nú á mikilli göngu! Arnar hefur lengi verið afar sterkur skákmaður þótt lítið tefli opinberlega og Jóhanna tefldi sem unglingur; m.a. á Helgarskákmóti í Flatey hið góða ár 1984. Fjallaskák er það sem koma skal!

  Skrifa athugasemd

 • ÚRSLIT Í HRAÐSKÁKKEPPNI TAFLFÉLAGA - SPÁ!

  Það má heldur betur segja að turnarnir tveir hafi verið að styrkja undirstöður sínar að undanförnu. Enda ekki að ástæðulausu þar sem Íslandsmót skákfélaga er handan við hornið, það er fyrri hluti mótsins sem fer hreinlega fram um aðra helgi, teflt í hinum mikla skákskóla Rimaskóla. En áður en sá mikli slagur fer fram verður hitað upp með úrslitum í Hraðskákkeppni taflfélaga. Þegar þetta er ritað nær pistilritari að hlera ...

  Skrifa athugasemd

 • Skákkennslan að hefjast!

  Í þessari viku snúa nemendur aftur til starfa í grunnskólum landsins. Það þýðir að skákkennsla í skólum Reykjavíkur fer nú aftur á fullt. Vikuleg kennsla verður í 28 skólum. Fyrirkomulagið er mismunandi milli skóla, þó víðast hvar sé skákkennslan á stundatöflu og kennt í 3. og/eða 4. bekk. Skákakademían hefur yfirumsjón með skipulagningunni í flestum skólanna en nokkrir skólar eru það sem kallast mega sjálfstæðir skákskólar þar sem kennari innan skólans ...

  Skrifa athugasemd

 • Kasparov gegn Kirsan!

  Kasparov stígur jafnan afar fast til jarðar og er sérlega ófyrirleitinn í allri sinni nálgun! Sá er ríkir á hæsta tindi skákheimsins, altsvo hins pólitíska hluta hans, heitir Kirsan Ilyumzhinov. Hann hefur sint forsetaembætti alþjóða skáksambandsins FIDE frá árinu 1995. Samhliða því sinnti hann forsetaembætti í rússneska sambandsríkinu Kalmykíu til ársins 2010. Í Kalmykíu hafa fjölmörgir skákviðburðir farið fram og tengsl Kirsans þar ytra án ...

  Skrifa athugasemd

 • Góður árangur Lenku

  Það var mikill hvalreki fyrir íslenskt skáklíf þegar stórmeistari kvenna hún Lenka Ptacnikova fluttist hingað til lands fyrir meir en áratug. Hún hefur um árabil leitt íslenska kvennalandsliðið á Ólympíu- og Evrópumótum og munar mikið að hafa svo sterka skákkonu á fyrsta borði til að leiða vagninn eins og það er kallað. Ásamt því að tefla töluvert er Lenka einn virkasti skákkennari landsins og hefur sérstaklega náð góðum árangri með nemendur ...

  Skrifa athugasemd

 • Uppgangur í Noregi

  Heimir Páll með sigurverðlaun sín á Sardiníu. Pistillinn birtist í helgarblaði DV 20. - 22. júní. Þá er farið að styttast allverulega í Ólympíuskákmótið í skák. Það fer fram fyrri helming ágústmánaðar í Tromsö í Noregi. Það er vel viðunandi enda má segja að uppgangur skákarinnar hafi verið allmikill í Noregi síðustu árin eftir að stjarna Magnúsar Carlsens hefur risið síhærra. Eftir að hann varð heimsmeistari fyrir skemmstu má segja að alger skákbylgja hafi ...

  Skrifa athugasemd

 • Richard Rapport!

  Það styttist og styttist í að 50. Reykjavíkurskákmótið verði sett í Hörpu - klukkurnar fara í gang 4. mars! Ein af stjörnum mótsins í ár er ungverski pilturinn Richard Rapport. Hann er ekki orðinn 18ára en þegar orðinn einn af sterkari skákmönnum heims. Saga hans er svolítið skemmtileg; hann kemur frá 1300manna þorpi í Ungverjalandi og byrjaði í skák því pabbi hans vildi að hann bætti einbeitingu sína í skólanum! Það virkaði víst ...

  Skrifa athugasemd

 • Koma Kasparovs!

  Það var staðfest fyrir nokkru síðan að Garry Kasparov muni koma til Íslands í kringum Reykjavíkurskákmótið í mars. Það eru mikil gleðitíðindi enda Kasparov mikill karakter og vekur eftirtekt hvar sem hann kemur í skákheiminum.             Hann er þó ekki óumdeildur, og er skemmst að minnast að Anand var ekkert alltof hrifinn af komu Kasparov til Chennai þar sem Anand tapaði krúnunni til Carlsens eins og allir vita. Kasparov hætti sem atvinnumaður í skák 2005 öllum að óv ...

  Skrifa athugasemd