Flotinn í landi. Hvað skal nú?

Augljóslega er engin hætta á ofveiði núna þegar flotinn er bundinn við bryggju og LÍÚ menn neita að senda skipin á sjó.

Því er bara eitt til ráða fyrir sjávarútvegsráðherra nú þegar LÍÚ menn eru búnir að binda flotann. Það er að fella úr gildi, eða gera breytingu á reglugerð númer 689/2011. Með því verða veiðar á öllum fiski frjálsar. Enda er engin ástæða til þess að takmarka veiðar á stofnum sem að varla neitt er verið að veiða úr.

Það er svona einfalt að gera rótækar breytingar á kvótakerfinu. Aðeins ein reglugerð sem að þarf að breyta eða nema úr gildi; í ljósi nýrra aðstæðna.

Í raun ber sjávarútvegsráðherra að gera þetta. Og hann myndi gera það hefði hann einhvern kjark til þess að takast á við LÍÚ. Það eru engir almannahagsmunir fyrir því að takmarka veiði á þessum stofnum úr því að LÍÚ heldur sínum skipum ekki til veiða.

Þeir báðu um viðbrögð stjórnvalda: Þeir eiga alvöru viðbrögð skilinn.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.