Lýður Árnason

Lýður Árnason

Lýður Árnason, læknir og kvikmyndagerðarmaður. Bý í borg, sæki í sveit, barnmargur.

 • STYGGIR MELTINGARLÆKNAR

  Laufin eru byrjuð að falla af Landspítalanum.  Styggð er komin að meltingarlæknum sem hæglega gæti breitt úr sér og leitt til keðjuverkunar.  Samningaviðræður eru árangurslausar og útlitið sjaldan verið dekkra en nú.   Enda segja sumir að hrun heilbrigðiskerfisins sé ekki lengur í kortunum heldur að raungerast.   Á þessum tímapunkti er vert að velta fyrir sér stefnu stjórnvalda á umliðnum árum.  Hún hefur í stuttu máli miðast að sameiningu sjúkrastofnanna og miðst ...

  Skrifa athugasemd

 • Samningsstaða ríkisins vonlaus.

  Lokahrina verkfalla lækna mun dynja á landsmönnum í desemberbyrjun.  Búast má við frekari aðgerðum eftir áramót, enn harðari.  Lengi má deila um launabil og launaþróun en læknum bjóðast störf í öðrum löndum og það er eins með þessa hjörð og aðrar, séu bithagarnir grænni hinumegin við ána syndir hún yfir.    Staða ríkisins í þessari launadeilu er nánast vonlaus.  Lögbann á verkfallið mun heldur engu breyta nema fresta vandanum ...

  Skrifa athugasemd

 • ÍSLAND Á VERÐLUNAPALLI SKATTASKJÓLA

  Skattarannsóknarstjóri upplýsti í Viðskiptablaðinu ei fyrir svo löngu að Ísland sé í 3ja sæti yfir þá aðila sem geyma fjármuni í skattaskjólum.  Þessar upplýsingar eru nú boðnar til kaups en áhugi ráðamanna virðist lítill.  Auðvelt er að vísa í bága fjárhagsstöðu ríkissjóðs en engu að síður er athyglisvert að samhliða þessu ætlar ríkisstjórnin að bjóða mestu auðmönnum landsins áratuga forgengi a ...

  Skrifa athugasemd

 • EIGNIR ÚTGERÐARFYRIRTÆKIS METNAR Á HÁLFAN NÝJAN LANDSPÍTALA

  Önnur verkfallahrina lækna hófst í dag.  Mikið ber á milli samningsaðila og engin lending í sjónmáli.  Læknadeilan endurspeglar ágætlega það sem gerst hefur í íslensku samfélagi á umliðnum árum:  Við erum ekki lengur samkeppnisfær við nágrannaríkin.  Þess vegna blasir við læknum annar kostur, það fýsilegur, að til vandræða horfir hér heima.  Aukið vinnuálag og léleg og óspennandi vinnuaðstaða flýtir svo þessari þróun.   Á sama tíma má sjá hreinan ...

  Skrifa athugasemd

 • LANDSPÍTALI ÁN LÆKNA

  Læknar fara nú fram á tugprósenta launahækkun og verkfallsaðgerðir farnar í gang.  Útspil fjármálaráðherra er að benda á keðjuverkun í samfélaginu, launaskrið og verðbólgu.  Í sömu andrá lofar hann að hafin verði bygging nýs Landspítala á kjörtímabilinu.   Afglöp ráðamanna umliðin ár eru einna helst að nýta ekki þjóðarauðlindir til almennrar velsældar.  Þjóðin á fiskimiðin, náttúruperlurnar og orkuna í iðrum jarðar, vatnið og ...

  Skrifa athugasemd

 • HVERJU ER VERIÐ AÐ MÓTMÆLA?

  Þingmenn sumir eru furðu lostnir að nokkur sjái tilefni til mótmæla í uppgangsárferðinu.  En þó hagvöxtur sé einhversstaðar á pappír er sú týra flestum ósýnileg.  Auðlindakistan Ísland, nær ekki að sjá fáum þegnum sínum fyrir almennri velsæld.  Afnot af auðlindum landsins er ekki úthlutað með hag eigandans í huga heldur notandans.  Þess vegna eru tvær þjóðir í landinu.   Fyrri ríkisstjórn megnaði ekki að opna þennan pækil og ...

  Skrifa athugasemd

 • FRAMSÓKNARMOSKAN

  Sveitastjórnarkosningar standa fyrir dyrum.  Og viti menn, þó Guðni Ágústsson hafi hætt við framboð í Reykjavík, hefur óþekkt kona stolið senunni og mun væntanlega skila framsóknarflokknum inn manni.   Allt vegna ummæla um að afturkalla lóð undir mosku í stórborginni.    En snýst þetta um lóð?  Yrði fólk sátt við mosku á öðrum stað?  Um það leyfi ég mér að efast.  Fylgisaukning framsóknarflokksins skýrist einfaldlega af andstöðu margra við múslima, eða öllu ...

  Skrifa athugasemd

 • Opnum St. Jósefsspítalann á ný

  1. febrúar 2011 var St. Jósefsspítali sameinaður Landspítala.  Var það gert í trausti þess að áfram yrði rekin sjúkrahúsþjónusta í húsinu.  1. desember 2011 var starfsemi St. Jósefsspítala lögð niður.  Nú stendur byggingin auð og framtíð hennar óviss.   Stjórnendur Landspítala hafa rekið linnulausan áróður fyrir nýrri spítalabyggingu við Hringbraut og hafa óspart notað heimasíðu spítalans til að koma eigin sjónarmiðum á framfæri.  Sumir ...

  Skrifa athugasemd

 • ÁFRAM DJÚPIVOGUR

  Heilt sjávarþorp kemur nú fram í myndbandi og mótmælir hreppaflutningum.  Myndbandið byrjar á því að ung stúlka vísar í 1. grein fiskveiðistjórnunarlaga þar sem segir:   Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum ...

  Skrifa athugasemd

 • GAMMARNIR SLUPPU

  Alþingi er farið í sumarfrí.  Allir anda léttar, þingmenn og þjóðin öll.  Ríkisstjórnin hampar sjálfri sér fyrir að efna loforð um 300 milljarða uppáhelling til skuldsettra heimila sem fjármagna átti með fé úr hrægammasjóðum.    Uppáhellingurinn er staðreynd, hitt að hann er fjórum sinnum minni og alfarið ekki fjármagnaður af hrægammasjóðum heldur okkur sjálfum virðist skipta litlu máli.  Á meðan alþingismenn stóðu í kossaflensi ...

  Skrifa athugasemd

 • Vinnslustöðin í mál

  Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum ætlar í mál við ríkið vegna sértæks veiðigjalds sem tekur til hagnaðar fyrirtækja í sjávarútvegi.  Þar á bæ segja menn að það stangist á við stjórnarskrá að leggja sérstakan skatt á hagnað fyrirtækja í einni atvinnugrein umfram aðra, slíkt sé hreinasta misrétti.   Mikið er ég sammála vinnslustöðvarmönnum og beini því til þeirra að stefna einnig ríkinu fyrir að hafi látið viðgangast í aldarfjórðung sértæka ...

  Skrifa athugasemd

 • ESB hægri snú

  Nýr stjórnmálaflokkur ku vera í uppsiglingu, Frjálslyndur, ESB-sinnaður hægri flokkur.  Hvatamenn, fyrrum sjálfstæðismenn sem ofbýður meðferð flokksins á evrópumálunum.  Ekki að undra en hvað mun nýji flokkurinn segja um sjávarútvegsmál, náttúruvernd, auðlindanýtingu, velferðarmál og beint lýðræði?  Ætla mætti að frjálsyndur hægri flokkur myndi beita sér fyrir almennum markaðslögmálum og afnámi sérréttinda, ennfremur ætti ...

  Skrifa athugasemd

 • ESB hægri snú

  Nýr stjórnmálaflokkur ku vera í uppsiglingu, Frjálslyndur, ESB-sinnaður hægri flokkur.  Hvatamenn, fyrrum sjálfstæðismenn sem ofbýður meðferð flokksins á evrópumálunum.  Ekki að undra en hvað mun nýji flokkurinn segja um sjávarútvegsmál, náttúruvernd, auðlindanýtingu, velferðarmál og beint lýðræði?  Ætla mætti að frjálsyndur hægri flokkur myndi beita sér fyrir almennum markaðslögmálum og afnámi sérréttinda, ennfremur ætti ...

  Skrifa athugasemd

 • Vísir er ekki sökudólgurinn

  Útgerðarfyrirtækið Vísir hefur í hyggju að hætta fiskvinnslu í þremur sjávarþorpum úti á landi, Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi.  150 manns missa vinnuna og lofa forsvarsmenn Vísis þeim vinnu í heimabænum, Grindavík.  Og aðstoð við búferlaflutninginn sem er nýlunda.  En sagan er gamalkunn og ástæðan einatt sú sama:  Reksturinn ber sig ekki.  Í slíku dæmi er fyrirtækið ekki sökudólgurinn, taprekstur getur aldrei verið markmið fyrirtækja.   Sjálfstæðisþingkona ...

  Skrifa athugasemd

 • Féþúfan Ísland

  Ísland er þúfa og á henni mikið lausafé.  Og hingað til hafa landsmenn, eins og féð, arkað nokkuð frjálslega um grundir og notið landsins gæða.  En nú er farið að þrengjast að almannarétti tvífættra íslendinga.  Vaxandi ferðamannastraumur eykur eftirspurn að náttúruperlum landsins og breytir þeim í féþúfu á féþúfu ofan.  Peningar verða til, spurningin hinsvegar sú hverjir eiga að njóta?  Í sjávarútvegi rukka kvótahafar aðra landsmenn um aðgöngugjald og stinga í eigin ...

  Skrifa athugasemd

 • NÝR ÞJÁLFARI RÚV

  Magnús Geir er nýr þjálfari RÚV og boðar róttækar breytingar á liði sínu.  Slíkt mætir alltaf gagnrýni en hver er staða mála?  RÚV er opinbert félag í eigu landmanna, heldur enn þokkalegu trausti en fjárhagslega með allt niðri um sig þrátt fyrir háan nefskatt á hvern einasta kjaft og lögaðila í þessu landi.  Starfsmenn eru á 3ja hundrað, húsnæðið risavaxið og fjárhagslega íþyngjandi að s ...

  Skrifa athugasemd

 • Áhyggjur utanríkisráðherra

  Utanríkisráðherra hefur áhyggjur af kosningum á Krímskaga.  Stutt er síðan að íslendingar kusu um nýja stjórnarskrá sem samþykkt var af 2/3 þeirra sem mættu á kjörstað.   Enn fleiri vildi auðlindir í þjóðareign, beint lýðræði, persónukjör og jafnt vægi atkvæða.  Túlkun ráðmanna og hundsun á þessari afgerandi niðurstöðu,m.a. utanríkisráðherra, er áhyggjuefni.  Sama má segja um alþingiskosningarnar í vor sem orðnar eru að farsa ...

  Skrifa athugasemd

 • Áhyggjur utanríkisráðherra

  Utanríkisráðherra hefur áhyggjur af kosningum á Krímskaga.  Stutt er síðan að íslendingar kusu um nýja stjórnarskrá sem samþykkt var af 2/3 þeirra sem mættu á kjörstað.   Enn fleiri vildi auðlindir í þjóðareign, beint lýðræði, persónukjör og jafnt vægi atkvæða.  Túlkun ráðmanna og hundsun á þessari afgerandi niðurstöðu,m.a. utanríkisráðherra, er áhyggjuefni.  Sama má segja um alþingiskosningarnar í vor sem orðnar eru að farsa ...

  Skrifa athugasemd

 • ÞJÓÐKJÖRNIR OFBELDISSEGGIR

  Stjórnarskrá sú sem danakonungur færði þjóðinni 1874 er enn í fullu gildi. Konungi var breytt í forseta 1944, breyting gerð á kjördæmaskipan 1959 og 1995 var nýjum mannréttindakafla bætt inn í.   Að öðru leyti er stjórnarskráin eins og enn fjallar þriðjungur hennar um forsetann.  Ekkert ákvæði er um auðlindir landsins, frumkvæði kjósenda né hvernig haga skuli þjóðaratkvæðagreiðslum.  Stjórnarskráin er þannig steinrunnið plagg og tekur mið af kyrrstöðusamf ...

  Skrifa athugasemd

 • Kombakk sjálfstæðisflokks

  Hvað er sjálfstæðisflokkurinn að pæla?  Þessi fyrrum flokkur frelsis og einkaframtaks er svo gjörsamlega heillum horfinn að meira að segja spunameistararnir hafa misst jarðsambandið.  Útskýringar ráðherranna á viðsnúningi kosningaloforða sinna hljóta að hafa fyllt mælinn hjá mörgum og ljóst er að fyrri staða flokksins, í kringum 40%, er sagnfræðifóður.  En hvernig getur stöndugur, eini markaðshyggjuflokkur landsins, misst svona gjörsamlega fótanna?  Mér dettur í hug fráhvarf ...

  Skrifa athugasemd