Það verður þjóðaratkvæðagreiðsla um kvótann

Sannarlega ullu Alþingismenn mér miklum vonbrigðum á yfirstandandi þingi. En þó þokuðust góð mál áfram. Er þar t.d. að nefna stjórnarskrármálið. Valgerður Bjarnadóttir hélt vel á því máli og sem betur fer verður þjóðaratkvæðagreiðsla um stjórnarskrárdrögin í haust. Þrátt fyrir málþóf stjórnarandstöðunnar.

Það er ekki síst sú sérstaka spurning um auðlindaákvæðið sem ég gleðst yfir. Að það skuli spurt um nýtingu náttúruauðlinda frekar en drögin í heild; vegna þess að það yrði svo auðvelt fyrir þingmenn að horfa framhjá auðlindaákvæðinu ef aðeins væri spurt um drögin í heild. Þetta þýðir að í haust fær þjóðin að kjósa um hverskonar fyrirkomulag skuli vera á kvótaúthlutun í framtíðinni.

Sem betur fer var afgreiðslu fiskveiðistjórnarfrumvarps Steingríms frestað. Þjóðin fær að kjósa um málið í haust: og vonandi fáum við lög í samræmi við niðurstöðu atkvæðagreiðslunnar.

Athugasemdir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.