• Fíknistríð eða mannúðarstefna?

  Fíknistríð eða mannúðarstefna - valkostir í fíknivörnum Áratugum saman hafa íslensk stjórnvöld háð stríð gegn eigin borgurum. Borgurum sem brotið hafa lög númer 65 frá 1974 með síðari breytingum. Lög um ávana- og fíkniefni. Bannlög sem reynst hafa haldlaus, ranglát og skaðleg. Mál er að linni. Bannlögin eru haldlaus Hin forboðnu efni voru óþekkt á Íslandi þegar þau voru bönnuð, rétt fyrir 1970. Þingmenn töldu rétt ...

  Skrifa athugasemd

 • Ég ákæri - 2. grein

  Ber enginn neina ábyrgð? Í fyrri pistli, Ég ákæri!, rakti ég vanrækslu íslenskra heilbrigðisyfirvalda gagnvart yfirvofandi HIV-faraldri meðal sprautufólks. Ég nefndi áhyggjur fíknirannsóknastofnunar Evrópu, EMCDDA, vegna HIV-faraldurs meðal sprautufólks í Rúmeníu og á Grikklandi. Okkar faraldur var þó sýnu svartari og um hann ríkir nánast fullkomin þögn.Árið 2011 virðist íslenski faraldurinn hafa náð hámarki, en það ár greindust þrettán ný HIV tilfelli í sprautuhópnum. Það jafngildir rúmlega fjórum ...

  Skrifa athugasemd

 • Ég ákæri!

  Ég ákæri! Láti maður farast fyrir að koma manni til hjálpar, sem staddur er í lífsháska, þótt hann gæti gert það án þess að stofna lífi eða heilbrigði sjálfs sín eða annarra í háska, þá varðar það …1)fangelsi allt að 2 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. (Almenn hegningarlög, 221. grein, fyrri málsgrein) Ég ákæri íslensk heilbrigðisyfirvöld fyrir að láta fyrir farast a ...

  Skrifa athugasemd

 • Vanhugsað borgarastríð

  Nýjustu blogg mín um sama efni:Bönnum áfengi: (12.000 lesendur)Áfengisþefur í Heiðmörk:  (3000 lesendur) Vanhugsað borgarastríð Í tveimur síðustu pistlum reyndi ég að sýna fram á fáranleika fíknistríðsins með því að setja það í nýtt samhengi; tengja það við eftirlætis fíkniefni Íslendinga, áfengið. Hver maður sér að endurlífgað áfengisbann væri mesta glapræði, glapræði sem á skammri stund myndi breyta Íslandi í vígvöll bruggara og sprúttsala og ...

  Skrifa athugasemd

 • Áfengisþefur í Heiðmörk

  Áfengisþefur í Heiðmörk  En það bar við um þessar mundir að lögreglumenn fundu stæka áfengislykt leggja frá bifreið í Heiðmörk. Við leit í bifreiðinni fannst þriggja pela flaska af sterku áfengi, tvær flöskur af léttu áfengi og sex 500 ml dósir af pilsner. Skýrsla var tekin af brotamanninum og hann síðan látinn laus. Fíkniefnin voru gerð upptæk. Að sögn lögreglunnar bendir magnið til þess að efnið hafi verið ætla ...

  Skrifa athugasemd

 • Bönnum áfengi

  Hvernig væri mynd okkar af áfengisneytendum ef áfengi væri bannað?Horfið væri rauðvínið með villibráðinni, horfin væru osturinn og léttvínið með ástinni þinni. Horfnar væru spaklegar samræður yfir kaffi og góðu koníaki. Horfinn væri bjórinn með ensku knattspyrnunni á laugardögum. Þorrablót breyttust í þerrihjalla og aldrei framar yrði skálað í stórafmælum. Myndin af fólki sem notar áfengi sér til unaðsbótar væri horfin ...

  Skrifa athugasemd

 • Who dunnit?

  Enn berast fréttir af ungu fólki sem misnotað er af purkunarlausum glæpalýð. Nú sitja tvær átján ára íslenskar stúlkur í gæsluvarðhaldi í Tékklandi, sekar um smygl á umtalsverðu magni af kókaíni. Ég fagna viðbrögðum utanríkisráðherra, Össurar Skarphéðinssonar, sem heitir því að veita stúlkunum þá aðstoð sem unnt er. Það er lofsvert og ber mannúð ráðherrans fagurt vitni. Mannúð utanríkisráðherrans mun þó ekki leysa þann vanda sem birtist ...

  Skrifa athugasemd

 • Vélstrokkað tilberahass

  Fréttaflutningur RÚV af verksmiðjuhassinu svokallaða í Noregi er athyglisverður en ber ekki vott um djúpstæða þekkingu eða sjálfstæða gagnaöflun. Þessi verksmiðjuframleiddi óþverri er vafalaust stórhættulegur - en hann á lítið sem ekkert skylt við hass eða marijuana. Við tölum ekki um tréspíritus sem afbrigði af rauðvíni. Betra er að kalla hlutina réttum nöfnum. Af uppruna verksmiðjuhassinsÞað er einnig athyglisvert að óþverri þessi er smíðaður fyrir styrki frá The National Institute on Drug Abuse, NIDA, þeirri bandarísku ríkisstofnun sem veitir 85% allra styrkja í veröldinni til fíkniefnarannsókna ...

  Skrifa athugasemd

 • Sænska öldin í fíknivörnum, 1994-2002

  Sænska öldin (1994-2002) í íslenskri fíkniefnapólitík er merkilegt rannsóknarefni.Í þessum pistli rek ég stuttlega bakgrunn hennar í evrópskri fíknivarnapólitík og hvernig við þvældumst í net ofstækisfyllstu bannhyggjumanna sem völ var á fyrir tilverknað íslenskra stjórnmálamanna. Stutt bloggfærsla nægir til að draga fram nokkur lykilatriði, en nánari greining verður að bíða betri tíma.Í skugga HIV og AIDS faraldurs fyrir 1990 varð upplýstu fólki í Evrópu fjótlega ljóst að sprautunotendur voru stór áhættuhópur og að við þeirri ógn sem að þeim steðjaði yrði að bregðast ...

  Skrifa athugasemd

 • Fíknivarnir frá nýjum sjónarhóli

  Það er óhjákvæmilegt að skipta um sjónarhól í fíknivörnum. Síðasta hálfan annan áratug hafa íslensk stjórnvöld horft á fíkniefnavandann frá sænsk-bandarískum sjónarhóli og fylgt stefnu sem kalla mætti "algjört umburðarleysi"  (e. zero tolerance). Löggæslu- og refsivörslukerfið er meginstoð þeirrar stefnu, ásamt meðferðarkerfi sem stefnir að algjöru bindindi. Sænskir ráðgjafar íslenskra stjórnvalda boða þá stefnu að gera beri fólki sem prófar eða notar ólögleg vímuefni lífið eins erfitt og bölvað og unnt er. Það hefur okkur tekist ágætlega. Nýlegt mat bendir til þess að refsivörslukerfið á ...

  Skrifa athugasemd

 • Lýðræðistilraun um mann- réttindamál

  Borgin gæti mannréttinda útigangsfólks og fíkla.Á undanförnum árum hefur heilbrigðisástandi útigangsfólks; drykkjufólks og annarra fíkla hrakað. Síðasta vetur urðu nokkrir úti á götum borgarinnar. HIV grasserar meðal sprautunotenda og veikari og veikari einstaklingar leita til heilbrigðisþjónustunnar. Útskúfun þessa fólks úr mannlegu félagi er alvarlegt mannréttindabrot. Nauðsynlegt er að koma upp neyðarskýlum fyrir fólk sem ekki er tilbúið til að hætta neyslu og veita því eðlilega heilbrigðis- og sálfræðiþjónustu, án kröfu um bindindi.Tillöguna hér að ofan setti ég inn á vefinn Betri Reykjavík fyrir ...

  Skrifa athugasemd