Kidda Svarfdal

Kidda Svarfdal kemur úr afskekktri sveit á Ströndum en hefur sest að á höfuðborgarsvæðinu. Hún skrifar mikið og hefur mikla tjáningarþörf og tjair sig um allskyns málefni, umbeðin og óumbeðin. Kidda hefur mikinn áhuga á mannlegu atferli og hefur sérstakt dálæti á kynlegum kvistum auk þess sem hún hefur líka talsverðan áhuga á fötum, tísku, hönnun og fleira. Viljirðu hafa samband við hana er netfangið hennar kiddasvarfdal@gmail.com
Kidda Svarfdal

8 bestu hryllingsmyndir sem ég hef séð - Hressandi á sunnudegi!

Ég hef gaman að "góðum" hryllingsmyndum. Ég er kannski haldin kvalalosta en ég hef gaman að spennunni og tryllingnum sem oft fylgir svona myndum. Ég vill samt ekki fara of langt með þetta og sumar myndir finnst mér bara fara ALLT of langt og eru bara viðbjóðslegar og eru bara gerðar til að láta manni verða óglatt. Ég sá eina svoleiðis í sumar vegna vinnu sem ég var í, Human Centepide 2 og ég held ég muni aldrei verða söm eftir það. Human Centepide 1 var sick og nett ógeðsleg en númer 2 er ólýsanlega ógeðsleg. Ég horfi yfirleitt aldrei á framhaldsmyndir af hryllingsmyndum því mér finnst það oft verða bara freka togað og teygt en gerði það þarna og hefði betur sleppt því. 

Ég ákvað að taka samt saman smá lista með vel heppnuðum hryllingsmyndum að mínu mati. Þær eru ekki í neinni sérstakri röð og eru allar svipað góðar fyrir mér. Hryllingsmyndir með börnum finnst mér alltaf alveg extra "krípí", veit ekki af hverju það er.... kannski vegna þess að fyrir mér eru börn bara lítil, saklaus og falleg.

Margar af þessum myndum eru örugglega börn síns tíma og við skulum alveg taka það með í reikninginn :). 

Martyrs: Þessi mynd er frönsk og þegar ég horfði á hana átti ég ekki von á miklu en hún er rosaleg! Fjallar um konu sem ætlar að hefna sín á fólki sem rændi henni og pyntaði í æsku. 

Silence of the lambs er að sjálfsögðu klassísk og fjallar um mannætuna Hannibal Lecter

Event Horizon er mynd sem er rosalega óhugguleg. Fjallar um fólk sem fer að kanna geimfar sem hafði ekki verið náð sambandi við í langan tíma og þá byrjar hasarinn.

Þessi mynd er Suður Kóresk og heitir I Saw The Devil. Hún er alveg hrikaleg og ekki láta það trufla ykkur að hún er ekki á ensku, fáið hana bara með texta :) 

El Orfanato er spænsk mynd um konu sem flytur á æskuheimili sitt og opnar þar heimili fyrir munaðarlaus börn.  Ekki líður á löngu þar til sonur hennar fer að tala við ósýnilegan vin sinn. 

Exorcist er náttúrulega ein af þeim myndum sem er barn síns tíma en hún hélt fyrir mér vöku heila nótt, eða ok í svona klukkutíma. 

Hostel er góð hryllingsmynd að mínu mati. Hún fjallar um 3 bakpokaferðamenn sem eru á ferðalagi í Slóvakíu

Ég stalst til að horfa á þessa mynd sem krakki. Hún er um fjölskyldu sem býr í húsi sem er fullt af illum öndum og ég svaf ekki vært LENGI á eftir.

 

 

 

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.