Jóhann Hauksson

Jóhann Hauksson

Jóhann Hauksson blaðamaður hefur með hléum bloggað um stjórnmál og samfélagsmál á DV.is frá opnun vefsins árið 2007, lengst af sem starfandi blaðamaður. Jóhann á feril frá árinu 1986 sem frétta- og blaðamaður. Hann var lengst af fréttamaður, dagskrárstjóri og dagskrárgerðarmaður hjá RÚV, síðar blaðamaður á Fréttablaðinu, DV og DV.is og „Morgunhani“ á Útvarpi Sögu. Hann hefur einnig starfað sem almannatengill og upplýsingafulltrúi.

 • Hver ætlar í þann leðjuslag?

  Hagfræðingar lenda oft í vandræðum þegar þeir eru að fást við  viðfangsefni sem í aðalatriðum eru lögfræðileg og sjá ekki skóginn fyrir trjánum. Ekki ætla ég þar með að gera lítið úr nýrri skýrslu hagfræðingannna Ásgeirs Jónssonar og  Hersis Sigurgeirssonar sem þeir gerðu um haftaafnámið fyrir slitastjórn Glitnis. Þar er margt áhugavert af fréttum að dæma. Sjálfur er ég ekki  löglærður. En ver ...

  Skrifa athugasemd

 • Bankasala í skjóli trúnaðar og leyndar

  Í dag fylgir Bjarni Benediktsson Engeyingur úr hlaði frumvarpi á Alþingi um meðferð og sölu eignarhluta ríkisins í bönkunum.   Almenningur (eða ríkið) á Landsbankann að nær öllu leyti, 5 prósent í Íslandsbanka, 13 prósent í Arionbanka, hlut í sparisjóðum o.fl. Þess ber að minnast að Borgun, sem var eign Landsbankans,  var seld föðurbróður  hans, Einari Sveinssyni, og fleirum fyrir skemmstu. Önnur grein frumvarpsins hljóðar svo að öru leyti en því að nafn Bjarna er sett inn ...

  Skrifa athugasemd

 • Lettersbréf til Sigurðar G.

  Sæll Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður. Þú skrifar á vef Pressunnar og spyrð hvort dómstólar standi vörð um mannréttindi stjórnenda föllnu bankanna. Þú telur framgöngu, rannsóknir og kærur FME í forstjóratíð Gunnars Andersens til sérstaks saksóknara vera ómerkar vegna stórkarlalegra ummæla Gunnars um afbrot bankamanna meðan embætti hans rannsakaði sjálf mál þeirra. Ég vil gera kurteislegar athugasemdir við þennan pistil  vegna þess að ég tek ...

  Skrifa athugasemd

 • Siðlaust og tómlátt

  Íslensk stjórnvöld hafa látið undir höfuð leggjast að framfylgja margvíslegum tilmælum GRECO-nefndarinnar í Strassborg. Nefndin starfar í nafni Evrópuríkja og hefur það verkefni að meta spilllingu í aðildarlöndum og leggja fram tillögur um úrbætur. Fjórða og síðasta  skýrsla GRECO um Ísland var gefin út árið 2012, fyrir þremur árum, og hefur engu tilmælanna tíu í þeirri skýrslu verið framfylgt. Þess vegna sendi GRECO ríkisstjórninni áminningu um daginn og ...

  Skrifa athugasemd

 • Neyðarlegt

  Ég heyrði Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra boða frumvarp um afnám hafta í sjónvarpsfréttum í gær. Hef heyrt þetta áður hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra. Bjarni segir að frumvarpið snúi að slitabúum gömlu bankanna. Menn bíða í ofvæni og hafa gert lengi. Ekki getum við gert annað en að hvetja Sigmund og Bjarna til dáða. En þá birtist dálítil klausa á Fésbók. Þar er á ferðinni Ragnar Önundarson, reyndur og rauns ...

  Skrifa athugasemd

 • Ég finn einhvern óþef

  Illugi Gunnarsson, þingmaður og ráðherra Sjálfstæðisflokksins,  viðurkennir nú að stjórnarformaður  Orka Energy hafi keypt af sér íbúðarhúsnæði eftir hrun þegar hann var í vanda staddur fjárhagslega. Illugi leigir nú íbúðarhúsnæðið af þessum sama stjórnarformanni (sjá hádegisfréttir RÚV). Illugi þrætti ekki fyrir það þegar DV spurði hann í nýliðinni viku að hafa snemma árs 2012 fengið háa peningagreiðslu frá Orka Energy. Vísa ...

  Skrifa athugasemd

 • Pétur Blöndal lætur sérhagsmunaflokk sinn heyra það

  Pétur Blöndal gefur flokkssystkinum sínum og sérhagsmunagæslu Sjálfstæðisflokksins ekki háa einkunn í löngu viðtali í Morgunblaðinu í dag, en tilefnið er að 20 ár eru síðan hann settist fyrst á þing. Lítum á: „Ég hef verið á Alþingi í krafti kjósenda Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og ég aðhyllist að sjálfsögðu grunngildi sjálfstæðisstefnunnar. Ég hef alltaf náð mjög góðum árangri í prófkjörum hér í borginni og engan veginn ...

  Skrifa athugasemd

 • Stoltenberg og vinur Pútíns

  „Ljóst er að alla tíð hefur Ólafur Ragnar Grímsson [forseti Íslands] nýtt sambönd sín við ráðamenn víða um heim í þágu norðurslóða. Það er einnig til marks um hve hugleikin þau mál eru honum að hann reis til varnar Pútín Rússlandsforseta þegar Ingvild Næss Stub, aðstoðarutanríkisráðherra Noregs, veittist að honum vegna  íhlutunar í málefni Úkraínu. Þetta gerðist á norðurslóðaráðstefnu í Bodö í Noregi í mars í fyrra. Ingvild ...

  Skrifa athugasemd

 • Áfram Sigmundur!

  Sigmundur Davíð er minn maður. Hann ætlar að losa okkur undan gjaldeyrishöftunum. Núna! Frekir erlendir kröfuhafar í þrotabúum gömlu bankanna fá ekki að komast upp með neinn moðreyk. Þá er Sigmundi að mæta. Ætli þeir að taka aurana sína sem eftir urðu í þroltabúum eftir fall íslensku bankanna skulu þeir sannarlega að fá að borga fyrir að koma þeim til síns heima í útlöndum. Nú skal það gert með stöðugleikaskatti. Hann hét áður útg ...

  Skrifa athugasemd

 • Forherðing banksteranna

  Bankamenn þurfa enga 200 prósenta hvatningu í störfum sínum frekar en aðrir. „Öfgakennd launakerfi og bónushneyksli síðari ára gefa til kynna að atvinnulífið telji samfélagssáttmálann sér óviðkomandi. Þegar illa árar segja stjórnendur upp samstarfsfólki sínu og er þakkað fyrir með ríkulegum bónusgreiðslum. Þegar vel árar fá þeir enn meira. Hagnaður bankanna fer í þeirra vasa en tapið er þjóðnýtt og lendir á skattgreiðendum. Tómlæti ...

  Skrifa athugasemd

 • Nú fjarar traustið út

  Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra svarar upphringingu fjölmiðils í síma, þar sem hann er staddur í vellystingum á Flórída. Hann segir  pöplinum heima að óraunhæfar kaupkröfur raski stöðugleikanum sem hann og öll þjóðin hafi þráð svo lengi. Engeyingurinn Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra ætlar að leggja niður Bankasýslu ríkisins. Bankasýslan átti að vera armslengdin milli hans og fjármálafyrirtækja í eigu ríkisins fyrr í vetur  þegar r ...

  Skrifa athugasemd

 • Sovét Ísland... hvenær kemur þú?

  Í nafni átaksins „Betra peningakerfi“ hefur Frosti Sigurjónsson, Framsóknarflokki, nú lagt fram skýrslu á ensku sem vakið hefur umtal, bæði á ensku og íslensku.  Nú síðast heyrði ég vitnað í vissan Truman sem ritað hafði um hugmyndirnar í Financial Times og þótti þær æði sovjéskar. Ættum við að segja miðstýrðar? Fyrir mér er þetta ágætt framlag Frosta til að bjarga íslensku krónunni. Hún virðist helst þurfa heilan spítala með neyðarmóttökum ...

  Skrifa athugasemd

 • Forsætis lofar skattalækkun

  Verkföll hefjast í landinu strax eftir páska, fyrst hjá hópum launamanna innan BHM. Síðar hjá félögum innan Starfsgreinasambandsins og fleiri. (Einkennilegt að sjá Flóabandalagið aðhafast lítið rétt eins og það ætlist til þess að aðrir dragi vagninn að þessu sinni.)  Menn vilja 300 þúsund króna lágmarkslaun, hækka þau um svona 40 til 50 prósent. Þetta er aðeins brot af kröfunum. Launamenn og fulltrúar þeirra í samninganefndum ættu að hlusta ...

  Skrifa athugasemd

 • Nú fara þau á límingunum

  Haldinn var fundur og kynnt greining manna hjá KPMG, sem unnin var fyrir Félag atvinnurekenda, Samtök atvinnulífsins, ASÍ og Viðskiptaráð Íslands. Niðurstaðan er eitthvað á þessa leið í frásögn mbl.is: „Ákvörðun um að ganga í Evrópusambandið og taka upp evru myndi fela í sér heppilegra umhverfi til losunar gjaldeyrishafta á Íslandi með auknum stöðugleika og þrótti íslensks atvinnulífs, hvort sem losun hafta verður hröð eða hæg.“ Og orðrétt segir ...

  Skrifa athugasemd

 • Þegar Bjarni lenti í Turing-maskínunni

  Mér finnst eiginlega alltaf eins og ég þurfi að taka öllu með fyrirvara sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksin, segir. Þetta á einnig við um Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins. Bjarni er miklu iðnari við að koma fram í fjölmiðlum og tala fyrir sínum hjartans (hagsmuna)málum en Sigmundur Davíð. Að minnsta kosti upp á síðkastið. En efinn nagar þegar hann kemur svona prúður en ákveðinn á skjáinn. Mér finnst eins og ég þurfi á a ...

  Skrifa athugasemd

 • Ráðaleysi og valdaleysi

  Það er eins og viljann til valdsins skorti. Sambandið við kjósendur og tíðarandann hefur trosnað. Og jafnvel þótt með heppni þau fengju nægjanlegt fylgi í næstu þingkosningum og gætu náð valdataumunum aftur úr höndum sérhagsmunagælsluflokkanna, mundu þau óðar hrekjast aftur undan reiðilegum frekum köllum í Sjálfstæðisframsóknarflokknum. Það var líka með herkjum að VG og Samfylkingin héldu út eitt kjörtímabil undir þrýstingi þessarar sérhagsmunagæslu. Já einmitt. Ég er ...

  Skrifa athugasemd

 • Ógnandi samþjöppun auðs og valds

  Hvers vegna er stórútgerðin, sem ræður 60 til 70 prósent aflaheimildanna í boði þjóðarinnar, á móti aðild að ESB og upptöku evru? Er það hún sem ræður ferðinni? Einfaldast er að benda á fjárhagslega hagsmuni. Hún hefur tekjur sínar í evrum, pundum og dollurum. Henni þykir sjómenn á frystitogurum hafa of hátt kaup og stefnir vinnslunni í land með fækkun þeirra og fjölgun ísfisktogara. Í landi kaupir stórútgerðin vinnuafli ...

  Skrifa athugasemd

 • Stjórnlyndir NEI-sinnar

  „Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að leggja inn umsókn um aðild Íslands að ESB og að loknum viðræðum við sambandið verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um væntanlegan aðildarsamning. Við undirbúning viðræðna og skipulag þeirra skal ríkisstjórnin fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhagsmuni sem fram koma í áliti meiri hluta utanríkismálanefndar.“ Þannig hljóðar í heild sinni þingsályktunartillaga sem Alþingi samþykkti 16. Júl ...

  Skrifa athugasemd

 • Taugaveiklaðir stjórnarherrar

  Nú hafa mistökin frá því Ísland gerðist aðili að hópi hinni viljugu þjóða í Íraksstríði Bandaríkjannna verið endurtekin. Ísland var sett á þann fordæmda lista með vitund, vilja og samþykki þriggja einstaklinga eða svo, þeirra á meðal Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, árið 2003. Alþingi, utanríkismálanefnd og þjóðin komu þar hvergi nálægt. Nú hefur  utanríkisráðherrann úr Skagafirði lýst því við utanríkisráðherra Lettlands, sem ...

  Skrifa athugasemd

 • Gulrótin og svipan

   Lýðskrumurum er gjarnt að veifa gulrót fyrir framan lýðinn og teyma hann þannig út í misjafnlega hættuleg fen. Aðrir nota svipuna á lýðinn en það er ekki til vinsælda fallið. Gulrótin og svipan eru sem sagt aldagömul tæki til að hafa taumhald á fjöldanum. Síðustu öld fyrir Kristburð var Cicero uppi í Rómarveldi. Á hans tíð var lýðveldi en stjórnmál grófu undan því og við tók einveldi keisaranna. Á þeim tíma h ...

  Skrifa athugasemd